Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 41

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Side 41
Frjóvgun og fræsetning 39 Rétt fyrir blómgun (2. júní 1987) voru bundnir pokar (u.þ.b. 20x40 cm, saumaðir úr akríl yfirbreiðsludúk) yfir einn blómstöngul, sem valinn var af handahófi, á hverri plöntu. Næsti blómstöngull við hliðina var merktur til samanburðar. í umfjöllun hér eftir er rætt um "pokaða" og "ópokaða" stöngla til að aðgreina þessar mismunandi meðferðir. Þegar aldinmyndun var vel á veg komin (6. ágúst 1987), voru stönglar skornir og settir í frysti til síðari greiningar. Á hverjum blómstöngli voru eftirfarandi atriði metin: lengd aðalblómskipunar, fjöldi blóma (ör eftir blómleggi meðtalin), belgja og fræja í aðalblómskipan, fjöldi hliðarstöngla, fjöldi blóma, belgja og fræja á hliðarstönglum. Til að skoða hvort nánasta umhverfi hefði áhrif á fræsetu var lúpínuplöntunum skipt í þrjá flokka í úrvinnslunni, eftir tegund gróðurlendis sem þær uxu í, þ.e. mel (flokkur I), lúpínubreiðu (flokkur II), og annað gróðurlendi, svo sem jaðar, mosa- þemba og lyng (flokkur III). Niðurstöður Niðurstöður eru byggðar á athugunum á 27 plöntum, þar sem pokaðir blómstönglar höfðu brotnað í þremur tilvikum. Blóm og fræ mynduðust aðeins á 15 hliðarstönglum af 115 alls. Hliðarstönglum er því sleppt í úrvinnslu. Meðaltöl nokkurra mæliþátta á pokuðum og ópokuðum blómstönglum eru sýnd í 6. töflu. Ópokaðir stönglar mynduðu 15,2 belgi með 5,2 fræjum í hverjum, eða um 79 fræ að jafnaði. Belg- og fræmyndun var marktækt minni á pokuðum stönglum (t- próf, P<0,05) en ópokuðum. í báðum tilvikum munaði um 30%. Munur á fjölda hliðarstöngla, lengd blómskipunar, fjölda blóma í blómskipun og fjölda fræja í hverjum belg var ekki marktækur milli samanburðarhópanna. Hlutfall fræframleiðslu í og utan poka var afar breytilegt milli einstakra plantna (14. mynd). Engin eða hverfandi fræmyndun var á pokuðum stönglum fjögurra athugunarplantna. Hjá þremur plöntum var fræframleiðsla heldur meiri á pokuðum en ópokuðum stönglum. Athugun á fylgni milli fræsetu og ýmissa vaxtarþátta hjá plöntunum sýndi nokkuð sterka neikvæða fylgni (-0,617) milli hæðar plöntunnar og fræsetu í pokum. Sambærileg fylgni (-0,111) reyndist ekki til staðar hjá ópokuðum stönglum (7. tafla) Lúpínuplöntur sem uxu í breiðunni (flokkur II) voru að meðaltali marktækt hávaxnari en aðrar plöntur (8. tafla). Meðallengd blómskipunar mældist einnig mest á ópokuðum stönglum í lúpínubreiðunni, en blómafjöldi var mestur á pokuðum stönglum í blönduðu gróðurlendi (flokkur III). Pokaðir stönglar inni í lúpínubreiðunni (flokkur II) framleiddu 5-6 sinnum minna fræ en samsvarandi stönglar á plöntum sem uxu í jaðri breiðu eða stakar utan hennar (8. tafla).

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.