Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 69
RANNSÓKN Á AFURÐATÖLUM 67
Á mjólkurmagn og magn mjólkurfitu
eru burðartímaáhrifin mjög skýr. Kvígur,
sem bera að vori og sumri, skila minnstum
afurðum, en þær kvígur, sem bera að
hausti og fram á miðjan vetur, skila mest-
um afurðum. Þessar niðurstöður eru í
góðu samræmi við niðurstöður þeirra
Þórðar G. Sigurjónssonar (1973) og
Guðmundar Steindórssonar (1970). í
þessum gögnum eru burðatímaáhrifin þó
hlutfallslega minni. I áðurnefndum rann-
sóknum eru áhrif burðartímans metin
óháð aldri og búum, og má ætla, að það
verði til þess, að hin raunverulegu
burðartímaáhrif verði eitthvað ofmetin.
Aftur á móti eru þau burðartímaáhrif,
sem hér eru fundin, verulega frábrugðin
því, sem fundizt hafa í eldri íslenzkum
rannsóknum, þar sem unnið hefur verið
með ársafurðir kúnna (MagnúS B.
JÓNSSON, 1968, JÓN VIÐAR JÓNMUNDSSON
et. al., 1977a). Ætla verður þó, að þau
áhrif, sem hér eru fundin, séu hin raun-
verulegu burðartímaáhrif, en frávikin,
sem fundin eru í ársafurðir, skýrist af
,,skýrsluársáhrifum“, sem eru skýrð nán-
ar og rædd áður (Jón Viðar Jónmunds-
SONet. a., 1977a). Þessar niðurstöður sýna
ljóslega, hversu ársafurðir eru vandmeð-
farnar sem mælikvarði á kynbótagildi ein-
staklingsins. Eins og margoft hefur verið
bent á (Magnús B. Jónsson, 1968, Jón
Viðar Jónmundsson et. al., 1977a) eru
líkur til, að burðartímaáhrifin megi að
mestum hluta rekja til munar á fóðrun og
meðferð gripanna eftir árstímum. Rétt er
að benda á, að áhrif burðartímans, sem
fundin eru hér, eru hlutfallslega minni en
þau, sem fundin eru í gögnum, þar sem
með eru fullorðnar kýr (MagnúS B.
Jónsson, 1968, JÓN Viðar Jónmundsson
et. al., 1977a). Það styður þá tilgátu, að
þessi áhrif séu að mestum hluta vegna
munar á fóðrun og meðferð, því að sökum
þess, hve fyrstakálfskvígur hafa flatari
mjólkurkúrfu en fullorðnar kýr, verða þær
síður háðar mun á fóðrun en þær.
Burðartímaáhrifin, sem fundin eru um
hæstu dagsnyt, styðja það einnig, að þau
séu að mestu leyti fóðrunaráhrif. Burð-
artíminn hefur mun minni áhrif á hæstu
dagsnyt en heildarafurðamagnið. Aftur á
móti kemur í ljós, að kvígur, sem bera í
maí og júní, komast til jafnaðar í mesta
dagsnyt, þó að þær skili minnstum
heildarafurðum. Þessar kvígur komast í
hæstu dagsnyt á þeim tíma, sem ætla má,
að gæði beitar séu í hámarki, en margar
þeirra verða aftur á móti hart úti í veikasta
hlekkfóðrunarinnarhjámörgumbændum,
þ. e. haustfóðruninni, og leiðir það til þess,
að heildarafurðir þeirra verða litlar.
Magnús B. Jónsson (1968) fann í sinni
rannsókn á afurðatölum um kýr á Suður-
landi, að kvígur, sem báru í júní, komust í
hæstu dagsnyt. Þórður G. Sigurjónsson
(1973) fann aftur á móti hæstu dagsnyt hjá
þeim kvígum, sem báru í febrúarmánuði.
Burðartímaáhrifin í þessum göngum
voru einnig metin með aðhvarfsstuðlum
að burðarmánuði í fyrsta og öðru veldi. I
5. töflu eru þessir stuðlar sýndir. Þar sést
einnig, að með þeirri aðferð næst ekki eins
vel að eyða áhrifúm burðartímans, þó að
munurinn sé svo lítill, að ekki er líklegt, að
hann geti leitt til alvarlegrar skekkju.
Stuðlar þeir, sem metnir voru fyrir áhrif
af aldri kvígunnar við burð á afurðir, eru
sýndir í 6. töflu. Aldursáhrifin voru einnig
metin með aðhvarfslíkingum, og eru þeir
aðhvarfsstuðlar sýndir í 7. töflu. Um
afurðamagn kemur í ljós, að afurðir vaxa
með hækkandi aldri kvígunnar við burð
fram yfir 30 mánaða aldur. Enginn munur