Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 28

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 28
26 1. kafli stöngulfjöldi nái hámarki á miðri ævi plöntunnar en fari síðan eitthvað minnkandi er hún tekur að eldast. Taka verður fram að það sem hér hefur verið sagt á við um plöntur sem flestar vaxa, stakar utan breiðu, án mikillar samkeppni við aðrar lúpínuplöntur. Við vistfræðirannsóknir á lúpínu, sunnanlands og norðan, sumarið 1993 var reynt að ákvarða stöngulfjölda planta í gömlum breiðum. Reyndist hann vera mjög breytilegur milli staða eða 7-41 stöngull að meðaltali. Meðalhæð plantnanna var hins vegar á bilinu 49-118 cm. Stærstar voru plöntur í breiðum á Kvískerjum í Öræfum og í Hrísey á Eyjafirði, en minnstar á Ytrafjalli í Aðaldal og á Húsavík (Borgþór Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson, óbirt gögn). Líklegt er að stærð einstakra plantna ráðist bæði af veðurfarsskilyrðum og þéttleika plantnanna í breiðunum. Ekki er vitað hversu gamlar alaskalúpínur geta orðið. Þó eru þekkt dæmi þar sem þær hafa verið ræktaðar í blómabeðum um töluverðan tíma. Eitt slíkt er frá Flúðum í Hrunamannahreppi. Þar var nokkrum lúpínuplöntum plantað í blómabeð fyrir 27 árum (1968). Sama ár var lúpínuplöntum einnig plantað í moldir og grasfræi sáð sem myndaði þéttan svörð og kom í veg fyrir frekari útbreiðslu lúpínunnar. í dag eru plönturnar enn á sömu stöðum og mjög trúlega er þar um sömu einstaklinga að ræða, þó ekki verði það fullsannað (Anna Björk Matthíasdóttir, munnlegar upplýsingar). Það má því ætla að við góðar aðstæður geti alaskalúpínan náð 20-30 ára aldri. Eins og áður var getið er talið að Lupinus latifolius, sem er náskyld alaskalúpínunni, hafi 8- 15 ára æviskeið (Braatne 1989; Halvorson 1989). Trjálúpínan L. arboreus er hins vegar talin lifa innan við 10 ár í sínu náttúrlega umhverfi (Pitelka 1977), en á námahaugum í Bretlandi virðast einstaklingar lifa í aðeins 5-6 ár (Palaniappan o.fl., 1979). Tegundin L. lepidus hefur einnig fremur stutt æviskeið og lýkur lífsferli sínum á 3-5 ámm (Braatne 1989). Ævilengd plantnanna hlýtur að hafa afgerandi áhrif á hve lengi tegundin er til staðar á tilteknu svæði. Ef spímnar- og uppvaxtarskilyrði versna fyrir ungplöntur við gróðurframvindu í breiðunum getur lúpínan horfið úr landi við það að gömlu plönturnar ljúka æviskeiði sínu. Haldist hins vegar áfram hagstæð spírunar- og uppvaxtarskilyrði í breiðunum ættu fræplöntur lúpínunnar að geta fyllt í skörðin eftir gömlu plönturnar. Ætti lúpínan að viðhaldast meðan það ástand varir. Uppskera í Iúpínubreiðum Alaskalúpína er uppskerumikil planta. í sjö til átta ára gamalli breiðu á Korpu var uppskera í ágústlok milli 700 og 800 g þv. nr2 sumurin 1987 og 1988 (1. mynd). í Múlakoti í Fljótshlíð reyndist uppskera lúpínu í um 40 ára gamalli breiðu vera enn meiri í byrjun september 1993, eða að meðaltali um 990 g þv. nr2 . Að auki var uppskera af öðrum blómplöntum í breiðunni 200 g m-2. Annars virðist algengt að uppskera í lúpínubreiðum sé á bilinu 300-700 g þv. nr2 í sumarlok (Borgþór

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.