Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Page 74

Víkurfréttir - 09.09.2020, Page 74
Íslandsmeistaratitill til Grindavíkur? Grindvíkingar leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki A-liða karla gegn Breiðabliki föstudaginn 11. september kl. 17:00. Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli og verður einnig streymt á Youtube-rás GrindavíkTV. Á Facebook-síðu knattspyrnudeilda Grindavíkur segir: „Settur verður upp sérstakur sjö manna völlur fyrir framan áhorfendastúkuna þannig að aðstaða fyrir leikmenn og áhorfendur verði til fyrirmyndar. Af sjálfsögðu verður frítt á leikinn en við viljum biðja fólk um að dreifa vel úr sér í stúkunni og huga að sóttvörnum.“ Það er augljóslega góður efniviður í Grindavík en strákarnir hafa staðið sig frábærlega í sumar og vonandi hampa þeir Íslandsmeistara- titlinum á föstudaginn. Í síðustu umferð mættu Grindvíkingar Eyjamönnum í Lengjudeild karla á heimavelli þeirra gulklæddu sem hafa verið á góðri siglingu undanfarið. Grindvíkingar höfðu unnið síðustu þrjá leiki á undan þessum. Leikurinn var jafn og þótt Eyjamenn hafi átt fleiri færi þá vörð- ust Grindvíkingar vel. Vestmanneyingar sköpuðu nokkra hættu og sóttu stíft á Grindvíkinga í fyrri hálfleik sem vörðust ágætlega, Vladan Dogatovic sýndi glæsilega takta í markinu í þau skipti sem ÍBV fann glufu á vörn heimamanna. Hættulegasta færi fyrri hálfleiks áttu Eyjamenn þegar boltinn flæktist fyrir fótum sóknarmanns þeirra nánast á marklínu Grindvíkinga og Dogatovic hirti boltann af honum. Í næstu sókn fékk Guðmundur Magnússon send- ingu fyrir opnu marki Eyjamanna en náði ekki að reka stóru tánna í boltann og því var markalaust í hálfleik. Það voru Grindvíkingar sem byrjuðu seinni hálf- leikinn betur og á 40. mínútu sneri Sigurður Bjartur Hallsson varnarmann Eyjamanna af sér og tók skot utan vítateigs sem hafði viðkomu í varnarmann og svo í netið. Grindvíkingar því komnir í forystu gegn gangi leiksins. Eftir markið féllu Grindvíkingar enn meira til baka og þéttu vörnina en á 63. mínútu kom fyrirgjöf inn á teig þeirra, sóknarmaður Eyjamanna tók á móti send- ingunni og skallaði boltann í samskeytin óverjandi fyrir Dogotovic. Eyjamenn búnir að jafna, 1:1. Það sem eftir lifði leiks sköpuðu bæði lið sér nokkur góð færi en fleiri mörk voru ekki skoruð. Liðin skiptu því með sér stigunum en hefðu bæði viljað fá meira út úr leiknum til að þokast nær toppnum. Lengjudeild karla: Jafntefli hjá Grindavík og ÍBV Munaði einni skóstærð! Guðmundur Magnússon í dauðafæri en náði ekki til knattarins. VF-myndir: Hilmar Bragi Sigurður Bjartur Ha llsson skoraði mark Grindvíkinga gegn ÍBV og kom þ eim yfir. Það dugði þó ekki til sigurs. 42 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.