Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Blaðsíða 72
70 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
8. TAFLA. Áhrif búsmeðaltals á afurðir. TABLE 8. Effect of herd average.
bi bi
Mjólk 0.883±0.246 0.00004±0.00003
Milk yield (kg) 0.569±0.024
Hæsta dagsnyt 0.0031 ±0.0010 0.000001 ±0.000001
Maximum daily yield (kg) 0.0023±0.0001
Mjólkurfita 0.762 ±0.190 0.000444 ±0.00060
Milkfat (kg) 0.621 ±0.021
nota búsmeðaltal heilsárskúa þess bús,
sem kýrin er frá, til leiðréttingar og nota til
þess aðhvarf eigin afurða að búsmeðaltali.
Þetta er sú aðferð, sem einföldust er í
framkvæmd með nýtingu á niðurstöðum
miðað við skýrsluhald nautgriparæktar-
innar. Aðferð þessi hefur verið notuð í
rannsóknum víða erlendis (Syrstad,
1964, Rönningen, 1967, Auran, 1973,
Danell, 1976).
Akveðið var að nota búsmeðaltal fyrir
heilsárskýr á búinu á þeim ársfjórðungi,
sem kvígan ber fyrsta kálfi. Þetta búsmeð-
altal var valið afþeirri ástæðu, að ætla má,
að í því séu minni kerfisbundnar sveiflur
en í búsmeðaltali fyrir árskýr. Auk þess er
gripurinn þá sjálfur ekki með í þessu bús-
meðaltali, en aftur á móti í meðaltali árs-
kúa.
Búsmeðaltal er til í skýrslunum bæði
um mjólkurmagn og magn mjólkurfitu.
Aftur á móti er ekkert búsmeðaltal til um
hæstu dagsnyt; þar var því notað búsmeð-
altal um mjólkurmagn.
Aðhvarfsstuðlarnir, sem fundust í
þessari rannsókn, eru sýndir í 8. töflu.
Boglínusamband reyndist ekki (P > 0,05)
fyrir neinn af þessum eiginleikum.
Nánast engar hérlendar rannsóknir eru
til samanburðar. MagnúS B. JÓNSSON
(1968) reiknaði aðhvarf hæstu dagsnytjar
að búsmeðaltali og fékk stuðulinn 0,143
kg/100 kg, en það er allverulega minna en
það, sem er í þessum gögnum.
Mikið er til af rannsóknum erlendis. I
norskum rannsóknum (Syrstad, 1964,
Rönningen, 1967, Auran, 1973) er þessi
aðhvarfsstuðull á bilinu 0,7-0,8. í því
búsmeðaltali, sem þeir nota, eru líklega
afurðir fyrstakálfskvígna með. I rannsókn
í Svíþjóð (Danell, 1976) og í Kanada
(Gravir og Hickman, 1967) er þessi að-
hvarfsstuðull mjög líkur því sem hér er
fundið, en í báðum þessum rannsóknum
eru bendingar um, að stuðullinn geti verið
breytilegur eftir árstímum.
I eldri bandarískum rannsóknum
(Henderson et. al., 1954) þar sem afurðir
kúnna í búsmeðaltali voru leiðréttar að
fullorðinsaldri, reyndist þessi stuðull um
0,6.
c) Tímabil milli burða.
Frjósemi íslenzkra nautgripa hefur nánast
ekkert verið rannsökuð, og ekkert beint
tillit er tekið til hennar við val kynbóta-
gripa. Meðan úrval er gert eftir ársafurð-
um, fer aftur á móti tæpast hjá því, að
verulegt óbeint tillit sé tekið til frjósemi við
úrval gripa.