Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 28

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 28
26 1. kafli stöngulfjöldi nái hámarki á miðri ævi plöntunnar en fari síðan eitthvað minnkandi er hún tekur að eldast. Taka verður fram að það sem hér hefur verið sagt á við um plöntur sem flestar vaxa, stakar utan breiðu, án mikillar samkeppni við aðrar lúpínuplöntur. Við vistfræðirannsóknir á lúpínu, sunnanlands og norðan, sumarið 1993 var reynt að ákvarða stöngulfjölda planta í gömlum breiðum. Reyndist hann vera mjög breytilegur milli staða eða 7-41 stöngull að meðaltali. Meðalhæð plantnanna var hins vegar á bilinu 49-118 cm. Stærstar voru plöntur í breiðum á Kvískerjum í Öræfum og í Hrísey á Eyjafirði, en minnstar á Ytrafjalli í Aðaldal og á Húsavík (Borgþór Magnússon og Bjarni Diðrik Sigurðsson, óbirt gögn). Líklegt er að stærð einstakra plantna ráðist bæði af veðurfarsskilyrðum og þéttleika plantnanna í breiðunum. Ekki er vitað hversu gamlar alaskalúpínur geta orðið. Þó eru þekkt dæmi þar sem þær hafa verið ræktaðar í blómabeðum um töluverðan tíma. Eitt slíkt er frá Flúðum í Hrunamannahreppi. Þar var nokkrum lúpínuplöntum plantað í blómabeð fyrir 27 árum (1968). Sama ár var lúpínuplöntum einnig plantað í moldir og grasfræi sáð sem myndaði þéttan svörð og kom í veg fyrir frekari útbreiðslu lúpínunnar. í dag eru plönturnar enn á sömu stöðum og mjög trúlega er þar um sömu einstaklinga að ræða, þó ekki verði það fullsannað (Anna Björk Matthíasdóttir, munnlegar upplýsingar). Það má því ætla að við góðar aðstæður geti alaskalúpínan náð 20-30 ára aldri. Eins og áður var getið er talið að Lupinus latifolius, sem er náskyld alaskalúpínunni, hafi 8- 15 ára æviskeið (Braatne 1989; Halvorson 1989). Trjálúpínan L. arboreus er hins vegar talin lifa innan við 10 ár í sínu náttúrlega umhverfi (Pitelka 1977), en á námahaugum í Bretlandi virðast einstaklingar lifa í aðeins 5-6 ár (Palaniappan o.fl., 1979). Tegundin L. lepidus hefur einnig fremur stutt æviskeið og lýkur lífsferli sínum á 3-5 ámm (Braatne 1989). Ævilengd plantnanna hlýtur að hafa afgerandi áhrif á hve lengi tegundin er til staðar á tilteknu svæði. Ef spímnar- og uppvaxtarskilyrði versna fyrir ungplöntur við gróðurframvindu í breiðunum getur lúpínan horfið úr landi við það að gömlu plönturnar ljúka æviskeiði sínu. Haldist hins vegar áfram hagstæð spírunar- og uppvaxtarskilyrði í breiðunum ættu fræplöntur lúpínunnar að geta fyllt í skörðin eftir gömlu plönturnar. Ætti lúpínan að viðhaldast meðan það ástand varir. Uppskera í Iúpínubreiðum Alaskalúpína er uppskerumikil planta. í sjö til átta ára gamalli breiðu á Korpu var uppskera í ágústlok milli 700 og 800 g þv. nr2 sumurin 1987 og 1988 (1. mynd). í Múlakoti í Fljótshlíð reyndist uppskera lúpínu í um 40 ára gamalli breiðu vera enn meiri í byrjun september 1993, eða að meðaltali um 990 g þv. nr2 . Að auki var uppskera af öðrum blómplöntum í breiðunni 200 g m-2. Annars virðist algengt að uppskera í lúpínubreiðum sé á bilinu 300-700 g þv. nr2 í sumarlok (Borgþór
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.