Fréttablaðið - 25.11.2020, Page 49
BÆKUR
Hestar
Hjörleifur Hjartarson og
Rán Flygenring
Fuglabók Hjörleifs Hjartarsonar og
Ránar Flygenring sem kom út árið
2017 er mörgum í fersku minni en
þar voru fuglar landsins skoðaðir frá
öðru sjónarhorni en í öðrum fugla-
bókum með geysiskemmtilegum
árangri.
Í Hestabókinni er róið á svipuð
mið en þó alls ekki, þar sem hestar
eru jú gerólíkir fuglum, bæði að
nýtingu og burðum, sögnum og
tengingum við menn.
Hestabókin inniheldur alls konar
fjölbreyttan fróðleik um þarfasta
þjóninn, allt frá kynningu á formóð-
ur flestra hesta fyrir 55 milljónum
ára og að hestinum Skugga-Sveini
frá Hafnarfirði sem kann að telja en
gaf stærðfræðiferilinn upp á bátinn
fyrir málaralistina.
Fjallað er um hesta frá upphafi
samlífis þeirra og manna enda
virðast hestar hafa fylgt f lestum
samfélögum manna um árþúsunda
skeið og eiga því sinn stað í flestum
þjóðarsálum. Sagt er frá goðsagna-
kenndum hestum þar sem afar
mörg trúarbrögð eiga sér hesta, bæði
vængjaða eins og Pegasus og okkar
áttfætta Sleipni og alla hina hestana
sem koma við sögu í Snorra-Eddu,
hestum í Íslendingasögunum eru
gerð góð skil sem og hestunum í
þjóðsögunum eins og honum Faxa
frá Myrká og reynt að setja sig inn
í hugarheim hans þar sem hann
stendur og horfir á Garúnu hringja
kirkjuklukkunum. Sagt er frá hest-
um sem höfðu mannsvit, hestum
sem voru sendir í bardaga og þann-
ig mætti lengja telja. Sögurnar eru
ekki allar jafn huggulegar og jafnvel
má finna uppskrift að folaldagúllasi
þannig að það má með sanni segja að
í þessari bók sé ekkert dregið undan.
Gamli sorrí Gráni eftir Megas á sér
opnu ásamt fleiri hestum í ljóðum
og söngvum og svo er auðvitað farið
í hestaliti, gangtegundir, reiðtygi og
búnað, orðtök og málshætti þar sem
hestar koma við sögu og svo mætti
lengi telja.
Texti Hjörleifs Hjartarsonar er
hnyttinn og læsilegur og býr yfir
þeim dásamlega eiginleika að vera
jafnskemmtilegur fyrir lesendur
á öllum aldri. Textinn er þó ekki
nema hálf sagan því myndir Ránar
Flygenring eru einstaklega skemmti-
legar, lýsandi, fyndnar og bæta
miklu við bæði sögur og fróðleik.
Á sumum síðum er textinn hreint
aukaatriði og jafnvel bara ekki til
staðar heldur fá myndirnar að njóta
sín og segja sínar sögur.
Í takt við mikilvægi myndanna er
mikið lagt upp úr útliti bókarinnar,
pappírinn er þykkur, brotið ekki
alveg af hefðbundinni stærð og
bókin meira í ætt við listaverkabók
en textaverk.
Fyrst og fremst er þetta þó bók um
hesta fyrir alla sem einhvern snefil af
áhuga hafa á þessum þarfasta þjóni
Íslendinga gegnum aldirnar.
Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Hestabókin er afar
falleg og skemmtileg bók sem allir unn-
endur hesta, sagna og myndskreytinga
munu njóta, sama á hvaða aldri þeir eru.
Á harðaspretti
Af lausn eftir Yrsu Sigurðar-dóttur er tilnefnd til Petrona-verðlaunanna sem besta nor-
ræna glæpasagan í Bretlandi árið
2020. Yrsa hlaut þessi sömu verð-
laun árið 2015 fyrir Brakið. Aflausn
kom fyrst út á íslensku árið 2016 og
er þriðja bókin í röðinni um Freyju
sálfræðing og Huldar lögreglu-
mann. Fyrsta bókin í f lokknum,
DNA, var valin besta glæpasaga
ársins 2016 í Danmörku, auk þess
að hljóta Blóðdropann, íslensku
glæpasagnaverðlaunin.
Yrsa hefur sent frá sér fimmtán
glæpasögur frá árinu 2005 sem
hafa selst í á sjöttu milljón eintaka,
nú síðast Bráðina sem kom út á
dögunum. Verk hennar hafa verið
gefin út á yfir þrjátíu tungumálum í
öllum byggðum heimsálfum jarðar.
Þá hefur Yrsa sent frá sér sex barna-
bækur, þar á meðal Herra Bóbó,
Amelíu og ættbrókina sem kom út
á dögunum.
Auk Yrsu eru tilnefnd til Petrona-
verðlaunanna í ár Norðmennirnir
Jörn Lier Horst, Thomas Enger og
K jel l Ol a D a h l ,
Antti Tuomainen
frá Finnlandi og
S t i n a J a c k s o n
frá Svíþjóð. Vic-
toria Cribb þýddi
Af lausn á ensku.
A f lau sn he f st
á þv í að ráðist
er á u ng l i ng s -
stúlku á salerni í
k vik my ndahúsi.
Á óhugnanlegum
m y n d s k e i ð u m
s e m s e n d e r u
vinum hennar á
Snapchat sést þessi
v i n s æ l a s t e l p a
ítrekað biðjast fyr-
irgefningar – en á
hverju og af hverju?
Lögreglan er ráða-
laus í leit sinni að
of beldismanninum
og stúlkunni, sem er
horfin. Og þá tekur
málið ískyggilega
stefnu.
Yrsa tilnefnd í Bretlandi
MÖGNUÐ OG MYRK
Mergjuð samtímafurðusaga
eftir Alexander Dan sem nálgast
þjóðsagnaarfinn og Íslandssöguna
á ferskan og afar frumlegan hátt
„Hér er eitthvað nýtt! Eins og Heimskringla og
1984 að deita í djöfullegri Reykjavík framtíðar.“
HALLGRÍMUR HELGASON
„Þessari bók gleymi ég ekki á næstunni.“
THE FANTASY INN
„... einhver metnaðarfyllsta, magnaðasta,
frumlegasta og mest hrollvekjandi
frumraun sem ég hef hnotið um lengi.“
GRIMDARK MAGAZINE
Innbundin Rafbók
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga fram að jólum | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25M I Ð V I K U D A G U R 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0