Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 48

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Síða 48
46 4. kafli Niðurstöður Próteininnihald lúpínusprota (ofanvöxtur) var hlutfallslega mest á fyrsta sláttutíma 1987, eða að meðaltali um 30% af þurrefni plöntunnar. Það féll síðan hratt þegar líða tók á júní (var að meðaltali um 15% í júnílok) og hélt svo áfram að smálækka út vaxtartímann og var komið niður í um 12% í ágústlok (15. mynd, a). Blöð, stönglar og blóm lúpínunnar höfðu öll hlutfallslega mest próteininnihald á fyrsta sláttutíma 1988, eða um 35%. Eftir því sem leið á sumarið minnkaði hlutfallið tiltölulega mest í stönglunum, og var fallið niður í tæp 20% strax í júnílok. í lok ágúst var prótein- hlutfall blaðhluta og belgja um 15-20% af þurrvigt en ekki nema um 8% hjá stönglum (16. mynd). Sambærilegar niðurstöður fengust einnig fyrir sprota 1991, en próteininnihald róta jókst hins vegar eftir því sem leið á vaxtartímann. Um miðjan júní var það um 10%, en í byijun september var það komið upp í 15% (20. mynd). Öskuinnihald var í kringum 8% af þurrvigt í sprotum og breyttist lítið yfir vaxtartímann (15. mynd, a). Þegar einstaka plöntuhlutar voru skoðaðir sást að öskuinnihald var svipað í þeim öllum í byrjun vaxtartímans, eða um 8%. Þegar líða tók á sumarið breyttist hlutfallið. Það hafði aukist upp í 10% í blöðum í lok ágúst, en minnkað í stönglum og blómum/belgjum og var komið niður í um 5% í ágústlok (16. mynd). í rótum hélst öskuinnihald í 7-8% yfir athugunartímann 1991 (20. mynd). Þó að öskuinnihald væri stöðugt þá var töluverð sveifla á hlutfallslegu magni steinefna í lúpínusprotum 1987. Kalí (K) og fosfór (P) minnkuðu eftir sem leið á vaxtartímann, natríum (Na) og kalsíum (Ca) virtust heldur aukast og magnesíum (Mg) stóð í stað (15. mynd, c og d). Þegar einstaka plöntuhlutar voru skoðaðir komu einnig fram mismunandi sveiflur milli þeirra. Kalsíum var mest í blöðum í upphafi vaxtartímans 1988, um 0,7% á móti 0,4% í stönglum og blómum. Er leið á sumarið jókst hlutfall þess í blöðum enn frekar og var orðið rúm 2% í ágústlok. Hlutfall kalsíums breyttist hins vegar lítið í stönglum og blómum/belgjum (18. mynd). Magnesíum jókst líka í blöðum lúpínu (úr um 0,3% í um 0,6% yfir vaxtartímabilið 1988) en stóð í stað (í kringum 0,3%) í stönglum og blómum/belgjum plantnanna. Styrkur kalís var mestur í stönglum, um 3%, í sumarbyrjun. Hann var um 2-2,5% í blöðum og blómum. Hlutfall kalís í blöðum minnkaði jafnt og þétt er leið á sumar og var komið í um 1,3% í ágústlok. Það minnkaði hins végar lítið í stönglum og blómum/belgjum fram í júlí, en eftir það fór það að minnka (18. mynd). Breytingar á hlutfalli steinefna í þurrefni sprota 1991 voru mjög líkar því sem áður sást á sömu tímum 1987. Það var helst 'að kalí (K) sýndi annað mynstur, en styrkur þess var mestur við fyrstu uppskerumælingu (u.þ.b. 2%), lækkaði síðan niður í u.þ.b. 1% um miðjan júlí, en var orðinn 1,4% í byrjun september. í rótum plantnanna jókst hins vegar hlutfallslegur styrkur natríums, fosfórs, kalís og kalsíums er leið á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.