Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 11
Sýning Listasafns Reykjanesbæjar: Áfallalandslag Landscapes of Trauma: a Reflection on Wonder. Áfallalandslag er sýning sem ætlað er að tengja áhorfandann við atburðarás áfalla sem tengjast náttúruhamförum. Sýningin er innblásin af grein sem skrifuð er af Sigurjóni Baldri Hafsteins- syni og Arnari Árnasyni, Landscapes of Trauma: a Reflection on Wonder. Sigurjón Baldur og Arnar vitna í heimspeki trúfræðinginn Mary-Jane Rubenstein þar sem hún dregur saman línu á milli ensku orðanna wonder og wound. Enska orðið wonder þýðir meðal annars á íslensku; jarðteikn, undur, kraftaverk. Wound er þýtt á íslensku sem; særa, meiða, meiðsl, áverki. Mary-Jane segir bæði orðin standa fyrir truflun hversdags- leikans, atburð sem brýtur upp daglegt líf með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Rannsókn þeirra Sigurjóns og Arnars beinist að áfalli sem íbúar Vestmannaeyja urðu fyrir vegna náttúruhamfara árið 1973 og eftirmála þess í samtímanum. Grein þeirra Sigurjóns og Arnars vakti athygli sýningarstjórans, Helgu Þórsdóttur, þar sem Reykjanesið virðist vera að vakna í jarðfræðilegum skilningi og hafa margir jarðskjálftar mælst hærra en fjögur stig á Richter-mælikvarða frá seinni hluta ársins 2020. Þannig kviknaði sú hugmynd að nota tungumál myndlistarinnar til að tjá áfall sem fylgir áverkum og undrum þess sem verður fyrir hamförum af völdum náttúruafla. Lista- mennirnir sem taka þátt í sýningunni Áfalla- landsslagi eru allir þekktir fyrir að vinna með krafta náttúrunnar í eigin myndlistarsköpun. Ósk Vilhjálmsdóttir (f. 1962) býr og starfar í Reykjavík. Ósk hefur haldið fjölmargar einka- sýningar og verið valin til þess að sýna á sam- sýningum bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur í listsköpun sinni enn fremur unnið með náttúruvernd og samskipti manns og náttúru þar sem Ósk virkjar þátttöku áhorfandans og skapar umræðuvettvang. Verk Óskar eru pól- itísk, gagnrýnin og hún miðlar þeim með ljós- myndum, vídeóverkum og innsetningum en þau brjótast einnig út fyrir rými listasafnsins. Rannveig Jónsdóttir (f. 1992) býr og starfar á Ísafirði og hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis. Hún vinnur með inn- setningar sem hverfast um hljóð, skúlptúr og texta þar sem hið óefnislega og efnislega styðja hvort annað innan í ákveðnu rými. Innsetningar Rannveigar verða gjarnan til út frá samspili rannsókna og skáldskapar sem snúast um það að ná stjórn á hverfulleika lífsins. Að vinna með hljóð hefur einnig gefið henni færi á að vinna með upplifun eða til- finningu og í verkum sínum hefur Rannveig m.a. gengið út frá hafinu, tækni, minningum og heimþrá. Halldór Ásgeirsson (f. 1956) hefur búið og starfað víða, lengstan tíma á Íslandi, í Frakk- landi og Japan. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar og verið valinn til þess að sýna á samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Náttúruöflin; jörð, loft, vatn og eldur hafa verið viðvarandi þema í verkum Halldórs þar sem hann vinnur áfram með sköpunarverk náttúrunnar eins og alkemisti í gullgerðar- list. Halldór leyfir hugmyndum að þroskast lengi í undirmeðvitundinni, gerir tilraunir með efni og finnur þeim farveg í gjörningum, teikningum og innsetningum. Gjörningaklúbburinn var stofnaður árið 1996 og er nú skipaður þeim Eirúnu Sig- urðardóttur (f. 1971) og Jóní Jónsdóttur (f. 1972). Gjörningaklúbburinn fær innblástur úr fjölbreyttri átt og útfærir hugmyndir sínar í margskonar miðla, ásamt því að vinna þvert á listgreinar og í samstarfi við aðra. Í verkum Gjörningaklúbbsins má einnig finna femin- ískar áherslur, vísanir í hlutverk konunnar og þær byggja gjarnan á handverki sem tengjast heimi kvenna. Vetrardagskrá Duus safnahúsa hafin með nýjum sýningum Byggða- safns Reykjanesbæjar og Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum opnuðu haustsýningar sínar síðast- liðið fimmtudagskvöld og hófst við það tækifæri vetrardagskrá Duus safnahúsa. Sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar: Fullt hús af brúðum Fimmtudaginn 3. september 2020 opnaði Byggðasafn Reykjanesbæjar sýningu á merku leikfangasafni Helgu Ingólfsdóttur. Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og í framhaldinu margskonar öðrum leikföngum sem flestir þekkja úr æsku. Hún færði Byggðasafninu allar brúður sínar að gjöf árið 2007 og heildarsafnið nokkrum árum síðar. Leikfangasafn hennar hefur aldrei áður verið sýnt í heild sinni en það er líklega það stærsta sinnar tegundar hér á landi. Helga taldi leikföng mikilvæg í þroska og leikjum barna og án efa mun sýningin vekja upp ótal góðar minningar sýningargesta úr æsku. vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.