Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 6
4 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
heyi víðs vegar að af landinu. Þess var
getið, að áhugavert væri að kanna nánar
magn sneíilefna í grasi af túnum, ræktuð-
um á skeljasandi (þar sem pH jarðvegsins
er mikið). I þessu skyni voru fengin 24
heysýni frá ýmsum stöðum í V.-Barða-
strandarsýslu, en þar er jarðvegur í túnum
víða blandaður skeljasandi, og var mælt í
þeim Co, Cu, Fe, Mn, Ni og Zn. Þessi tún
eru til hægðarauka nefnd skeljasandstún í
þessari grein. Einnig voru fengin 28 sýni
úr kölkunartilraunum 270 - 79 að
Hvanneyri og 408 - 75 á Stakkhamri í
Miklaholtshreppi og enn fremur 25 sýni úr
landnýtingartilraunum RALA UNDP/
ICE/73/003, sem styrktar eru af Sam-
einuðu þjóðunum, og voru sýnin frá Hesti,
af ræktuðu og óræktuðu landi, úr Keldu-
hverfi, af Eyvindardal, Auðkúluheiði, frá
Kálfholti og úr Álftaveri. Þessar mæl-
ingar, sem hér eru kynntar, eru ekki víð-
tækari en svo, að þær geta aðeins talizt
lauslegt yíirlit yfir magn þessara málma í
íslenzku grasi.
Aðferðir
Við mælingar á kóbalti, kopar og nikkel
var notuð aðferð Gelmanns (1). Þessari
aðferð var breytt, svo að hún hentaði þeim
útbúnaði, sem til er á Keldum. Perkin
Elmer eindalitgleypnimælir 305 B (atomic
absorption spectrophotometer) með
grafítofni HGA 72 var notaður við Co-,
Cu-, og Ni-mælingarnar. I ljós kom, að
hentugra var að mæla járn, mangan og
zink í loga á sama tæki (þ. e. án grafítofns).
Þetta krefst dálítilla breytinga á að-
ferðinni, sem lýst var í fyrrnefndri skýrslu,
og skal nú breyttu aðferðinni lýst í heild.
Breytingarnar koma fram í 5. og 6. tölu-
liðum.
1. 1 g af heydufti var vegið á Mettlers-
vog PN 1210, vigtarnákvæmni um
1%. Notaðar voru deiglur úr Vycor-
gleri eða postulíni.
2. Duftið var brennt hægt á rafhitara,
síðan haft við 460°C í brennsluofni í
17 klst.
3. Deiglurnarvoru teknar úr ofninum og
askan vætt með eimuðu vatni. Þá var
aukið við 2 ml af fullsterkri saltpét-
urssýru og þurrkað á rafhitara. Síðan
var þetta látið aftur í ofninn og haft
þar í 5 klst. í viðbót við 460°C.
4. Eftir síðari hitun í brennsluofninum
var tvisvar þurrkað upp af öskunni 2
ml af 6 N HCl.
5. 8 ml afO. 1 N HCl var látið í öskuna og
hitað í 30 mín. Síðan var þessu skolað
niður í 18 ml skilvinduglas. Deiglan
var skoluð nokkrum sinnum niður í
glasið, unz það var orðið fullt. Þetta
var skilið í 10 mín. í skilvindu og hellt
ofan af botnfallinu í 50 ml rúmmáls-
flösku. Deiglan var síðan skoluð aftur
með heitri 0.1 N HCl og hellt ofan á
botnfallið í skilvinduglasinu. Aftur
var skilið og flotinu hellt í sömu rúm-
málsflöskuna. Rúmmál lausnarinnar
í flöskunni var nú 30 — 35 ml. Það var
fyllt að merki með 0.1 N HCl.
6. 10 ml aflausninni í rúmmálsflöskunni
var nú sett í tilraunaglas með
glertappa. Þetta var síðan notað til
mælinga á Fe, Mn og Zn.
7. Afganginum af lausninni í rúmmáls-
flöskunni (40 ml) var nú hellt í 125 ml
skiltrekt.
8. 1 ml af 2% ATDC (ammoníum
tetramethylene dithiocarbamate) eða
APDC (ammoníum pyrrolidine dit-
hiocarbamate) var bætt í lausnina í
skiltrektinni og blandað vel. ATDC-