Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 67
Blaðið verður áfram aðgengilegt ókeypis í Nettó,
Kjörbúðinni og Krambúðinni. Einnig á öðrum
völdum stöðum og rafrænt á vf.is
Áskriftargjaldið verður innheimt
mánaðarlega.
Pantaðu áskrift með
tölvupósti á vf@vf.is
Þú sendir nafn, kennitölu,
heimilisfang og símanúmer.
Við höfum samband, staðfestum
áskrift og færð reikning
í heimabanka.
Fyrir 3.500 kr. á mánuði
færðu Víkurfréttir
bornar heim til þín og
losnar við fyrirhöfnina
að sækja blaðið.
Ræða samstarf eða yfirtöku
Reykjanesbæjar á rekstri og eignum
Þroskahjálpar á Suðurnesjum
Ásmundur Friðriksson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum,
hefur sent bæjarráði Reykjanesbæjar erindi þar sem óskað er
eftir fundi um framtíð Þroskahjálpar á Suðurnesjum og Dósasels.
Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.
„Ekki hefur verið hægt að halda aðal-
fund síðasta árs vegna þess að ekki
tekst að manna stjórn Þroskahjálpar
og enginn vill taka við keflinu og
leiða starfið þrátt fyrir góða stöðu.
Í nokkur ár hefur þeirri hugmynd
skotið upp kollinum að réttast væri
að fá Reykjanesbæ til að yfirtaka
starfsemina og eignir. Áhvílandi á
eignum Þroskahjálpar er innan við
ein milljón króna en eignirnar eru
nýlegur sendibíll og húsnæði fé-
lagsins sem er um 1.300 fermetrar
og þar af vinnslusalur um 300 fer-
metrar og smekklega innréttað 100
fermetra skrifstofurrými, skrifstofa
fyrir verkstjóra ásamt kaffistofu. Efri
hæðin er óinnréttuð og u.þ.b. 200
fermetrar eru leigðir út til Sæþotu-
félagsins. Í vinnslusal eru tæki sem
Endurvinnslan leggur starfseminni
til og sér um meiriháttar viðhald á
en félagið á lyftara og verkfæri. Bók-
hald félagsins er í afar góðu lagi og
er stjórn félagsins og fjármálastjóri
tilbúin að hitta fulltrúa Reykjanes-
bæjar og ræða frekara samstarf eða
yfirtöku bæjarfélagsins á rekstr-
inum og eignum Þroskahjálpar á
Suðurnesjum,“ segir m.a. í erindi
formannsins til bæjaryfirvalda.
Bréf formanns Þroskahjálpar
til bæjaryfirvalda
í Reykjanesbæ
Frá því að málaflokkurinn málefni
fatlaðra var fluttur til sveitarfélaga
árið 2010 hefur starfsemi Þroska-
hjálpar á Suðurnesjum sem hags-
munasamtök fatlaðra að engu orðið
ef frá er talinn rekstur Dósasels.
Ragnarsel sem var reist og rekið
af foreldrum fatlaðra einstaklinga
á Suðurnesjum og hýsti afar mikil-
væga þjónustu fyrir fötluð börn og
einstaklinga undir merki Þroska-
hjálpar á Suðurnesjum. Starfsemin
var dýrmæt einstaklingunum sem
þar nutu fjölbreyttrar þjónustu og
foreldrum og fjölskyldum sem fengu
stuðning og aðstoð vegna fötlunar
barna sinna. Sú saga verður ekki
rakin hér frekar en er bæði löng og
merkileg.
Með yfirtöku sveitarfélaganna
á málefnum fatlaðra árið 2010 má
segja að fótunum hafi verið kippt
undan þjónustunni sem veitt var
í Ragnarseli. Skólaselin, Hæfinga-
stöðin og önnur einkarekin þjón-
usta hafa tekið yfir þá þjónustu sem
Þroskahjálp hafði að mestu með
höndum og var greidd af ríkinu og
einhverju leyti Jöfnunarsjóði sveitar-
félaga. Þjóðfélagið breyttist og þjón-
usta með fatlaða var færð frá ríkinu
og nær fólkinu til sveitarfélaganna.
Þroskahjálp hóf rekstur Dósasels
fyrir tæplega 30 árum í húsnæði á
Iðavöllum. Þar var tíu til fimmtán
fötluðum einstaklingum sköpuð
atvinna sem skipti þá miklu máli.
Rekstur Dósasel hefur vaxið og
dafnað og er enn afar mikilvæg stoð
í atvinnumálum fatlaðra einstakl-
inga á Suðurnesjum. Reksturinn
hefur verið sjálfbær, staða Þroska-
hjálpar farið úr skuldsettri stöðu í
sterka fjárhagslega eignarstöðu með
lágum skuldum og sterkum rekstri
eftir að Ragnarsel var selt. Dósasel
hefur þó þurft að nýta sér hluta-
bótaleið stjórnvalda í kórónafaraldr-
inum en stendur vel og er traustur
vinnustaður skjólstæðinga Þroska-
hjálpar. Framtíðin er björt og mikið
tækifæri til þess að gera Dósasel
að góðu vinnumarkaðsúrræði í
samstarfi við Virk og Vinnumála-
stofnun. Það er ljóst að síðustu tíu
ár hefur upphafleg starfsemi Þroska-
hjálpar fjarað út og félagsþjónusta
sveitarfélaganna og Hæfingastöðin
yfirtekið starfsemina og upplýsinga-
gjöfina.
Frumkvöðlarnir eru horfnir af
vettvangi og þeir sem hafa tekið við
eiga fæstir, ef nokkrir, tengingar við
þann hóp sem áður var unnið fyrir
nema vinskapur og eðlileg væntum-
þykja og hlýja.
Ekki hefur verið hægt að halda
aðalfund síðasta árs vegna þess að
ekki tekst að manna stjórn Þroska-
hjálpar og enginn vill taka við keflinu
og leiða starfið þrátt fyrir góða
stöðu. Í nokkur ár hefur þeirri hug-
mynd skotið upp kollinum að réttast
væri að fá Reykjanesbæ til að yfir-
taka starfsemina og eignir. Áhvílandi
á eignum Þroskahjálpar er innan
við ein milljón króna en eignirnar
eru nýlegur sendibíll og húsnæði fé-
lagsins sem er um 1.300 fermetrar
og þar af vinnslusalur um 300 fer-
metrar og smekklega innréttað 100
fermetra skrifstofurrými, skrifstofa
fyrir verkstjóra ásamt kaffistofu. Efri
hæðin er óinnréttuð og u.þ.b. 200
fermetrar eru leigðir út til Sæþotu-
félagsins. Í vinnslusal eru tæki sem
Endurvinnslan leggur starfseminni
til og sér um meiriháttar viðhald á en
félagið á lyftara og verkfæri.
Bókhald félagsins er í afar góðu
lagi og er stjórn félagsins og fjármála-
stjóri tilbúin að hitta fulltrúa Reykja-
nesbæjar og ræða frekara samstarf
eða yfirtöku bæjarfélagsins á rekstr-
inum og eignum Þroskahjálpar á
Suðurnesjum.
Fh. stjórnar Þroskahjálpar,
Ásmundur Friðriksson, formaður.
Dósasel tók nýverið við nýrri sendibifreið.
Húsnæði Þroskahjálpar á Suðurnesjum við Hrannargötu í Keflavík.
vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 35