Fjölrit RALA - 15.02.1995, Blaðsíða 44
42
3. kafli
Umræður
Varhugavert er að draga víðtækar ályktanir af rannsókn sem takmarkast við lítið
svæði og stendur aðeins eitt sumar. Þó verður ekki látið hjá líða að spá aðeins í
niðurstöðurnar í víðara samhengi.
Að því gefnu að minni fræseta í pokum stafi af útilokun hunangsflugna fremur en
beinum áhrifum af pokunum sjálfum er lúpína að meðaltali um 70% sjálffrjóvga.
Mikill breytileiki meðal einstaklinga, hvað varðar hlutfall sjálf- og víxlfrjóvgunar,
bendir til að unnt sé að kynbæta alaskalúpínuna fyrir þetta hlutfall í hvora áttina sem
er.
Fræðilegt hámark belgja á hverjum stöngli er jafnt fjölda blóma eða nálægt 65.
Fjöldi eggbúa í hverjum belg liggur á bilinu 8-12, þannig að hámarksframleiðsla á
stöngul gæti að meðaltali numið um 650 fræjum. Miðað við þessar tölur er meðal
belg- og fræmyndun hjá ópokuðum stönglum um 26% og 13% af líffræðilegu
hámarki. í pokum er hún 17,2% og 9,7% af hámarki.
Neikvæð fylgni milli hæðar lúpínuplantna og sjálffrævunar er athyglisverð og gæti
bent til þess að lúpínuplöntur dragi úr framleiðslu sjálffrjóvgaðs fræs með aldri. Að
jafnaði er líklegt að yngstu plönturnar finnist í jaðri, en þær elstu inni í breiðum Fyrir
ungar jaðarplöntur er væntanlega hagstætt að framleiða sem mest af fræi með öllum
ráðum, en fyrir eldri plöntur í breiðum fara gæðin að skipta meira máli. Framleiðsla
víxlfrjóvgaðs fræs er því aukin á kostnað sjálffrjóvgaðs. Ef þessi neikvæða fylgni
réðist eingöngu af aldri og/eða næringarástandi plöntunnar ætti hún að koma jafnt
fram hjá ópokuðum stönglunum.
Líklega má rekja stærðarmun lúpínuplantna milli gróðurlenda að mestu til aldurs
þeirra (plöntur í breiðunni eru væntanlega elstar frá sáningu) og e.t.v. næringar-
ástands. Hæðarmunur skýrist þó væntanlega að einhverju leyti af skjóláhrifum innan
breiðunnar. Hæðarmunurinn endurspeglast í marktækt lengstri blómskipan á
ópokuðum stönglum í breiðunni. Þessi munur kemur ekki fram á stönglum með poka
vegna vaxtarhindrandi áhrifa pokanna.
Ólíldegt er að skjóláhrif (þ.e. minni vindhristingur og þess vegna minni sjálf-
frjóvgun) geti að fullu skýrt litla framleiðslu sjálffrjóvgaðs fræs inni í lúpínubreiðunni
þar sem enginn munur kemur fram á ópokuðum stönglum hvað þetta snertir.
Niðurstöðurnar sýna með öðrum orðum að hlutfallslega langmest er framleitt af
víxlfrjóvguðu fræi inn í breiðunni. Þetta rennir frekari stoðum undir þá tilgátu, sem
sett var fram hér að ofan, að áhersla á víxlfrjóvgun aukist með aldri og næringar-
ástandi plötunnar. í svipaða átt bendir sú staðreynd að fræmyndun í pokum, sem
hlutfall af blómfjölda, er langhæst á melnum eða 14,8% miðað við 2,2% í
lúpínubreiðunni og 8,4% annars staðar.