Fjölrit RALA - 20.03.1980, Síða 124
120
í Melgerði. í Kýrholti hafði þekjan áttfaldast á einu ári. Hlutur
þeirra rýrnáði svo við endurtekna áburðargjöf án þess þó að þær hyrfu.
í Skálholtsvík minnkaði þó hlutur þeirra lítið. Við eftirverkun fundust
tegundirþessar nær hvarvetna, en hvergi í miklum mæli, mest 3% á Syðri-
Hömrum.
d. Holtasóley (Dryas octopetala) var verulegur þáttur í gróður-
þekju nokkurra staða, en fyrirfannst ekki ella. í áburðarlausu reitunum
var þekjan meiri en 1% á fimm stöðum af 31; mest 20% á Jökuldalsheiði, 16%
á Skáldsstöðum, 15% í Skálholtsvík, 12% í Kýrholti og 1% á Melum. Við
friðun eina sér dró verulega úr þekju tegundarinnar og við áburðargjöf hvarf
hún nær því alveg þegar á öðru ári. Hún breiddist mjög hægtútvið eftir-
verkun. Ein undantekning var frá þessari reglu: Á Jökuldalsheiði minnkaði
þekja holtasóleyjarað vísu bæði við friðun og áburð, en breytingarnar urðu
miklu minni og síðar á ferðinni en annarsstaðar. Þekja hélst 11% við áburð-
argjöf annað hvert ár og 5% við árlega áburðargjöf. Skýringa er sjálfsagt
að leita í erfiðum vaxtarskilyrðum á heiðinni.
e. Kornsúra (Polyqonum viviparum) fannst á hverjum einast þessara
tilaunastaða að Melgerði undanskildu. Á 22 stöðum náði hún 1% af gróðurþekju
eða meira i áburðarlausum reitum; mest um 7% á Melshorni og 6% á Gerðubergi.
Þekja tegundarinnar var nokkuð breytileg milli ára, og hún virtist lítt taka
breytingum við friðun í áburðarlausu reitunum. Viðbrögð tegundarinnar við
áburðargjöf urðu nokkuð á tvennan hátt eftir stöðum. Víðast hvar dró heldur
úr hlutfallslegri þekju hennar, einkum þegar frá leið. Undantekningu var að
finna á fimm stöðum, þar sem ætla má, að gróðurskilyrði séu hvað erfiðust.
Á Vaðlaheiði hafði hlutfallsleg þekja tegundarinnar fjórfaldast annað ár
áburðargjafar og náði 13%; á Jökuldalsheiði jókst þekjan á sama tíma
úr 1% í 7%. Veruleg aukning varð einnig í Skálholtsvík, Gæshólum og Gæshóla-
mýri. Heldur dró úr þekju kornsúru á þessum stöðum, þegar frá leið og svörð-
ur þéttist.
f. Lambagras (Silene acaulis). var að finna í um það bil helmingi til-
raunanna. VÍðast hvar var það í mjög litlum mæli og náði 1% af gróðurþekju
á aðeins sex stöðum. Frá þessari rýru þekju var ein undantekning. í Skál-
holtsvík átti tegundin 13% af gróðurþekju í áburðarlausu reitunum. Þar hörf-
aði tegundin verulega við áburðargjöf, en hvarf, þar sem hún var strjál fyrir.
g. Brjóstagras (Thalictrum alpinum) fannst í nærri því hverri tilraun
og náði 1% af gróðurþekju á 18 stöðum af 28. Hvergi var þekjan nokkuð að