Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 7
Landa á Norður- og Austurlandi en aka aflanum til Grindavíkur
Jæja, september kominn af stað
og svo til allur flotinn er kominn á
veiðar – en þó með smá breytingum.
Þó aðallega í Grindavík því fyrir-
tækin Þorbjörn ehf. og Vísir ehf. hafa
fækkað línubátum sínum og fengið
togara eða togbát í staðinn.
Vísir hætti að gera út Kristínu GK
og seldi, heitir hann í dag Steinn GK
og er orðinn blár á litinn. Í staðinn þá
fengu þeir togarann Bylgju VE sem
hefur hafið veiðar.
Hjá Þorbirni ehf. var línubátnum
Sturlu GK lagt og keyptur 29 metra
togbátur í staðinn sem hefur fengið
nafnið Sturla GK. Sá bátur hóf
veiðar um miðjan ágúst og núna í
september er Sturla GK búinn að
landa 25 tonnum í einni löndun og
það í heimahöfn sinni Grindavík.
Það er nefnilega nokkuð sérstakt
að stóru línubátarnir eru núna á
þessum haustmánuðum að landa
á Norður- og Austurlandi og er
mestum hluta af fiskinum ekið til
Grindavíkur til vinnslu. Aftur á móti
eru togbátarnir að landa í heima-
höfn.
Eins og nefnt var með Sturlu GK
og líka með Pálínu Þórunni GK sem
kom til Sandgerðis með 23 tonn í
einni löndun. Reyndar var Pálína
Þórunn GK að landa á Siglufirði í
ágúst.
Enn sem komið er þá er enginn
línubátur frá Suðurnesjunum að
róa héðan og landa en það gæti orðið
breyting á því núna í september,
kemur í ljós seinna.
Addi Afi GK er kominn á Skaga-
strönd og landaði þar 4,3 tonnum í
einni löndun. Tjúlla GK er í Bolung-
arvík og kom með 850 kíló á hand-
færum í einni löndun.
Hjá minni línubátunum núna í
byrjun september þá er Daðey GK
kominn með 18 tonn í þremur á
Breiðdalsvík, Dúddi Gísla GK 12,2
tonn í tveimur á Skagaströnd, Beta
GK 7,1 tonn í þremur og Óli G GK
sjö tonn í þremur, báðir á Siglufirði.
Margrét GK og Dóri GK eru á Nes-
kaupstað.
Ragnar Alfreðs GK er ennþá á
handfærum og er á Skagaströnd,
hann landaði þar 1,2 tonni í einni
löndun og Bergur Vigfús GK er líka
á handfærum en í Bolungarvík og
landaði þar 1,1 tonni í einni.
Þar sem að Berglín GK er komin
í slippinn í Njarðvík þá er Sóley
Sigurjóns GK eftir á rækjuveiðum og
hefur núna í september landað 17,3
tonnum í einni og af því var rækja
12,7 tonn.
Netaveiðin var mjög góð núna í
júlí og ágúst og þessir fyrstu dagar
í september bera vott um að neta-
veiðin haldi áfram að vera góð, þá
sérstaklega hjá Grímsnesi GK sem er
á ufsaveiðum því í tveimur róðrum
hefur báturinn landað 49 tonnum og
er ufsi af því 47 tonn.
Af hinum netabátunum þá er
Maron GK með 19 tonn í fjórum
róðrum, Halldór Afi GK 10 tonn í
fjórum, Hraunsvík GK 5,6 tonn í
þremur og Langanes GK er kominn
á veiðar en hann var frá veiðum
allan ágúst eftir eldsvoða sem upp
kom í bátnum í lok júlí síðastliðnum.
Reyndar byrjar Langanes GK frekar
rólega, aðeins 2,4 tonn í tveimur
róðrum.
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta
Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is
Vantar þig heyrnartæki?
Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að
heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S
með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað, sérfræðingur
hjá Heyrnartækni, verður í Reykjanesbæ í september.
Reykjanesbær
21. september 2020
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
aFLaFRÉTTiR á SUðURNESJUM
Samstarf um notkun
repjuolíu á vinnuvélar á
Keflavíkurflugvelli
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf., og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngu-
stofu, undirrituðu á þriðjudag viljayfirlýsingu um samstarf vegna tilraunaverkefnis um
íblöndun repjuolíu á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli.
Samgöngustofa hefur um nokkurt
skeið unnið að rannsóknum á
notkun repjuolíu sem íblöndun í
eldsneyti. Sigurður Ingi Jóhannsson,
samgöngu- og sveitastjórnarráð-
herra, var viðstaddur undirritun
viljayfirlýsingarinnar. Hann sagði til-
raunir með ræktun repju með það að
markmiði að framleiða lífeldsneyti
hafa staðið lengi hérlendis. Fyrst á
vegum Siglingastofnunar Íslands og
nú hjá Samgöngustofu með aðkomu
háskólanna og margra bænda.
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri
Samgöngustofu, segir spennandi
að þróa verkefnið áfram í sam-
starfi við Isavia. Ræktun orkujurta
er raunhæfur valkostur sem kemur
ekki endilega í staðinn fyrir önnur
orkuskipti. Repjuolían getur hentað
mjög vel til íblöndunar á stórvirkar
vinnuvélar og þannig dregið veru-
lega úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Samgöngustofa hefur lagt áherslu á
umhverfismál í þróunarverkefnum
og fagnar því að fá öflugan aðila til
samstarfs.
Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðu-
maður stefnumótunar og samfélags-
ábyrgðar hjá Isavia, segir að eitt af
markmiðum Isavia sé að minnka
notkun jarðefnaeldsneytis innan
fyrirtækisins. „Það má rekja stærsta
hluta notkunarinnar til þeirra stóru
tækja sem notuð eru til að þjónusta
flugbrautir og athafnasvæði flug-
valla og viðhalda þeim. Þetta eru
tæki sem eru ekki enn fáanleg raf-
magnsknúin. Með þessu erum við
því að finna aðra og umhverfisvænni
orkugjafa til að knýja þau áfram,“
segir Hrönn
Byrjað verður á einu tæki. Út-
blástur og eyðsla tækisins verða
mæld og niðurstöður dregnar
saman í skýrslu á vegum Sam-
göngustofu.
Sveinbjörn Indriðason, forstjóri
Isavia, segir að félagið hafi sett sér
stefnu í samfélagsábyrgð árið 2016
þar sem markið hafi verið sett á að
stuðla að jafnvægi milli efnahags,
umhverfis og samfélags með sjálf-
bærni að leiðarljósi. „Við höfum frá
árinu 2018 kolefnisjafnað alla okkar
eigin eldsneytisnotkun þannig að
við höfum látið verkin tala,“ segir
Sveinbjörn. „Viljayfirlýsingin sem
hér er undirrituð er mikilvægt skref
í átt að minni notkun jarðefnaelds-
neytis hjá Isavia.“
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor-
valdseyri, var viðstaddur undirritun
viljayfirlýsingarinnar. Sigurður Ingi
Jóhannsson, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra, hellti olíu sem
Ólafur framleiðir á gröfu frá Isavia
og var henni ekið um flugvallar-
svæðið. Ráðherra óskaði aðilum
verkefnisins til hamingju með þetta
vistvæna skref. „Ræktun repju og
nýting afurða hennar hefur marga
góða kosti, bæði fyrir landbúnað og
sem umhverfisvænn orkugjafi. Í dag
er stigið mikilvægt skref á þeirri veg-
ferð sem vonandi er rétt að byrja.“
Vinnutæki Isavia, gröfu, ekið út á flugvallar-
svæði eftir að repjuolíu var hellt á það.
Sveinbjörn
Indriðason,
forstjóri Isavia,
og Jón Gunnar
Jónsson, forstjóri
Samgöngustofu.
Sigurður Ingi Jóhanns
son hellir
repjuolíu á vinnutæki
Isavia.
Langanes GK er aftur kominn
á veiðar eftir eldsvoða sem
upp kom í bátnum í lok júlí.
vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 7