Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 18

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 18
16 1. kafli Vöxtur stakra plantna á Keldnaholti Aðferðir Til mælinga var valinn hálfgróinn melur á Keldnaholti sem lúpína var að breiðast út á. Fjörutíu plöntur voru valdar af handahófi og þær merktar. Þær voru af öllum stærðum og ýmist inn í breiðu eða stakar utan breiðu. Lúpínu var fyrst plantað á Keldnaholti af Ingólfi Davíðssyni í kringum 1970. Hún mun þó ekki hafa verið farin að deifast neitt að ráði þegar ýmsar tilraunasáningar á lúpínu hófust þar á vegum Rala árið 1977 (Andrés Arnalds, munnlegar upplýsingar). Fylgst var reglulega með breytingum á hæð, ummáli og fjölda stöngla sömu plantna í tvö sumur. Mælingar voru gerðar: 26. maí, 3. júní, 22. júní, 13. júlí og 6. ágúst árið 1987 og 1. júní, 21. júní, 11. júlí, 2. ágúst og 22. ágúst árið 1988. Einnig var fjöldi skálpa talinn á nokkrum plöntum við lok athugunarinnar 1988. Töluverð afföll urðu á plöntunum á athugunartímanum sökum vegalagningar yfir hluta svæðisins og þess að merkingar töpuðust frá plöntum. Þar sem fylgst var með sömu plöntunum yfir tvö vaxtartímabil var hægt að skoða ýmsa þætti í vexti þeirra sem ekki komu í ljós við uppskerumælingamar. Niðurstöður Vaxtarferillinn var í meginatriðum eins yfir bæði vaxtartímabilin (8. mynd). Plönturnar tóku út mest af hæðarvexti sínum fyrir 20 júní. Sumarið 1987 hækkuðu plönturnar lítið eftir það, en 1988 héldu þær áfram að hækka út ágúst. Ummál jókst nokkuð eftir því sem leið á vaxtartímann og á milli ára. Fjöldi stöngla virtist vera ákveðinn í upphafi hvers vaxtartíma og breyttist lítið eftir það. Meðalstöngulfjöldi plantnanna jókst um 30% á milli ára og ummál um tæp 10% miðað við mælingarnar sem gerðar voru um 20. júní bæði árin. Á 9. mynd eru dregnar saman helstu upplýsingar sem fengust um vaxtar- og þroskaferil lúpínunnar yftr sumarið. Breytingar á fjölda stöngla voru skoðaðar með tilliti til stærðar hverrar plöntu (10. mynd). f ljós kom að fjölgun stöngla milli ára var hlutfallslega mest hjá minnstu plöntunum og úr henni dró með stærð þeirra. Út frá þessum upplýsingum og niðurstöðum, sem fengist hafa úr rannsóknum á vexti lúpínu frá kímplöntustigi til 3. árs (Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon, óbirt gögn), var reynt að draga upp mynd af vexti og þroska lúpínuplantna á fyrri hluta æviskeiðs (11. mynd).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.