Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 74

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 74
Íslandsmeistaratitill til Grindavíkur? Grindvíkingar leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki A-liða karla gegn Breiðabliki föstudaginn 11. september kl. 17:00. Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og verður einnig streymt á Youtube-rás GrindavíkTV. Á Facebook-síðu knattspyrnudeilda Grindavíkur segir: „Settur verður upp sérstakur sjö manna völlur fyrir framan áhorfendastúkuna þannig að aðstaða fyrir leikmenn og áhorfendur verði til fyrirmyndar. Af sjálfsögðu verður frítt á leikinn en við viljum biðja fólk um að dreifa vel úr sér í stúkunni og huga að sóttvörnum.“ Það er augljóslega góður efniviður í Grindavík en strákarnir hafa staðið sig frábærlega í sumar og vonandi hampa þeir Íslandsmeistara- titlinum á föstudaginn. Í síðustu umferð mættu Grindvíkingar Eyjamönnum í Lengjudeild karla á heimavelli þeirra gulklæddu sem hafa verið á góðri siglingu undanfarið. Grindvíkingar höfðu unnið síðustu þrjá leiki á undan þessum. Leikurinn var jafn og þótt Eyjamenn hafi átt fleiri færi þá vörð- ust Grindvíkingar vel. Vestmanneyingar sköpuðu nokkra hættu og sóttu stíft á Grindvíkinga í fyrri hálfleik sem vörðust ágætlega, Vladan Dogatovic sýndi glæsilega takta í markinu í þau skipti sem ÍBV fann glufu á vörn heimamanna. Hættulegasta færi fyrri hálfleiks áttu Eyjamenn þegar boltinn flæktist fyrir fótum sóknarmanns þeirra nánast á marklínu Grindvíkinga og Dogatovic hirti boltann af honum. Í næstu sókn fékk Guðmundur Magnússon send- ingu fyrir opnu marki Eyjamanna en náði ekki að reka stóru tánna í boltann og því var markalaust í hálfleik. Það voru Grindvíkingar sem byrjuðu seinni hálf- leikinn betur og á 40. mínútu sneri Sigurður Bjartur Hallsson varnarmann Eyjamanna af sér og tók skot utan vítateigs sem hafði viðkomu í varnarmann og svo í netið. Grindvíkingar því komnir í forystu gegn gangi leiksins. Eftir markið féllu Grindvíkingar enn meira til baka og þéttu vörnina en á 63. mínútu kom fyrirgjöf inn á teig þeirra, sóknarmaður Eyjamanna tók á móti send- ingunni og skallaði boltann í samskeytin óverjandi fyrir Dogotovic. Eyjamenn búnir að jafna, 1:1. Það sem eftir lifði leiks sköpuðu bæði lið sér nokkur góð færi en fleiri mörk voru ekki skoruð. Liðin skiptu því með sér stigunum en hefðu bæði viljað fá meira út úr leiknum til að þokast nær toppnum. Lengjudeild karla: Jafntefli hjá Grindavík og ÍBV Munaði einni skóstærð! Guðmundur Magnússon í dauðafæri en náði ekki til knattarins. VF-myndir: Hilmar Bragi Sigurður Bjartur Ha llsson skoraði mark Grindvíkinga gegn ÍBV og kom þ eim yfir. Það dugði þó ekki til sigurs. 42 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.