Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 13

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 13
Vöxtur og uppskera 11 2. mynd. Lofthiti í 2 m hæð og jarðvegshiti á 20 cm dýpi á Korpu 1987 og 1988. Punktar standa fyrir meðaltöl næstu 7 daga á undan. Athuganir fóru fram daglega kl. 9 að morgni. (Hólmgeir Björnsson 1987; Hólmgeir Björnsson 1988). Figure 2. Air temperature at 2 m and soil temperature at a 20 cm depth, at Korpa in 1987 and 1988. Each value is a mean ofone week. Measurements were done on a daily at 9:00 AM. Vöxtur og uppskera stakra plantna á Korpu Aðferðir í lúpínuakrinum á Korpu voru lögð út tvö 50 m snið og 50 lúpínuplöntur valdar af handahóft og merktar á hvoru fyrir sig. Þetta var gert bæði sumarið 1987 og 1988. Uppskerumælingar 1987. Sumrinu var skipt í 5 sláttutíma með þriggja vikna bili frá 2. júní til 26. ágúst (þá sömu og í fyrri tilraun). Á hverjum sláttutíma voru 10 plöntur hæðarmældar, stönglar taldir, þær klipptar niður við rót og vegnar. Síðan voru þær þurrkaðar í hitaskáp við 60 °C og þurrvigt þeirra fundin. Uppskerumælingar 1988. Sumrinu var eins og áður skipt í 5 sláttutíma frá 30. maí til 22. ágúst. Framkvæmdin var að öllu leyti eins og árið 1987 nema að þegar þurrvigt hafði verið fundin voru plönturnar aðgreindar í stöngla, blöð og blóm/belgi og plöntuhlutarnir þurrkaðir og vegnir sérstaklega. Niðurstöður Plöntumar voru að stækka allt sumarið. Bæði árin var hæðarvöxtur mestur fyrri hluta sumars (3. mynd). í lok ágúst voru plöntumar að meaðltali orðnar 110-125 cm háar, en hæsta plantan sem mæld var reyndist vera 160 cm (2. viðauki). Stöngulfjöldi var mjög misjafn eftir plöntum, sú minnsta hafði aðeins 2 stöngla en sú stærsta 100. Ekki urðu neinar meiriháttar breytingar á fjölda stöngla yfir sumarið (3. mynd). Þær

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.