Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 52
sér ótrúlega mikið með hann. Það
er meira að segja gott að taka hann
með sér í bað og það á reyndar við
um alla brúnþörungana því í heitu
vatni gefa þeir frá sér mikið af stein-
efnum og fjölsykrum sem eru mjög
holl fyrir húðina. Purpurahimna er
rauðþörungur sem kallast nori á
japönsku og flestir ættu að kannast
við í sushi. Hún er virkilega bragðgóð
hvernig sem hún er framreidd, fersk,
þurrkuð, soðin, steikt. Þetta er æðis-
legur matþörungur. Upp á síðkastið,
sérstaklega eftir að ég kynntist Hin-
riki, hef ég verið að leika mér meira
með að vinna meira með tegund-
irnar til að framkalla flóknara bragð
t.d. með því að pækla og „pikkla“ kló-
þangskynbeð. Þá bragðast þau mjög
líkt kapers. Við höfum líka verið að
leika okkur að því til dæmis að djúp-
steikja söl, leggja sjávartrufflur í súr
og margar fleiri tilraunir sem margar
hverjar rötuðu í bókina. Hinrik er að
mörgu leyti búinn að hjálpa mér við
að enduruppgötva matþörunga með
því að kenna mér nýjar vinnsluað-
ferðir,“ segir Eydís.
Silja segir að gríðarlegir mögu-
leikar séu í aukinni nýtingu íslenskra
þörunga – og mjög fjölbreyttir nýt-
ingarmöguleikar séu í boði. „Það
eru nú þegar mörg íslensk nýsköp-
unarfyrirtæki að vinna með þá en ég
myndi vilja sjá okkur nýta betur þá
betur og búa til meiri verðmæti úr
þeim hér á landi,“ segir hún.
Lífvirkir og næringarríkir
Þegar þær eru spurðar um rann-
sóknir á efnainnihaldi þörunganna
og áhrifum þeirra á mannslíkamann
segja þær að slíkt sé nokkuð vel
rannsakað, í það minnsta hvað
snertir algenga matþörunga. „Það
er vandfundin sú planta á landi
sem inniheldur jafnmikið magn fjöl-
breyttra næringarefna, steinefna
og vítamína eins og þörungar. Þör-
ungar hafa verið nýttir til matar um
aldir og því er komin góð reynsla á
nýtingu þeirra bæði í matargerð og
sem lækningatæki. Formæður okkar
vissu til dæmis að söl gátu komið í
veg fyrir og læknað skyrbjúg.
Á undanförnum árum hefur at-
hygli vísindamanna í síauknum
mæli beinst að nýtingu þörunga,
bæði hérlendis og erlendis. Ole G.
Mouritsen, prófessor við Kaup-
mannahafnarháskóla, hefur til
dæmis rannsakað margar af þeim
matþörungategundum sem vaxa
við Ísland með tilliti til neysluöryggis
og jákvæðra áhrifa og svo sannar-
lega unnið brautryðjendastarf í því
að kynna matþörunga fyrir Norður-
landabúum. Áhugi vísindamanna
á lífvirkum efnum sem finna má í
þörungum hefur einnig aukist gríðar-
lega og þá í sambandi við nýtingu í
bætiefna-, snyrtivöru- og lyfjaiðnaði.
Þar má til að mynda nefna efni eins
og astaxanthin, sem er kraftmesta
Ef tína á tegundir
sem vaxa neðst í
fjörunni, eins og til
dæmis söl eða þara,
þarf að byrja á að
skoða flóðatöflu
og finna hentugan
dag þegar
stórstreymt er og
finna klukkan hvað
mesta fjaran er svo
þörungarnir séu
ekki undir vatni ...
Ljósmynd: Karl PeterssonLjósmynd: Karl Petersson
Ljósmynd: Karl Petersson
20 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR