Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 51
Þörungar framleiða
mest allt súrefni okkar
„Það er svo margt að dást að varð-
andi þessar stórkostlegu lífverur.
Þörungar framleiða allt að 90 pró-
sent af því súrefni sem við öndum að
okkur og við eigum þeim bókstaflega
líf okkar að þakka. Fjöruþörungar
lífa í einu erfiðasta umhverfi sem
finnst á jörðinni. Það er síbreytilegt
og þeir fara aldrei í dvala eins og líf-
ríkið uppi á landi. Í staðinn framleiða
þeir lífvirk efni sem gera þeim kleift
að lifa af breytilegt hita-, seltu- og
rakastig sem getur breyst mikið
með aðeins nokkurra klukkustunda
millibili vegna sjávarfallanna. Þeir
eru einnig frumframleiðendur, sem
þýðir að þeir nýta orku sólarinnar
til þess að framleiða og fanga nær-
ingarefni sem ferðast svo upp með
lífkeðjunni.
Ofan á allt þetta eru þeir ein
sjálfbærasta uppspretta næringar-
efna, og einnig sú vannýttasta, sem
okkur stendur til boða hér á jörðinni.
Fjöruþörungar þurfa ekki landsvæði,
jarðveg, ferskt vatn eða áburð til að
vaxa og stærstu þörungarnir vaxa
um 80 sentimetra á dag. Sé rétt að
ræktun staðið getur ræktun þeirra
og nýting jafnvel haft jákvætt kol-
efnisspor. Það er held ég ekkert sem
ekki er hægt að elska við þörunga,“
segir Eydís og Silja bætir því við að
fjörur á Suðurnesjum og Suðvestur-
horni landsins séu ríkar af þessum
mögnuðu þörungum en hvað segir
hún við fréttamanninn sem spyr
hana út í vondu lyktina sem er oft
efst í fjörunni af þaranum. „Já, þarinn
er oft búinn að rotna og úldna þarna
efst í fjörunni. Við förum neðar og
náum í ferskan þara og því er gott
að gæta að sjávarföllunum áður en
maður fer að tína.“
Hráefni til heilsubótar
og veisluhalda
Bókin snýst kannski aðallega um það
hvernig nýta megi hinar ýmsu þör-
ungategundir til manneldis, bæði til
matargerðar og einnig sem hráefni til
heilsubótar. „Allan þennan tíma hef
ég verið að leika mér með þörunga í
matargerð og verið að lauma þessu
að í hina ýmsu rétti í eldhúsinu
heima en það var í rauninni ekki fyrr
en ég hitti Hinrik Carl Ellertsson,
matreiðslumeistara, árið 2016 að ég
fór virkilega að prófa mig áfram.
Hinrik vann á þessu tíma á hinum
þekkta verðlaunaveitingastað Dill og
hann opnaði fyrir mér heim matar
sem ég vissi ekki að væri til. Fyrir
mér er hann algjör listamaður á sínu
sviði og hans uppáhaldshráefni eru
þau sem við getum nýtt okkur úr
nærumhverfinu,“ segir Eydís.
Silja Gunnarsdóttir, alþingiskona
og sagnfræðingur og mágkona Ey-
dísar, var einn daginn í kaffi hjá
henni og sýndi henni erlenda mat-
reiðslubók með matþörungum sem
hún vildi þýða en hún pantaði sér
bókina eftir að hafa séð innslag um
þörunga í þættinum 60 mínútur.
„Eydís, sem er sérfræðingur í þör-
ungum, skoðaði bókina og sagði að
við myndum gera okkar eigin bók.
Í framhaldinu fengum við Hinrik og
hann fékk Karl Petersson, matarljós-
myndara, með í hópinn. Þeir hafa
báðir ástríðu fyrir því sem þeir gera
í matargerð og matarljósmyndun.
Við sóttum um og fengum styrk
fyrir gerð bókarinnar frá Miðstöð
íslenskra bókmennta og hófumst
handa,“ segir Silja.
Mágkonurnar unnu saman texta
bókarinnar, Eydís gerði kortin og
skýringarmyndirnar, Hinrik skrifaði
matartengda textann og þróaði
uppskriftirnar og Karl ljósmyndaði.
„Okkur fannst gríðarlega mikilvægt
að hönnun bókarinnar væri einstak-
lega falleg því matþörungar eru svo
misskildir. Þeir eiga það skilið að
vera upphafðir og sýndir á fallegan
hátt, því þetta er stórkostlegt hrá-
efni. Við fengum Einar Geir og Ósk
hjá hönnunarstofunni E&Co til að
hanna bókina og setja hana upp –
og eftir þriggja ára vinnu kom hún
loksins út.“
Sætur beltisþari
Bókin, sem er 261 blaðsíður, er í
raun tvískipt, helmingur bókarinnar
er helgaður uppskriftum og matar-
tengdum texta. Silja segir að mikil
áhersla hafi verið lögð á að upp-
skriftirnar væru aðgengilegar og
bragðgóðar. Fyrri hluti bókarinnar
er hins vegar alhliða fróðleikur um
þörunga, hvers vegna við eigum að
borða þá, hvernig þeir voru nýttir
áður fyrr og hvernig nýta má þá á
öruggan og sjálfbærann hátt. Svo
eru líka nánari upplýsingar um átta
helstu íslensku matþörungateg-
undirnar ásamt útbreiðslukortum
og útskýringum á því hvernig lesa
má flóðatöflur til að geta komist að
hinum mismunandi tegundum.“
Í upphafi var beltisþari og purp-
urahimna í mestu uppáhaldi hjá Ey-
dísi. „Beltisþarinn er frekar sætur,
enda kallaður sugar kelp á ensku og
sukkertare á dönsku. Hann er langur
og því hægt að nota hann til dæmis
til að vefja utan um fisk eða kjöt eins
og bananablöð. Það er líka hægt að
skera hann niður, pönnusteikja eða
djúpsteikja. Það er hægt að leika
Bók um íslenska matþörunga:
Ofurfæða úr fjörunni
Ljósmynd: Karl Petersson
Fjölmargar glæsilegar
ljósmyndir eftir Karl Petersson
prýða bók þeirra Silju
Daggar og Eydísar Mary.
vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 19