Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 34

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 34
32 2. kafli Endurvöxtur stakra plantna Aðferðir Fylgst var með endurvexti stakra lúpínuplantna á Korpu. Þær höfðu verið slegnar 10 í senn á fimm mismunandi sláttutímum sumurin 1987 og 1988 (Sjá 1. kafla). Endurmat fór fram 20. september 1988 og 20. júní 1989. Skráð voru afföll á lúpínuplöntum, svo og hæð og fjöldi stöngla plantna sem þoldu slátt. Niðurstöður Um 70-100% plantna sem slegnar voru í júníbyrjun og í ágúst uxu upp aftur að ári liðnu (4. tafla). Tveimur árum eftir slátt var þetta hlutfall óbreytt. Sláttur í júnílok og í júlí hafði mun neikvæðari áhrif á lúpínuna. Þar var einnig munur á milli ára. Um 10-40% plantna sem slegnar vom á þessum tíma 1987 höfðu vaxið upp aftur ári síðar, en um 60-80% þeirra sem slegnar voru 1988. Tveimur árum eftir slátt höfðu nokkrar plöntur vaxið upp sem taldar voru dauðar árið áður (4. tafla). Samsvarandi breytingar mátti sjá á fjölda stöngla og hæð plantna eftir því hvenær þær voru slegnar árið 1987 og 1988. Mestar urðu breytingarnar í júnílok 1987 og um miðjan júlí 1988. Neikvæð áhrif voru almennt minni eftir sláttinn 1988 en 1987. Tveimur árum eftir slátt hafði heldur dregið úr muni milli sláttutíma (5. tafla). Til að líta nánar á áhrif sláttar á plönturnar var reiknuð út breyting á fjölda stöngla frá því þær voru slegnar í akrinum (13. mynd, 5. tafla). Niðurstaðan var sú að stönglulfjöldi var mun minni ári eftir slátt á öllum sláttutímum nema í ágústlok. Neikvæðu áhrifin voru í öllum tilfellum ekki eins mikil eftir sláttinn 1988 eins og 1987. Tveimur árum eftir slátt vom stönglar enn hlutfallslega fæstir hjá plöntum sem voru slegnar í júnílok og um miðjan júlí, eða aðeins um 20% af upphaflegum stöngulfjölda. Plöntur sem slegnar voru á fyrsta sláttutíma höfðu um 40% af upphaflegum stöngulfjölda og þær sem slegnar voru í ágústbyrjun höfðu um 80%. Stönglum hafði hins vegar fjölgað um 30% hjá plöntum sem voru slegnar í lok ágúst (13. mynd, 5. tafla).

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.