Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 5

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Side 5
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1980 12,1: 3—10 Þungmálmar í íslensku grasi Björn Guðmundsson °g Þorsteinn Þorsteinsson Tilraunastöð háskólans í meinafrteði, Keldum. YFIRLIT Co, Cu, Fe, Mn, Ni og Zn var mælt í 77 sýnum víðs vegar að af Islandi. Borið var saman, hve mikið af þessum málmum var í sýnum af túnum með skeljasandsjarðvegi og sýnum annars staðar frá. Allir málmarnir nema kopar voru í minna magni af skeljasandinum. Eftir niðurstöðum að dæma gæti víða verið hætta á, að skepnur vantaði kopar, og hugsanlega gæti þær vantað kóbalt á bæjum, þar sem mikið er af skeljasandi. Ekki má heldur minna vera af zinki miðað við þarfir skepna fyrir þetta efni. INNGANGUR Nokkrir þungmálmar eru lífsnauðsynlegir skepnum í mjög smáum skömmtum. Sumir eru eitraðir, efofmikið er afþeim, en ekki eru þess dæmi hér á landi, að svo mikið verði af þungmálmum í grasi, að skepnur bíði tjón af. Oft hefur verið reynt að meðhöndla skepnur með snefilefnum við ýmsum kvillum hér á landi, en vissu um þungmálmaskort hefur þó sjaldan verið til að dreifa. Sannað er þó, að íjöru- skjögur svonefnt stafar af koparskorti (5). Koparskortur hefur verið staðfestur í sauðfé, sem ekki gengur í íjöru, ogjafnvel í nautgripum samkvæmt óbirtum athug- unum. í tilraunum á Hvanneyri hefur verið mælt kopar og mangan í áburðartil- raunum (8) og í sýnum af úthaga og engi (3,7) og í sýnum af töðu frá ýmsum bæjum í Borgarfirði (9). I Ijós kom, að kölkun hafði áhrif á mangan í gróðri, en ekki á kopar. Fremur lítið var af kopar í mörgum sýnum, og var það allt niður í 0.8 ppm. árið 1965 í heilgrösum af tilraun nr. 19 — 56 (3). Áslaug Helgadóttir og Friðrik Pálma- son hafa rannsakað Mn, Zn, Fe og Cu í grasi af kölkunartilraunum og í heyi víðs vegar af landinu af kölkuðum og ókölkuð- um túnum. Niðurstöður þeirra eru svip- aðar og í þeim mælingum, sem hér verða kynntar, nema gildi þeirra á kopar eru miklu meiri, 11-13 ppm. Ekki verður séð, hvað veldur þessum mun (4). Þær sneíilefnamælingar, sem hér er greint frá, tengjast mælingum á kóbalti í grasi, sem áður hefur verið lýst (2). Þar er m. a. lýst niðurstöðum mælingar á Co í

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.