Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 59

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 59
GRÓÐURBREYTINGAR í ÞJÓRSÁRDAL 57 sumars, má gera ráð fyrir því, að landið þoli nokkru meiri beit en annars heíði verið. Því má ætla, að beitarþunginn í hólfmu megi að skaðlausu vera lítilsháttar meiri en útreikningarnir hér að framan benda til. Innan beitarhólfsins ræktaði Land- græðsla ríkisins á árunum 1973 og 1974 um 230 hektara, sem síðan hefur verið borið reglulega á. Þetta land er nú nær algróið. Ræktunin hefur haft í för með sér mikla aukningu á beitarþoli svæðisins. Neðan 200 m h.y.s. nemur hún 43% af beitar- þolinu, ofan 200 m h.y.s um 20%, en hlutur ræktaða landsins í beitarþoli alls hólfsins er 29%, en það nemur 21560 beitardögum af 73144. I 19. töflu er sýnd hlutfallsleg aukning beitarþols svæðisins frá 1960 til 1978 ofan og neðan 200 m hæðarlínu og á öllu svæðinu. Annars vegar er sýnd aukning vegna sjálfgræðslu og hins vegar vegna ræktun- ar. 19. TAFLA. Hlutfallsleg aukning beitarþols í beitarhólfi frá 1960 til 1978. TABLE 19. Relative increase in carrying capacity of the grazing enclosure in Thjórsárdalur from 1960 to 1978. Án ræktunar Uncultivated Með ræktun Cultivated < 200 m 38.5% 144.7% > 200 m 23.1% 53.0% Vegið meðaltal 27.8% 81.3% Weighted mean Aukning beitarþols vegna sjálfgræðslu varð ekki vegna þess, að gróður yrði kjarnmeiri, heldur vegna aukinnar gróðurþekju (sjá 20. töflu). 20. TAFLA. Gróðurþekja í beitarhólfi 1960 og 1978. TABLE 20. Vegetation cower in the grazing enclosure in Thjórsárdalur. 1960 1978 < 200 m 23.6% 52.6% > 200 m 37.9% 53.4% Vegið meðaltal 34.1% 53.8% Weighted mean I töflunni kemur fram, hve mikill hluti af flatarmáli svæðisins er algróinn, og er það orðið liðlega helmingur 1978. Aukningin miðað við allt hólfið er 63.5%, og er hún hlutfallslegameiri neðan við 200 m hæðarlínu, þar sem gróðurþekj- an var gisnari 1960, heldur en ofan við 200 m. Gæði gróðursins til beitar koma fram í þeim fjölda nýtanlegra fóðureininga, sem hver hektari algróins lands gefur af sér á beitartímanum. Það er sá hluti uppsker- unnar, sem talið er óhætt að fjarlægja með beit, án þess að um ofbeit sé að ræða. Þessar tölur fyrir beitarhólfíð koma fram í 21. töflu, en þar er öll ræktun undanskilin. 21. TAFLA. Meðalfóðureiningafjöldi á ha. algróins lands í beitarólfinu. TABLE 21. Available feed units per hectare in the grazing enclosure in Thjórsárdalur. 1960 1978 < 200 m 122 102 > 200 m 61 56 Vegið meðaltal 72 66 Weighted mean Af töflunni má sjá, að gæði gróðursins til beitar hafa rýrnað nokkuð, þ. e. a. s., að lélegri samsetning gróðursins hefur gert hann lakari til búfjárbeitar nú en áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.