Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 48

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 48
46 4. kafli Niðurstöður Próteininnihald lúpínusprota (ofanvöxtur) var hlutfallslega mest á fyrsta sláttutíma 1987, eða að meðaltali um 30% af þurrefni plöntunnar. Það féll síðan hratt þegar líða tók á júní (var að meðaltali um 15% í júnílok) og hélt svo áfram að smálækka út vaxtartímann og var komið niður í um 12% í ágústlok (15. mynd, a). Blöð, stönglar og blóm lúpínunnar höfðu öll hlutfallslega mest próteininnihald á fyrsta sláttutíma 1988, eða um 35%. Eftir því sem leið á sumarið minnkaði hlutfallið tiltölulega mest í stönglunum, og var fallið niður í tæp 20% strax í júnílok. í lok ágúst var prótein- hlutfall blaðhluta og belgja um 15-20% af þurrvigt en ekki nema um 8% hjá stönglum (16. mynd). Sambærilegar niðurstöður fengust einnig fyrir sprota 1991, en próteininnihald róta jókst hins vegar eftir því sem leið á vaxtartímann. Um miðjan júní var það um 10%, en í byijun september var það komið upp í 15% (20. mynd). Öskuinnihald var í kringum 8% af þurrvigt í sprotum og breyttist lítið yfir vaxtartímann (15. mynd, a). Þegar einstaka plöntuhlutar voru skoðaðir sást að öskuinnihald var svipað í þeim öllum í byrjun vaxtartímans, eða um 8%. Þegar líða tók á sumarið breyttist hlutfallið. Það hafði aukist upp í 10% í blöðum í lok ágúst, en minnkað í stönglum og blómum/belgjum og var komið niður í um 5% í ágústlok (16. mynd). í rótum hélst öskuinnihald í 7-8% yfir athugunartímann 1991 (20. mynd). Þó að öskuinnihald væri stöðugt þá var töluverð sveifla á hlutfallslegu magni steinefna í lúpínusprotum 1987. Kalí (K) og fosfór (P) minnkuðu eftir sem leið á vaxtartímann, natríum (Na) og kalsíum (Ca) virtust heldur aukast og magnesíum (Mg) stóð í stað (15. mynd, c og d). Þegar einstaka plöntuhlutar voru skoðaðir komu einnig fram mismunandi sveiflur milli þeirra. Kalsíum var mest í blöðum í upphafi vaxtartímans 1988, um 0,7% á móti 0,4% í stönglum og blómum. Er leið á sumarið jókst hlutfall þess í blöðum enn frekar og var orðið rúm 2% í ágústlok. Hlutfall kalsíums breyttist hins vegar lítið í stönglum og blómum/belgjum (18. mynd). Magnesíum jókst líka í blöðum lúpínu (úr um 0,3% í um 0,6% yfir vaxtartímabilið 1988) en stóð í stað (í kringum 0,3%) í stönglum og blómum/belgjum plantnanna. Styrkur kalís var mestur í stönglum, um 3%, í sumarbyrjun. Hann var um 2-2,5% í blöðum og blómum. Hlutfall kalís í blöðum minnkaði jafnt og þétt er leið á sumar og var komið í um 1,3% í ágústlok. Það minnkaði hins végar lítið í stönglum og blómum/belgjum fram í júlí, en eftir það fór það að minnka (18. mynd). Breytingar á hlutfalli steinefna í þurrefni sprota 1991 voru mjög líkar því sem áður sást á sömu tímum 1987. Það var helst 'að kalí (K) sýndi annað mynstur, en styrkur þess var mestur við fyrstu uppskerumælingu (u.þ.b. 2%), lækkaði síðan niður í u.þ.b. 1% um miðjan júlí, en var orðinn 1,4% í byrjun september. í rótum plantnanna jókst hins vegar hlutfallslegur styrkur natríums, fosfórs, kalís og kalsíums er leið á

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.