Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 18

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 18
16 1. kafli Vöxtur stakra plantna á Keldnaholti Aðferðir Til mælinga var valinn hálfgróinn melur á Keldnaholti sem lúpína var að breiðast út á. Fjörutíu plöntur voru valdar af handahófi og þær merktar. Þær voru af öllum stærðum og ýmist inn í breiðu eða stakar utan breiðu. Lúpínu var fyrst plantað á Keldnaholti af Ingólfi Davíðssyni í kringum 1970. Hún mun þó ekki hafa verið farin að deifast neitt að ráði þegar ýmsar tilraunasáningar á lúpínu hófust þar á vegum Rala árið 1977 (Andrés Arnalds, munnlegar upplýsingar). Fylgst var reglulega með breytingum á hæð, ummáli og fjölda stöngla sömu plantna í tvö sumur. Mælingar voru gerðar: 26. maí, 3. júní, 22. júní, 13. júlí og 6. ágúst árið 1987 og 1. júní, 21. júní, 11. júlí, 2. ágúst og 22. ágúst árið 1988. Einnig var fjöldi skálpa talinn á nokkrum plöntum við lok athugunarinnar 1988. Töluverð afföll urðu á plöntunum á athugunartímanum sökum vegalagningar yfir hluta svæðisins og þess að merkingar töpuðust frá plöntum. Þar sem fylgst var með sömu plöntunum yfir tvö vaxtartímabil var hægt að skoða ýmsa þætti í vexti þeirra sem ekki komu í ljós við uppskerumælingamar. Niðurstöður Vaxtarferillinn var í meginatriðum eins yfir bæði vaxtartímabilin (8. mynd). Plönturnar tóku út mest af hæðarvexti sínum fyrir 20 júní. Sumarið 1987 hækkuðu plönturnar lítið eftir það, en 1988 héldu þær áfram að hækka út ágúst. Ummál jókst nokkuð eftir því sem leið á vaxtartímann og á milli ára. Fjöldi stöngla virtist vera ákveðinn í upphafi hvers vaxtartíma og breyttist lítið eftir það. Meðalstöngulfjöldi plantnanna jókst um 30% á milli ára og ummál um tæp 10% miðað við mælingarnar sem gerðar voru um 20. júní bæði árin. Á 9. mynd eru dregnar saman helstu upplýsingar sem fengust um vaxtar- og þroskaferil lúpínunnar yftr sumarið. Breytingar á fjölda stöngla voru skoðaðar með tilliti til stærðar hverrar plöntu (10. mynd). f ljós kom að fjölgun stöngla milli ára var hlutfallslega mest hjá minnstu plöntunum og úr henni dró með stærð þeirra. Út frá þessum upplýsingum og niðurstöðum, sem fengist hafa úr rannsóknum á vexti lúpínu frá kímplöntustigi til 3. árs (Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon, óbirt gögn), var reynt að draga upp mynd af vexti og þroska lúpínuplantna á fyrri hluta æviskeiðs (11. mynd).

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.