Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 57
GRÓÐURBREYTINGAR í ÞJÓRSÁRDAL 55
Inni í miðri ræktun í beitarhólfinu haustið 1976. Höfundur við eina af bifreiðum RALA, í gróskumiklu
grasinu.
Cultivated grazing area with luxurious grass. The author is standing by the automobile.
4. BEITARHÓLF Á SYÐSTA HLUTA
GNÚPVERJAAFRÉTTAR
Beitarhólf á syðsta hluta Gnúpverja-
afréttar, sem í raun er efri hluti hins eigin-
lega Þjórsárdals, er tæplega 3500 hektarar
að flatarmáli. Það er land, sem friðað var
frá 1938 til 1977. 1977 var fé rekið af fjalli
fyrr en venjulega, og var því beitt
skamman tíma í þessu lokaða hólfi.
Svæðið er innan gömlu Þjórsárdalsgirð-
ingarinnar, sem Skógrækt ríkisins girti
1938, en ofan nýju girðingarinnar, er nú
afmarkar Þjórsárdal (sjá 1. mynd).
Höfundur gerði gróðurkort af beitar-
hólfmu sumarið 1978, en á grundvelli þess
og gamla gróðurkortsins frá 1960 var
borið saman flatarmál gróins lands og
beitarþol svæðisins 1960 og 1978.
Niðurstöður flatarmálsmælinga og fóð-
Ljósmynd Einar Gíslason.
urgildisútreikninga er að finna í 15.—18.
töflu. Árið 1960 reyndist beitarþol dalsins
vera 40351 beitardagar, sem samsvarar
því, að þar mætti beita um 2000 fjár þrjár
vikur eða 2700 hálfan mánuð án skaða
fyrir gróðurinn. Átján árum síðar er
beitarþol hólfsins orðið 73144 beitárdag-
ar, en það samsvarar um 3500 fjár miðað
við þriggja vikna beit eða.4900 miðað við
hálfsmánaðar beitartíma, en það er sá
tími, sem hólfið er nú notað til beitar á
hausin.
Þess ber að geta, að þær rannsóknir
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins,
sem útreikningarnir styðjast við, gera ráð
fyrir jafnri beit allt sumarið. En þar sem
beitartíminn í hólfinu er einungis síð-