Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 66

Fjölrit RALA - 15.02.1995, Page 66
64 4. kafli Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á nýtingu alaskalúpínunnar til beitar og fóðrunar fyrir sauðfé hér á landi (Andrés Arnalds & Ólafur Guðmundsson 1980; Ólafur Guðmundsson o.fl. 1992; Jóhann Þórsson & Ólafur Guðmundsson 1993). í beitartilraun með lambær í Gunnarsholti þyngdust ær og lömb mun hægar þar sem þær gengu í hólfi með lúpínu en í ábornu graslendishólfi. Að hausti var lífþyngd lamba úr tilrauninni miklu lakari en lamba sem komu af úthaga (Ólafur Guðmundsson o.fl. 1992). í fóðurtilraun með sauðfé á húsi, þar sem gefin var alaskalúpína blönduð grasi í mismiklum mæli, kom í ljós að lúpínan ást mjög illa. í tilraunalið þar sem hún var gefin ein át féð aðeins 30-40% af áætluðum viðhaldsþörfum og varð að fella hann niður vegna vanþrifa fjárins. Ein af niðurstöðum tilraunarinnar var að hrein alaskalúpína er óhæf sem fóður fyrir sauðfé. Ástæðan var talin vera hátt beiskjuefnainnihald lúpínunnar (Jóhann Þórsson & Ólafur Guðmundsson 1993). Komið hafa fram merki um lúpínueitrun í sauðfé í tilraunum með beit á alaskalúpínu í Heiðmörk (Andrés Arnalds & Ólafur Guðmundsson 1980) og í Gunnarsholti (Jóhann Þórsson & Ólafur Guðmundsson 1993). f tilrauninni í Gunnarsholti fengu bæði ær og lömb lúpínueitrun, sem lýsti sér í því að féð sem gekk í þungbeittum hólfum varð oft máttlaust, fékk krampa og lagðist niður þegar styggð kom að því, t.d. við smölun. Bráði af því á fáeinum mínútum og virtist það fullsprækt á eftir. Engin vanþrif komu fram í fénu eftir að það var tekið úr tilrauninni (Jóhann Þórsson, munnlegar upplýsingar). í Múlakoti í Fljótshlíð hefur sauðfé haft aðgang að alaskalúpínu um árabil. Sumarið 1987 sótti féð mikið í lúpínuna í þurrkum og drápust tvær ær sem í henni gengu. Ekki var rannsakað hvert dánarmein ánna var en þær voru að sögn bláslegnar á kvið. Engan vegin er ljóst að lúpínueitrun sé um að kenna og geta orsakir verið allt aðrar (Ami Guðmundsson, munnlegar upplýsingar). Þess eru mörg dæmi að saufé bíti lúpínuna í bland við annan gróður þar sem það er á frjálsri beit og kemst að henni (2. ljósmynd). Blöðin virðast mest bitin og einnig blóm fyrri hluta sumars, en síst bítast stönglamir. Einstaka plöntum em stundum gerð góð skil meðan lítið sem ekkert er snert við öðrum (3. ljósmynd), sem gæti bent til að einstaka plöntur séu með lágt innihald beiskjuefna. Þar sem einhver beit er að marki getur sauðfé haldið lúpínunni niðri og komið í veg fyrir að hún breiðist út. Þrátt fyrir að alaskalúpínan fái ekki háa einkunn sem fóðurplanta þá er ljóst að fé á frjálsri beit nýtir hana með öðrum gróðri. Þar sem lúpínu hefur verið sáð í sanda er vart hægt að mæla með að fé'sé haldið til beitar fyrstu árin meðan undirgróður er lítill og lúpínan að mestu hrein. Yfirleitt taka grös og fleiri blómjurtir að vaxa með henni er árin líða og skapast þá frekar möguleikar á að nýta landið til beitar. Efnamælingar benda til að beiskjuefnainnihald alaskalúpínunnar sé tiltölulega lágt miðað við aðrar villtar, ókynbættar lúpínutegundir. Engu að síður er ljóst að alaskalúpínan getur valdið eitmn í sauðfé og að það þrífst ekki á henni eingöngu. í alaskalúpínunni hefur ekki greinst beiskjuefnið anagyrine sem fundist hefur í mörgum

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.