Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 27
Hugleiðingar formanns SAR Suðurnesjalína II? Hvar er málið statt? Getum við ekki komist að niður- stöðu um eitt mikilvægasta mál fyrir framtíð Reykjaness og hvernig framtíðarþróun á atvinnu og búsetu verður? Það er deginum ljósara að við getum tekið góðar ákvarðanir um framtíðina sbr. nýjan skóla í Reykjanesbæ þar sem hugsað er fyrir öllu og börnum gefin tækifæri á að þróast og takast á við framtíðina en við getum ekki tekið ákvörðun um að tryggja af- komendum örugga raforku til að leiða okkur inn i framtíðina í verkefnum eins og að rafvæða allan bílaflota, taka á móti nýjum fyrirtækjum sem þurfa raforku til sinnar þróunar og vörusölu, farið í fiskeldi á landi, reist gagnaver og margt annað sem skapar okkur sérstöðu til frambúðar. Flugvöllurinn og allt sem honum tengist mun alltaf verða bakbein atvinnulífs á svæðinu og mun vaxa aftur en nýtum alla tengda mögu- leika svo áföllin verði minni ef ein- hver í framtíðinni. Svæðið okkar hefur upp á óend- anlega möguleika að bjóða en við verðum að geta tekið ákvarðanir svo möguleikarnir raungerist. Ég skora á þá sem fara með málið að láta það ekki tefjast meira en orðið er og í raun langar mig ekki að rifja upp sögu verksins heldur horfa til framtíðar. Guðjón Skúlason, formaður SAR (Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi). Píratar í Reykjanesbæ vilja menntabraut fyrir atvinnulausa Píratar í Reykjanesbæ hafa miklar áhyggjur af atvinnuástandinu hér á svæðinu. Í síðasta mánuði var um 20% atvinnuleysi á Suðurnesjum og þar sem fólk í ferðaþjónustu hefur fengið uppsagnir á síðustu dögum má búast að atvinnuleysi hafi aukist verulega. Við teljum að nú sé lag fyrir bæj- arstjórnina að skoða allar þær til- lögur sem komu fram á vefnum Betri Reykjanesbær um atvinnu- skapandi hugmyndir og styðja þá aðila eða greiða götu þeirra til að stofna fyrirtæki um þær hug- myndir. Til dæmis væri hægt að bæta hjólreiðastíga, útbúa sjóböð á Berginu og setja af stað ýmis- lega vistvæna starfsemi eins og „aquaponics“-verkefni á Suður- nesjum, sérstaklega þar sem það er mikið fiskeldi á svæðinu og ylrækt ofan á það. Hafrann- sóknastofnun, Háskóli Íslands og Keilir gætu svo komið þarna að sem fagaðilar og stundað rann- sóknir og þróun sem gæti byggt upp framtíðaratvinnutækifæri á svæðinu. Opna þarf aftur aðstöðu Virkjun mannauðs þar sem fólk getur komið saman og „brain- stormað“ um atvinnutækifæri og haft aðstöðu til að taka næstu frumkvöðlaskref með stuðningi bæjaryfirvalda. Ekki er ólíklegt að önnur sveitarfélög á Suður- nesjum vildu taka þátt í slíkri uppbyggingu fyrir atvinnulausa en auðvitað að uppfylltum reglum Almannavarna vegna Covid-19- faraldursins. Píratar í Reykjanesbæ styðja líka hugmyndir um að hleypa á stokk menntabraut fyrir atvinnu- lausa á Suðurnesjum og hvetja bæjaryfirvöld til að beita sér fyrir slíku hið snarasta. Í raun má segja að Píratar styðji við flestar hugmyndir um atvinnuuppbygg- ingu utan þeirra sem myndu rýra loftgæði í Reykjanesbæ og stefna heilsu íbúa í hættu. Stjórn Pírata í Reykjanesbæ. Loksins leið af leigumarkaði Að búa við húsnæðisöryggi er okkur öllum mikilvægt. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á fjölbreytt úr- ræði á húsnæðismarkaði því þarfir okkar eru ólíkar. Fyrir skömmu samþykkti Alþingi eitt af áherslumálum félags- og barnamála- ráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um hlutdeildarlán. Þessi breyting mun skipta sköpum fyrir stóran hóp fólks sem hefur hingað til talið langsótt að komast í eigið húsnæði. Aðeins 5% eigið fé Hlutdeildarlánum er ætlað að auð- velda tekju- og eignalitlum ein- staklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd. Hægt verður að sækja um lánin frá 1. nóvember næstkomandi. Með hlutdeildarlánum veitir ríkið 20% viðbótarlán fyrir húsnæðis- kaup sem endurgreitt er við sölu eignarinnar. Kaupandi þarf aðeins að leggja út eigið fé sem nemur að lág- marki 5%. Hér er því verið að brúa bil á milli lána sem veitt eru af fjár- málafyrirtækjum eða lífeyrissjóðum og kaupverðs. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á láns- tímanum heldur fylgja þau fast- eigninni og endurgreiðast við sölu, eða 25 árum frá lántöku, og er þá miðið við sama hlutfall af verðmæti eignarinnar og upphafleg lánveiting hljóðaði upp á. Skilyrðin Með hlutdeildarlánum er Hús- næðis- og mannvirkjastofnun (HMS) veitt heimild að veita lán fyrir fyrstu kaupendur og kaup- endur sem ekki hafa átt fasteign síðastliðin fimm ár og hafa tekjur undir 7.560.000 kr. á ári miðað við einstakling eða 10.560.000 kr. samanlagt fyrir hjón á ári miðað við síðastliðna tólf mánuði. Við þá fjárhæð bætast 1.560.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni fram að tuttugu ára sem býr á heimilinu. Aðeins er lánað fyrir nýjum íbúðum en heimilað verður að veita hlut- deildarlán til kaupa á hagkvæmum íbúðum í eldra húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins sem hlotið hefur gagngerar endurbætur, enda sé ástand þeirra þannig að jafna megi til nýrrar íbúðar. Með þessari leið skapast aukin hvati til þess að byggja hagkvæmar og góðar íbúðir sem henta fyrir þennan hóp. HMS telur þessa leið ekki þess valdandi að lækka húsnæðisverð þar sem áætlað er að um fjórum milljörðum kr. verði varið árlega við kaup á 400–500 íbúðum. Raunveruleg kjarabót Tekjulágir einstaklingar hafa of lengi verið fastir á leigumarkaði en tölurnar sýna okkur að stór hluti þeirra vill komast í eigi húsnæði. Nú er ríkið að stíga myndarlegt skref til þess að aðstoða fólk því það er ekki sanngjarnt að aðeins þeir sem eru með sterkt bakland geti eignast eigið húsnæði. Hlutdeildarlánin eru raun- veruleg kjarabót. Framsókn fyrir heimilin! Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins Sameiginlegt hagsmunamál að finna ásættanlega lausn á Suðurnesjalínu 2 Málefni Suðurnesjalínu 2 voru tekin fyrir á fyrsta fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsnis Voga eftir sum- arfrí. Á fundinum var farið yfir stöðu þeirra mála og þá staðreynd að ekki fara saman áherslur bæjarstjórnar í Vogum og Landsnets um hvernig línan skuli lögð. „Þegar hefur verið stungið upp á við Landsnet að aðilar komi saman til fundar, með það að markmiði að finna ásættanlega lausn á málinu og sem er til þess fallin að þoka málinu áleiðis. Allir sem þekkja þetta mál vita hversu brýnt er að bæta afhend- ingaröryggi raforku á Suðurnesjum. Það hlýtur því að vera sameiginlegt hagsmunamál allra aðila sem að þessu máli koma að finna ásættan- lega lausn. Það er einfaldlega ekkert annað í boði,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í pistli sem hann skrifar um málið. ÚTBOÐ GERÐASKÓLI – STÆKKUN 2020 Suðurnesjabær óskar eftir tilboðum í verkið: „Gerðaskóli – Stækkun 2020“. Verkið felst í að byggja 1.260 m² viðbyggingu við Gerðaskóla, Garðbraut 90, Garði, Suðurnesjabæ. Um er að ræða steypt hús á tveimur hæðum. Í þessum áfanga verður viðbyggingin öll fullfrágengin að utan en um 360 m² fullfrágengnir að innan. Helstu magntölur og stærðir eru eftirfarandi: ■ Gólfflötur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.260 m² ■ Steypa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .650 m³ ■ Járn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55 tonn ■ Mót . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3890 m² ■ Þakflötur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .780 m² Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 6. ágúst 2021. Útboðsgögn (á tölvutæku formi eingöngu) verða send þeim er þess óska með tölvupósti frá og með fimmtudeginum 10. september n.k.. Umsóknir um útboðs- gögn skulu sendar á netfangið vs@vss.is. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, Garði, mánudaginn 28. september n.k. kl. 11.00, að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Fyrirspurnir varðandi einstaka liði skulu send á netfangið bg@vss.is innan þess frests sem fram kemur í útboðslýsingu. vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.