Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 91
KALKÞÖRUNGAR í HÚNAFLÓA 89
Kalksnauð sýni (<2h kalk) fengust á
allmörgum stöðum í sunnanverðum
Húnaflóa (1. mynd). Eins og getið var hér
að framan, jókst fínefnamagn sýna mjög
með dýpi, og kalkmagn minnkaði að sama
skapi. Þannig reyndust flest sýni, sem
tekin voru á meira en 40 metra dýpi, kalk-
snauð samkvæmt þeirri skilgreiningu, sem
hér er notuð. A nokkrum stöðum fengust
kalksnauð sýni á grunnu vatni, t. d. við
austurströnd Miðíjarðar, í Bitrufirði,
Steingrímsfirði, Kaldbaksvík, Veiði-
leysufirði og Trékyllisvík.
Loks er þess að geta, að á allmörgum
stöðum náðust ekki sýni í botngreip, og er
skýring þess talin sú, að á þeim stöðum sé
botn úr föstu bergi (sjá 1. og 2. mynd).
Tegundir kalkleifa
Talsverður breytileiki er í tegundasam-
setningu kalklífvera í seti í Húnaflóa, og
fer flokkun setsins hér að framan að veru-
legu leyti eftir ríkjandi lífveruhópum í
setinu. Hér á eftir verða taldar helztu teg-
undir kalklífvera, sem koma fyrir í ýmsum
gerðum sets. Kalkþörungaset er, eins og
nafnið bendir til, að mestu gert úr kalk-
þörungum. Þær tegundir, sem ráða
ríkjum, eru rauðþörungarnir Litho-
thamnium tophiforme ogL.glaciale (3. mynd),
en auk þess er í mörgum sýnum slétt
skorpa kalkþörunga (Corallinaceae spp.) á
steinvölum og skeljum. Skeljar og skelja-
brot eru einnig algeng í kalkþörunga-
UMFJÖLLUN
Kalkmagn sets
Kalkmagn sets á hafsbotni er háð tveimur
þáttum, framleiðni kalklífvera annars
vegar og blöndun við landrænan fram-
burð hins vegar. Dreifmgu þá, sem fram
setinu. Áberandi eru skeljar hörpudisks
(Pecten islandicus (Miiller)) skeljar afgimb-
urskeljaætt (Astarte spp.), öðu (Modiola
modiola (L.)), kræklings (Mytilus edulis
(L.)), gluggaskeljar (Anomia squamula (L.))
og halloku (Macoma calcarea (Chemn.)).
Auk þeirra finnast hrúðurkarlar (Balanus
spp.) víða í setinu og nokkrar kuðungateg-
undir. Igulker eru einnig algeng.
Skeljasandur er gerður úr heilum og
brotnum skeljum samloka af ýmsum teg-
undum auk hrúðurkarla. Kuðungar eru
víðast hvar í setinu, en takmarkað. Al-
gengustu tegundir samloka eru aða,
Astarte spp., smyrslingur (Mya truncata
(L.)) og tígulskel (Spisula Solida (L.)) en
helztu tegundir aðrar eru kræklingur,
rataskel (Hiatella arctica (L.)), báruskel
(Cardium ciliatum (Fabr.)), hjartaskel (Car-
dium edule (L.)), kúfskel (Cyprina islandica
(L.)) halloka, gluggaskel, krókskel (Ser-
ripes groenlandicus (Chemn.)) og bergbúi
(Zirphaea crispata (L.)). Kalkþörungar og
brot úr þeim koma fyrir á nokkrum
stöðum.
Leirborið set finnst víðast hvar, þar sem
dýpi er meira en 30 — 40 metrar, eins og
áður sagði. Tegundasamsetning skelja og
skeljabrota í slíku seti er breytileg eftir því,
hvort leirinn er blandaður kalkþörunga-
seti eða skeljasandi, en leirnum fylgja sér-
stakar skeljategundir, svo sem halloka,
trönuskel (Leda pernula (Mull.)) og
hrukkubúlda (Thyasiraflexuosa (Mont.)).
kemur á 1. og 2. mynd, má skýra með
hliðsjón af þessu. Ef litið er fyrst á sunnan-
verðan Húnaflóa (1. mynd), sést, að kalk-
þörungaset fannst aðeins á grunnsævi,
enda er framleiðni þeirra lífvera, sem