Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Qupperneq 6

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1980, Qupperneq 6
4 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR heyi víðs vegar að af landinu. Þess var getið, að áhugavert væri að kanna nánar magn sneíilefna í grasi af túnum, ræktuð- um á skeljasandi (þar sem pH jarðvegsins er mikið). I þessu skyni voru fengin 24 heysýni frá ýmsum stöðum í V.-Barða- strandarsýslu, en þar er jarðvegur í túnum víða blandaður skeljasandi, og var mælt í þeim Co, Cu, Fe, Mn, Ni og Zn. Þessi tún eru til hægðarauka nefnd skeljasandstún í þessari grein. Einnig voru fengin 28 sýni úr kölkunartilraunum 270 - 79 að Hvanneyri og 408 - 75 á Stakkhamri í Miklaholtshreppi og enn fremur 25 sýni úr landnýtingartilraunum RALA UNDP/ ICE/73/003, sem styrktar eru af Sam- einuðu þjóðunum, og voru sýnin frá Hesti, af ræktuðu og óræktuðu landi, úr Keldu- hverfi, af Eyvindardal, Auðkúluheiði, frá Kálfholti og úr Álftaveri. Þessar mæl- ingar, sem hér eru kynntar, eru ekki víð- tækari en svo, að þær geta aðeins talizt lauslegt yíirlit yfir magn þessara málma í íslenzku grasi. Aðferðir Við mælingar á kóbalti, kopar og nikkel var notuð aðferð Gelmanns (1). Þessari aðferð var breytt, svo að hún hentaði þeim útbúnaði, sem til er á Keldum. Perkin Elmer eindalitgleypnimælir 305 B (atomic absorption spectrophotometer) með grafítofni HGA 72 var notaður við Co-, Cu-, og Ni-mælingarnar. I ljós kom, að hentugra var að mæla járn, mangan og zink í loga á sama tæki (þ. e. án grafítofns). Þetta krefst dálítilla breytinga á að- ferðinni, sem lýst var í fyrrnefndri skýrslu, og skal nú breyttu aðferðinni lýst í heild. Breytingarnar koma fram í 5. og 6. tölu- liðum. 1. 1 g af heydufti var vegið á Mettlers- vog PN 1210, vigtarnákvæmni um 1%. Notaðar voru deiglur úr Vycor- gleri eða postulíni. 2. Duftið var brennt hægt á rafhitara, síðan haft við 460°C í brennsluofni í 17 klst. 3. Deiglurnarvoru teknar úr ofninum og askan vætt með eimuðu vatni. Þá var aukið við 2 ml af fullsterkri saltpét- urssýru og þurrkað á rafhitara. Síðan var þetta látið aftur í ofninn og haft þar í 5 klst. í viðbót við 460°C. 4. Eftir síðari hitun í brennsluofninum var tvisvar þurrkað upp af öskunni 2 ml af 6 N HCl. 5. 8 ml afO. 1 N HCl var látið í öskuna og hitað í 30 mín. Síðan var þessu skolað niður í 18 ml skilvinduglas. Deiglan var skoluð nokkrum sinnum niður í glasið, unz það var orðið fullt. Þetta var skilið í 10 mín. í skilvindu og hellt ofan af botnfallinu í 50 ml rúmmáls- flösku. Deiglan var síðan skoluð aftur með heitri 0.1 N HCl og hellt ofan á botnfallið í skilvinduglasinu. Aftur var skilið og flotinu hellt í sömu rúm- málsflöskuna. Rúmmál lausnarinnar í flöskunni var nú 30 — 35 ml. Það var fyllt að merki með 0.1 N HCl. 6. 10 ml aflausninni í rúmmálsflöskunni var nú sett í tilraunaglas með glertappa. Þetta var síðan notað til mælinga á Fe, Mn og Zn. 7. Afganginum af lausninni í rúmmáls- flöskunni (40 ml) var nú hellt í 125 ml skiltrekt. 8. 1 ml af 2% ATDC (ammoníum tetramethylene dithiocarbamate) eða APDC (ammoníum pyrrolidine dit- hiocarbamate) var bætt í lausnina í skiltrektinni og blandað vel. ATDC-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.