Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Síða 71

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Síða 71
RANNSÓKN Á AFURÐATÖLUM 69 kom fram á þeim tveimur aldursflokkum, sem elztu kvígurnar eru í. Pá kemur einnig í Ijós, að í tveimur stærstu aldursflokkum, þ. e. 23 —26 mánaða aldri, kemur ekki fram neinn afurðamunur. Hugsanleg skýring á þessu er sú, að í þessa flokka fara þær kvígur, sem ætlað er að bera sem næst tveggja ára aldri. Hugsanlegt er, að eitthvert tillit sé tekið til þroska þeirra, þegar sæðing er ákveðin, og þannig sé eytt hinum raunverulegu aldursáhrifum, sem ætla má, að stafi af þroskamun. Yngstu kvígurnar, má ætla, að nái ekki fullum afurðum vegna þroskaleysis, þegar þær bera. Hitt, að kvígur njóti ekki þroska, þegar þær eru orðnar mjög gamlar við fyrsta burð, ogjafnvel, að aldursáhrif séu neikvæð, er vel þekkt úr erlendum rann- sóknum. Oheppilega mikil fitusöfnun virðist verða í júgurvef, og verkar hún beinlínis neikvætt á getu gripsins til mjólkurmyndunar (Sejrsen 1978). Pegar aldursáhrifin eru metin með að- hvarfsstuðlum, kemur því fram raunhæft (P < 0,05) boglínusamband. Að vísu gef- ur leiðrétting með aðhvarfi ögn lakari leið- réttingu fyrir afurðamagn en notkun á aldursflokkum, en fyrir hæstu dagsnyt snýst þetta við. Eldri hérlendar rannsóknir á áhrifum aldurs við burð á afurðir fyrstakálfskvígna eru litlar. Magnús B. Jónsson (1968) fann lítil áhrif fyrir hæstu dagsnyt, og var línulegur aðhvarfsstuðull hæstu dagsnytj- ar að burðaraldri aðeins 0,06, og er það mun lægra en í þessum gögnum. Pórður G. Sigurjónsson (1973) fann í sinni rannsókn, að þegar leiðrétt hafði verið fyrir burðartíma kvígnanna, haíði mest- um hluta aldursáhrifa á afurðir verið eytt. Guðmundur Steindórsson (1970) fann aftur á móti, að línulegur aðhvarfsstuðull fyrir mjólkurmagn var 53 kg og fyrir mjólkurfitu 2,2 kg, og er það verulega meira en í þessum gögnum. Eins og áður hefur verið bent á, eru þeirra rannsóknir gerðar á gögnum, þar sem ekki er tekið tillit til búsáhrifa. Einnig eru áhrif hvors þáttar metin fyrir sig, og hið innbyggða samband þeirra hlýtur að leiða til skekkju í mati á stuðlum. I rannsókn Guðmundar er aðhvarfið einnig metið á grundvelli meðaltals burðarmánaðar, og leiðir það að öllum líkindum til nokkurs ofmats á aðhvarfsstuðlinum. b) Áhrif búsmeðaltals. Pað er vel þekkt, að verulegur munur er á afurðum gripa frá búi til bús og mestan hluta þessa munar virðist mega rekja til munar á fóðrun og meðferð gripanna frá einu búi til annars (JÓN ViÐAR JóN- mundsson et. al., 1977b). Sú aðferð, sem mest er notuð til að leiðrétta fyrir áhrifum búsins, er að nota afurðatölurnar sem frá- vik frá búsmeðaltali. Pegar farið er að nota mjólkurskeiðsnyt í stað ársnytjar, koma upp sérstök vanda- mál við útreikning á búsmeðaltali. Mjólk- urskeiðið hefst og því lýkur á ólíkum tíma hjá hverri einstakri kú á búinu, og er því ekki lengur um að ræða neitt sjálfgefið búsmeðaltal eins og um ársnyt. I þessum gögnum, þegar um er að ræða aðeins eitt mjólkurskeið, er búsmeðaltalið auk þess myndað af tiltölulega mjög fáum gripum og verður að sama skapi ótraust. Pannig eru í þessum göngum, sem þó spanna mörg skýrsluár, til jafnaðar aðeins tæpar tíu kvígur á hverju búi. Búin, sem eru með í þessari rannsókn, eru þó til jafnaðar mun stærri en meðalbú í skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna. I þessum gögnum var því ákveðið að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.