Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 42

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 42
40 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR 3.3. Mœlingar 1977. Frá 1960 til 1977 var Þjórsárdalur friðaður eins og fyrir þann tíma, en Heklugosið 1970 hafði mikil áhrif á gróð- urfar dalsins. Þykk vikurlög huldu þá víð- áttumikil gróðurlendi, sem sumpart eyddust með öllu eða náðu sér að nýju að einhverju leyti. Því miður er ekki tiltæk örugg vitneskja um, hve mikið flatarmál gróðurlendis eyddist með öllu af völdum þessa gcss. Gróðurkortið frá 1977 sýnir, að gróður teygir sig um mestallan dalinn og að ekki er mikic um samfelld gróðurlaus svæði. Mikið ber á nýgræðingum, og mikið land hefur verið ræktað upp af Landgræðslu ríkisins á vegum Landsvirkjunar í ná- grenni virkjunarinnar og austan við Reykholt, nyrst í dalnum (3. mynd, 6. tafla). Það er mjög áberandi, hversu fá gróðurhverfi eru algróin, en aftur á móti er mikið afgróðurhverfum, sem ná ekki fullri gróðurþekju. Þetta stafar af því, að mikið er um nýgræður og að einnig hefur gróður gisnað vegna ösku— og vikurfalls árið 1970, eins og að framan greinir. Aðrar helstu breytingar frá 1960 (sjá kort 1977) eru byggð og önnur mannvirki ásamt miklu uppistöðulóni Búrfellsvirkj- unar. Niðurstöður flatarmálsmælinga gróðurhverfa og gróðurlausra svæða eru sýndar í 6. og 7. töflu. Við kortagerðina 1977 var metið, hversu grýtt landið væri, og rækt- unarhæfni á þeim forsendum er einnig sýnd í ofannefndum töflum. Ekki er tekið tillit til halla landsins, þ. e. a. s., hvort það er of bratt til ræktunar. Langmestur hluti Búrfells er t. d. órækt- anlegur vegna halla, en að jafnaði er dal- urinn að öðru leyti svo flatur, að halli hindrar ekki ræktun að verulegu marki. Neðan 200 m er langmestur hluti ræktan- legur, yfir 90%, en mun minna ofan við 200 m. Að vísu þekur vikur töluverðan hluta af því landi, sem talið er ræktanlegt, en ræktunarframkvæmdir Landgræðslu ríkisins í dalnum sýna að engin tæknileg atriði eru því til fyrirstöðu að rækta vikr- ana. Við kortagerð af Búrfelli 1977 var þess ekki gætt að geta um grjót í yfirborði, enda var litið svo á, að fellið væri óræktanlegt, eins og að framan greinir. Fyrir neðan 200 m hæð eru 52% (1776 ha.) dalsins þakin gróðri að einhverju leyti. Gróðurinn er hins vegar mjög gisinn, og við umreikning í algróið land rýrnar það um meira en helming, svo að einungis 23,4% (807,2 ha.) teljast algróið land. Fyrir neðan 200 m eru nýgræður með grösum (Ki) langvíðáttumesta gróður- hverfið, en mikill hluti þess er mjög gisinn (Þ), eins og algengt er um land, sem er að gróa upp. Nýgræður með elftingu (K2) koma næstar að flatarmáli, en gróðurhula er þar einnig mjög lítil að flatarmáli. Ný- græðurnar (Ki og K2) eru meira en 2/3 hlutar þess lands, sem er gróið að einhverju leyti. Ræktað land (R) er um 190 ha. Verður nánar rætt um það síðar. Ofan við 200 m hæð eru 59% lands (1980 ha. af 3382,7 ha.) með einhverjum gróðri. Hann er ekki eins gisinn og niðri í dalnum, eins og umreikningur í algróið land ber með sér. Algróið land er þar sem svarar 1281,5 ha. (38%). Fyrir ofan 200 m er algengasta gróðurhverfið -S-, en það er sambland af þursaskeggi með smárunn- um (E2) og stinnastör með smárunnum (G2). Þá kemur nýgræða með grösum (Ki) næst og gróðurhverfi mosaþemb-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.