Fjölrit RALA - 20.03.1980, Side 125
121
marki og náði mest 6% í Lambhaga og 3% á Melshorni. Hlutur brjóstagrass
minnkaði heldur við áburðargjöf, en það hvarf hvergi.
h. Blóðberg (Thymus arcticus) var allvíða að finna í tilraunum þessum
og náði 1% af gróðurþekju á 13 stöðum. Á þremur stöðum var hlutur tegundar-
innar meiri en 2% af gróðurþekju; í Melgerði 33%, Skálholtsvík 10% og Efri-
Miðbæ 5%. Þessi tegund þoldi mjög illa áburðargjöf; hjarði þó á stöku stað,
þar sem borið var á annað hvert ár, en hvarf svo til alveg við árlega áburðar-
gjöf. Friðun áburðarlausu reitanna skipti hana litlu máli og tegundin átti
erfitt uppdráttar í eftirverkunarreitunum. Hún virðist samkvæmt þessu una
sér best í ófrjóum jarðvegi og eiga erfitt með útbreiðslu að áburðargjöf
lokinni.
i. Möðrur (Galium) voru áberandi þáttur í sumum þessara tilrauna, en
vantaði þó alveg á fjórum stöðum, þar af einum í mýrlendi en hinum á heiðum
uppi. Þær náðu 1% þekju á 19 stöðum af 28, en hvergi meira en 3% þekju
utan Suðurlands. í þurrlendistilraunum i þeim landshluta þöktu möðrur aftur
á móti 4-14% í upphafi tilraunanna. Þar tóku þær friðuninni með þökkum, og
hlutfallsleg þekja tvöfaldaðist og var 8-23% frá 3. ári. Hæstu tölurnar eru
frá Efri-Vík og Galtalæk. Utan Suðurlands virtust áhrif friðunar lítil eða
engin. Áburður virtist ekki eiga illa við möðrur, og við áburðargjöf annað
hvert ár héldu þær fyllilega hlut síniam i gróðurþekju. Við árlega áburðargjöf
drógu þær saman seglin, en héldu þó 2-8% hlut i gróðurþekju á Suðurlandi og
hurfu hvergi áburðar vegna. Möðrur voru mjög áberandi i eftirverkunarreitunum
og náðu þar fljótlega svipaðri útbreiðslu og i áburðarlausu reituniim.
Þrjár tegundir maðra fundust i tilraunum þessum:
Hvitmaðara (Galium pumilum). var útbreiddust maðranna. Hún náði 1%
gróðurþekju á 18 stöðum, en hvergi heldur meira. Litið eitt vann hún á við
friðun, en hörfaði heldur ekki undan áburðargjöf. Þetta virðist eðlileg hlut-
deild hennar i gróðurþekju á þurrlendi á láglendi um land allt óháð meðferð.
Krossmöðru (Galium borealel var yfirleitt ekki að finna á Norðurlandi.
1 tilraununum þessum kom hún aðeins fyrir að einhverju marki á fjórum stöðum
á Suðurlandi - Svinavatni, Hrosshaga, Skálmholti og Galtalæk. Þar var hlutur
hennar i gróðurþekju áburðarlausu reitanna 1-3% i upphafi, en 5-10% eftir
friðun. Krossmaðra bást við áburðargjöf á svipaðan hátt og segir um möðrur
i heild og hegðaði sér álika i eftirverkun, nema hún var sennilega þeirra
sterkust i samkeppni við grös.
Gulmaðra (Galium verum). náði 1% þekju eða meira á 10 stöðum - flestum
á Suðurlandi. Hlutdeild hennar i gróðurþekju áburðarlausu reitanna var þar
1-13% i upphafi, en 3-16% eftir friðun. Gulmaðra brást við áburðargjöf á