Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 7
Inngangur
5
Inngangur
Alaskalúpína á sér liðlega aldarlanga sögu hér á landi. Fyrstur til að rækta hana var
Schierbeck landlæknir sem var formaður Hins íslenska garðyrkjufélags og gerði
tilraunir til jurtaræktunar á íslandi. Hann sáði lúpínunni í Reykjavík árið 1885 en
líklegt er að fræið hafi hann fengið frá Noregi. í skýrslu Schierbecks (1886) er
lúpínan skráð undir tegundarheitinu Lupinus nootkatensis, en einnig var hann með
fjórtán aðrar amerískar og evrópskar tegundir lúpína í prófun. Getið er um ræktun
fjölærra heylúpína (Lupinus Nutcaensis og L. polyphyllos) í Gróðrarstöðinni í
Reykjavík árið 1910 (Einar Helgason 1911) og er líklegt að fyrrnefnda tegundin hafi
verið alaskalúpína. Ekki virðast aðrar heimildir vera til um tegundina frá þessum
tíma, en sennilegt er þó að plöntur af þessum gamla stofni hafi viðhaldist í litlum mæli
í görðum í Reykjavík fram á þennan dag (Jóhann Pálsson, munnlegar upplýsingar).
Haustið 1945 kom Hákon Bjarnason skógræktarstjóri með til landsins sem svaraði
tveim matskeiðum af fræi og nokkrar rætur af alaskalúpínu. Hann hafði tekið þetta á
strönd College-fjarðar í Alaska, er hann var þar við söfnun trjáfræs (Hákon Bjarnason
1946, 1981). Segja má að Hákon hafi fyrstur manna komið auga á hvað í plöntunni
bjó til uppgræðslu gróðurvana lands. Hann stóð fyrir því að hún var flutt á ýmis
svæði, einkum í girðingar Skógræktar ríkisins, og reynd við ólík skilyrði. Vakti hann
áhuga annarra á plöntunni. Af þessum efniviði Hákonar er komin lúpína sú sem
breiðst hefur ört út hér á landi og notuð er í auknum mæli til landgræðslu.
Náttúrleg heimkynni alaskalúpínunnar eru meðfram Kyrrahafsströndinni, frá
suðurhluta Bresku-Kólumbíu (50° N) í Kanada norður til suðurhluta Alaska (63° N)
og út eftir Aleutin-eyjaklasanum, allt til Attu-eyjar sem liggur þar vestast. Mun engin
plöntutegund sem bundin er við Norður-Ameríku hafa útbreiðslu jafn langt til vesturs,
en alaskalúpínunni hefur ekki tekist, fremur en öðrum lúpínutegundum, að komast
yfir Beringssundið til Síberíu (Dunn & Gillett 1966). í heimkynnum sínum finnst
lúpínan einkum með skógarjöðrum í brattlendi og skriðum, á áreyrum og
malarkömbum við sjó. Hún er fyrst og fremst strand- og eyjaplantna, en vex þó sums
staðar nokkuð inn til landsins (Dunn & Gillett 1966; Hultén 1968). Líklegt er að
samkeppni við annan gróður, svo sem hávaxnari runna og trjátegundir, takmarki
útbreiðslu lúpínunnar við þetta búsvæði, sem einkennist af tíðu raski og umróti.
Villtar lúpínur eiga sér tvö meginútbreiðslusvæði, sem eru Ameríka annars vegar
og lönd við Miðjarðarhaf og í norðanverðri Afríku hins vegar (Gross 1986). Á öðrum
svæðum vaxa þær ekki í náttúrlegum heimkynnum. Talið er að uppruna
lúpínuættkvíslarinnar megi rekja til svæðis sem nú er í norðausturhluta Brasilíu. Fyrir