Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 92

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 92
90 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR mynda setið, háð því, að nægileg birta sé til ljóstillífunar. Framleiðni kalkþörunga er því lítil sem engin neðan 40 metra dýpis. Blöndun við landrænan framburð virðist með ólíkum hætti á þessum slóðum, því að fínefna (eðju, mélu) fór ekki að gæta að marki, fyrr en komið var niður fyrir um 30 metra dýpi í Hrútafirði og Miðfirði vestanverðum, en aftur er Bitrufjörður fullur af fínkornóttu seti, og á flestum stöðum í Steingrímsfirði gætti þess einnig. Ekki er ljóst, af hverju þessi munur stafar, en orsakirnar gætu verið minni hreyfmg sjávar í Bitrufirði og Steingríms- firði (hægari straumar, meira skjól). Erfitt er að fjölyrða um þá dreifingu, sem fram kemur norðar í Húnaflóa (2. mynd). Inni á fjörðum fannst yfirleitt lítið kalk í sýnum, og úti fyrir Hornströndum voru sýni að jafnaði tekin á of miklu dýpi fyrir kalkþörunga. Setið var hins vegar kalkríkt vegna lítils framburðar á land- rænu efni. Nýtingarmöguleikar. Af framangreindri athugun virðist ljóst, að við sunnanverðan Húnaflóa, þ. e. í Miðfirði, Hrútafirði og Bitrufirði utan- verðum, eru víðáttumiklar breiður af kalkþörungaseti. Ekki er unnt að segja til um þykkt þessa sets, en hin mikla út- breiðsla þess sýnir, að um mikið magn er að ræða. Kalkþörungasetið er á litlu dýpi og því aðgengilegt til dælingar eða mokst- urs af hafsbotni. Kalkþörungar hafa verið nýttir öldum saman til áburðarframleiðslu, t. d. í Frakklandi, og þykja m. a. vegna efna- samsetningar sinnar mjög heppilegir til slíks. Því sýnist okkur eðlilegast, að beina athyglinni að kalkþörungabreiðunum í sunnanverðum flóanum. Skeljasandssvæðin í norðvestanverðum flóanum virðast geyma mikið af kalki, en þau eru síður fallin til kalknáms vegna dýpis, auk þess sem þau eru opnari fyrir hafi og misjöfnum veðrum. Nýting kalkþörunga í Frakklandi Frakkar taka árlega meira en 300.000 lestir af kalkþörungaseti (maérl) af hafsbotni við Bretagenskaga. Setinu er mokað eða dælt í skip og flutt frá bryggju með bílum í verksmiðjur. Þar er það þurrkað við 60 — 70 stiga hita, mulið og sekkjað. Setið er nokkuð hreint, inniheld- ur 1.5 — 17% af efnum, sem leysast ekki í 20% HCl, en afgangurinn er að mestu CaC03 (80%) og MgC03 (10 - 12%) (Blunden o. fl. 1975). I. tafla sýnir magn aukaefna og snefilefna í frönskum kalk- þörungaáburði. I. TAFLA. Aukaefni og snefilefni í frönskum kalkþörunga- áburði (skv. Glunden o. fl. 1975): s 0.60% Mn 480 ppm Cu 15 ppm p 0.35% Sn 200 - Zn 15 C1 0.20% In 200 Ni 10 K 0.20% Sr 150 As 5 Na 0.17% B 80 Cr 5 Fe 2500 ppm Pb 50 Br 3 I 1200 F 50 Co 1.5 A1 500 Ti 25 Ag 1 Kalkþörungar við ísland Kalkþörungar hafa fundizt víða við strendur landsins. Helgi Jónsson (1910) sagði þá t. d. finnast á Vestfjörðum, í Eyjafirði, á Austfjörðum og í Hvalfirði. Adey (1968) lýsti dreifmgu kalkþör- ungaskorpu, sem hann fann víða um- hverfis landið. Kalkþörungar í Arnarfirði voru rann- sakaðir fyrir nokkrum árum (SlGURÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.