Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 24

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 24
22 l.kafli Umræður Yaxtar- og þroskaferill lúpínu yfír sumarið Lúpínan tekur snemma við sér á vorin. Vöxtur fullorðinna plantna hefst oft um miðjan maí suðvestanlands og plönturnar halda áfram að vaxa fram í fyrstu frost (10. mynd). Lúpína sem slegin var um mánaðamótin maí-júní 1987 á Korpu hafði tekið út um 50% hæðarvaxtar og um 15-30% uppskeru í lok ágúst. Á sama tíma árið 1988 hafði lúpínan hins vegar ekki náð nema um 30-40% af hæðarvexti og tæpum 10% af lokauppskeru (1. og 3. mynd). Lúpínan hefur því sennilega tekið seinna við sér vorið 1988 en 1987. Þegar veðurfarsgögn frá þessum tveimur árum voru skoðuð kom í ljós að jarðvegshiti var töluvert lægri framan af sumri 1988 (2. mynd). Það er því líklegt að hitafar ráði miklu um hvenær plönturnar hefja vöxt að vori. Lúpínan tekur fljótt við sér og hún leggur mikið til hæðarvaxtar í upphafi vaxtartíma. Þetta bætir samkeppni- stöðu hennar gagnvart tegundum sem eru seinni til og keppa við hana um birtu. Skjót viðbrögð við vorkomu einkenndu einnig tvær lúpínutegundir, Lupinus latifolius og L lepidus, sem Kerle (1986) rannsakaði í 1650-2000 m hæð yfir sjó, við Crater Lake í Oregon, Bandaríkjunum. L. latifolius er náskyld alaskalúpínunni og finnst í fjalllendi í vesturhluta Kanada og Bandaríkjanna, allt frá Alaska suður til Kaliforníu. L. lepidus er einnig fjallategund en útbreiðsla hennar nær mun skemur til norðurs (Dunn & Gillett 1966; Braatne 1989). Við Crater Lake tóku sprotar L. latifolius að vaxa innan viku eftir að snjóa leysti og þeir náðu fullri stærð á aðeins fimm vikum. Vöxtur L lepidus að vorinu var enn hraðari en hjá L. latifolius. Uppskera af lúpínureitum jókst ekki jafnt yfir sumarið á Korpu (1. mynd). Hlutfall þurrefnis hjá stökum plöntum á sama svæði jókst hins vegar nokkuð línulega (4. mynd). Sama má segja um uppskeru stakra plantna þegar henni hafði verið umbreytt í þurrvigt á hvern stöngul (5. mynd). Það er því líklegt að sveiflurnar stafi fremur af breytileika milli reita en að þær sýni raunverulegar sveiflur í vexti plantnanna. Vöxtur lúpínu er samkvæmt þessum niðurstöðum nokkuð stöðugur yfir sumarið, a.m.k. suðvestanlands, og sveiflur í veðurfari virðast ekki hafa afgerandi áhrif á sprettuna. Plantan virðist því vera vel aðlöguð að þeim skilyrðum sem þar ríkja. Líklegt er að þetta eigi einnig við um úrkomusamari svæði landsins Mikilvægt er að fóðurplöntur þoli vel sveiflur í veðurfari, þannig að ekki verði uppskerubrestur þegar illa árar. Það gerðist einmitt með einæra sætlúpínu (Lupinus angustifolius) sem reynd var í fóðrunartilraunum í Gunnarsholti 1983 (Ólafur Guðmundsson o.fl. 1984). Fróðlegt er að huga að hlutföllum einstakra hluta alaskalúpínunnar yfir vaxtar- tímann. Við fyrstu mælingu í sumarbyrjun á Korpu voru laufblöð meir en helmingur af þyngd sprota, en eftir því sem leið á sumarið og plantan hækkaði þá vógu stönglar hlutfallslega meira og námu yfir 60% af sprotaþyngd í lok sumars. Blómhluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.