Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 82
80 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
eðlilegasti burðartíminn. Aftur á móti
verður ekkert að ókönnuðu máli fullyrt um
slík áhrif hjá fullorðnum kúm. Benda má
á, að hugsanlega geti verið einhver úrvals-
áhrif að því leyti, að vorbærum kvígum,
sem erfiðlega gengur að fá til að festa fang,
sé fremur fargað en öðrum kvígum.
Þá kemur einnig í Ijós, að tímalengd
milli burða hefur allnokkur áhrif á mjólk-
urskeiðsafurðir, þar sem fóstrið fer að hafa
áhrif á framleiðslu móðurinnar, þegar líða
tekur á meðgöngutímann (Schaeffer og
Henderson, 1972, Auran, 1974). Af
þessu leiðir, að til þess að unnt sé að nota
mjólkurskeiðsnyt sem mælikvarða á af-
kastagetu kúa, verður um leið að taka tillit
til frjósemi þeirra við úrvalið. Við af-
kvæmarannsóknir væri æskilegt að geta
notað annan mælikvarða á frjósemi en hér
er beitt, vegna þess, að eigi að nota tíma-
lengd milli burða sem mælikvarða, þarf að
bíða þess, að kýrin beri öðru sinni, til að
mæling fáist á eiginleikanum. Erlendis er
því líklega mest beitt að nota tímabilið frá
burði, þar til kýrin festir fang að nýju
(days open). Þessar upplýsingar eru ekki í
skýrsluhaldi hér á landi. Skráning á fangi
kúnna er svo ónákvæm, að henni er
greinilega ekki að treysta. Það er því ákaf-
lega brýnt verkefni í nautgriparæktinni að
koma á tölvuvinnslu sæðingarskýrslna og
tengja þær upplýsingar afurðaskýrslu-
haldinu. Þá fyrst er lagður grundvöllur að
því að taka meira tillit til frjósemi grip-
anna í ræktunarstarfinu. Þessum mik-
ilvæga eiginleika hefur allt of lítill gaumur
verið gefmn í kynbótastarfmu, þó að á því
hafi verið fullur áhugi.
d) Arfgengisútreikningar.
Niðurstöður arfgengisútreikninganna
fyrir afurðamagn eru í góðu samræmi við
fyrri hérlendar niðurstöður (Magnús B.
JÓNSSON, 1968 JÓN VlÐAR JÓNMUNDSSON
et. al., 1977). I rannsóknum í Noregi
(Rönningen, 1967, Auran, 1976a) hafa
komið fram bendingar um meira arfgengi í
mjólkurskeiðsnyt en ársnyt. Þetta atriði
þyrfti að kanna nánar í nýjum gögnum hér
á landi, sem brátt verða fáanleg. Efni-
viðurinn, sem rannsókn þessi er reist á, er
fremur lítill og skekkja í arfgengisstuðlum
þess vegna allmikil.
Hið tiltölulega mikla arfgengi, sem
fundið er fyrir frjósemi kúnna í þessari
rannsókn, hvetur enn til, að athygli sé
beint að þessum eiginleika. Sé svo, að
arfgengi þessa eiginleika sé jafnmikið og
hér er fundið, verður tæpast hjá því komizt
að taka tillit til hans í ræktunarstarfinu.
Ástæða er til að leggja áherzlu á, að þær
tölur, sem hér eru notaðar, eru óleiðréttar
og þess vegna hugsanlegt, að í þeim sé
einhver kerfisbundinn munur milli nauta,
sem valdi skekktu mati á arfgengi.
e) Framlengingarstuðlar.
Megintilgangur með notkun framleng-
ingarstuðla hér á landi hlýtur að vera sá að
reyna að auka áreiðanleika í afkvæma-
dómi um ung naut með því að geta metið
mjólkurskeiðsafurðir þeirra dætra, sem
aðeins hafa lokið hluta mjólkurskeiðs, og
þannig fjölga dætrum að baki afkvæma-
dóminum. Á það hefur fyrir löngu verið
bent, að á þann hátt má stytta ættliðabilið
og þannig auka erfðaframfarir (Van
Vleck OG Henderson, 1961, Syrstad,
1964). Við hérlendar aðstæður, þar sem
dætrahópar eru mun smærri en víðast er-
lendis, er vafasamt, hve mikið unnt er að
nýta þetta. Aðallega mun þetta því koma
að gagni til að auka öryggi fyrsta dóms um
nautið.