Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 37

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 37
Áhrif sláttar 35 Umræður Samband sláttutíma og uppskeru Sláttur getur haft mjög neikvæð áhrif á alaskalúpínu. Áhrifin fara þó mjög eftir sláttutíma (sjá: 10.-14. ljósmynd). Þau eru mest ef slegið er á tímabilinu frá miðjum júní og fram í júlí. Þá eru afföll plantnanna mikil og þær sem ná að vaxa upp aftur hafa mun færri stöngla og eru lágvaxnari en áður (4. og 5. tafla). Þekja lúpínu sem slegin var á þessum tíma féll úr 100% niður í 0-10% og hélst þannig næstu tvö ár. Uppskera af þessum reitum var einungis 80-115 g þv. m-2 tveimur árum eftir slátt (12. mynd), en hafði áður verið um 700-780 g þv. nr2 (1. mynd). Það getur því greinilega tekið lúpínubreiðu mörg ár að ná fyrri uppskeru ef sláttur fer fram á þessu viðkvæma tímabili. Sláttur í byrjun eða lok sumars hefur mun minni áhrif á endurvöxt lúpínu. Afföll eru þá mun minni (4. tafla). Stönglum fækkaði þó töluvert við vorslátt, en haustsláttur hafði hverfandi áhrif á stöngulfjölda og hæðarvöxt (5. tafla). Tveimur árum eftir slátt á þessum tíma var þekja lúpínu um 70-80% og uppskera var um 500-530 g þv. nr2 (12. mynd). Slátturinn 1988 hafði almennt ekki eins mikil áhrif á plönturnar og slátturinn árið áður. Það má geta þess að vöxtur fór seinna af stað vorið 1988 (1. kafli). Sláttu- tímarnir hafa því sennilega ekki fallið á sömu þroskastig hjá lúpínunni bæði árin. Árferði og vaxtarskilyrði á hverjum stað skipta því máli þegar spá á fyrir um áhrif sláttar á lúpínuna. Athyglisvert er að bera saman samband sláttutíma á uppskeru (12. mynd) og söfnun rótarforða hjá lúpínunni (1. tafla). Þar virðist vera góð samsvörun á milli neikvæðra áhrifa af slætti og þess tímabils þar sem rót lúpínunnar er léttust miðað við sprota. Lúpínur sem vaxa til fjalla í Norður-Ameríku eru almennt taldar mynda mikinn rótarforða (Kerle 1985; Braatne 1989). Forðasöfnun plantna er einmitt talin geta verið lykilatriði í hvemig og hvort þær ná sér eftir beit eða slátt (Archer & Tieszen 1986). Það má því ætla að á vorin, þegar forði er enn í rótum, þoli lúpína slátt tiltölulega vel. Um mitt sumar hefur hins vegar gengið á forðann og er lúpína þá mjög viðkvæm fyrir slætti. Er dregur að hausti eykst rótarforði að nýju og þolir lúpína þá slátt betur. Nýliðun lúpínu eftir slátt Greinilegt var að þekja ungplantna lúpínunnar var mest á reitum þar sem plöntur höfðu horfið vegna sláttar (12. mynd, c). Það tekur lúpínuna nokkur ár að ná fullri stærð (1. kafli). Ungplönturnar auka því uppskeru lítið fyrstu árin eftir slátt. Mælingar voru ekki gerðar á reitunum eftir 1989, en sumarið 1994 var lúpínubreiðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.