Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 12
Heimsfaraldurinn COVID-19 hefur markað djúp spor í okkar daglega líf og kemur til með að hafa varanleg áhrif á líf okkar allra. Við höfum séð heimsmyndina taka stór- kostlegum breytingum á ótrúlega skömmum tíma og allir hafa þurft að endurskoða sinn lífsmáta. Nú þegar „önnur bylgja“ faraldursins hefur verið að herja á Íslendinga eftir að búið var að kveða veiruna niður og þjóðin þarf aftur að takast á við kórónuveiruna heyrast enn raddir sem vilja meina að COVID-19 sé alls ekki eins alvarlegt og haldið sé fram. Það er áberandi hve margir eru ekki tilbúnir að samþykkja þá lífskjaraskerðingu sem fylgir þeim takmörkunum sem sóttvarnalæknir leggur til að farið sé eftir til að vinna bug á veirunni – hugarfarið „þetta gerist ekki fyrir mig“ er of algengt og fólk kærulaust. Það er þetta hugarfar sem var til þess að Guðný Kristín Bjarnadóttir samþykkti að veita lesendum Víkurfrétta innsýn í reynsluheim þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á COVID-19 en hún og fjölskylda hennar gengu í gegnum hræðilega lífsreynslu sem valdið hefur sárum sem munu aldrei gróa að fullu. Hjónin Guðný Kristín Bjarnadóttir og Jónas Finnbogason eru bæði fædd og uppalin á Ísafirði. Eins og margt ungt fólk héldu þau í nám til Reykja- víkur þar sem þau svo ílengdust. Þegar þau fluttu í bæinn voru þau tvö með þrjú börn en fyrr en varði höfðu þrjú til viðbótar bæst í hópinn. Þar sem húsnæðisverð á höfuð- borgarsvæðinu var hærra en ung og barnmörg fjölskylda hafði ráð á varð það úr að þau festu kaup á húsnæði í Sandgerði þar sem þau búa. Blaða- maður Víkurfrétta settist niður með þeim hjónum og fékk að heyra sögu þeirra. Sumarfrí á Vestfjörðum Þegar við setjumst niður er fjöl- skyldan nýkomin úr sumarfríi sem þau vörðu í sumarbústað fjölskyld- unnar í Haukadal í Dýrafirði. Þau ferðuðust lítillega um Vestfirðina auk þess að verja tíma með pabba Guðnýjar sem býr á Ísafirði. „Það má segja að tíminn fyrir vestan hafi farið í að sleikja sárin,“ segir Guðný. „Maður vill ekkert vera að ferðast mikið í þessu ástandi, við kíktum á Bíldudal en megnið af tím- anum vorum við inn á Ísafirði með pabba.“ – Þið fenguð nú að kynnast kórónuveirunni, ertu til í að segja okkur ykkar upp- lifun af því sem gerðist? „Já, við fengum heldur betur að kynnast COVID-19. Þetta hófst þannig að við fórum, foreldrar mín, ég, systir mín og maðurinn hennar, til Kanaríeyja í mars. Sólarhring eftir að við komum til Kanarí byrjaði pabbi að veikjast og við héldum að þetta væri eitthvað eftir ferðalagið, hann væri bara eitthvað slappur. Svo versnaði honum bara alltaf þannig að við erum nokkuð viss að hann hafi smitast á Íslandi áður en við fórum út – en hann sýndi aldrei þessi Covid-einkenni sem alltaf var verið að hamra á svo við vorum eiginlega bara á því að þetta gæti ekki verið Covid. Svo fórum við systurnar heim en þau ætluðu að vera lengur og önnur systir okkar ætlaði út til þeirra. Þegar ég lendi hérna þann 14. mars virðist allt vera farið af stað, bara á þeim stutta tíma sem það tók okkur að fljúga heim. Þá er búið að setja á útgöngubann á Kanarí, allir sem koma heim eru settir í sóttkví og þar fram eftir götunum. Þá fór allt í gang við að koma þeim heim enda var pabbi fárveikur úti – en eins og ég segi þá var hann aldrei með þessi dæmigerðu einkenni. Mamma og pabbi komu svo heim aðfaranótt 19. mars og ég sótti þau á flugvöllinn. Pabbi, sem var að verða áttræður, stóð þá varla undir sér og þau voru alveg búin á því.“ Hver vísar á annan „Strax morguninn eftir að þau komu heim fór ég að leita eftir hjálp fyrir þau, fá lækni eða eitthvað því við máttum auðvitað ekki mæta á heilsugæsluna. Hjúkrunarfræðingar sögðu okkur að hafa samband við heilsugæsluna, heilsugæslan benti á 1700 sem vísaði á heilsugæsluna – allir vísuðu hver á annan. Ég hringdi á neyðarlínuna en það var talið betra að tala fyrst við lækni þar sem ekki var talið að hann væri með Covid. Þetta endaði svo á því þegar Jónas kom heim úr vinnu síðdegis og sá hvað pabbi var veikur að hann hringdi aftur í neyðarlínuna og við sögðumst þurfa að fá bíl núna því værum búin að gefast upp á að leita aðstoðar. Þegar sjúkrabíllin loks kom var pabbi orðinn svo máttfarinn að það þurfti börur til að færa hann í sjúkra- bílinn og skömmu eftir að hann er farinn er hringt í mig. „Hvert eigum við að fara með hann?“ Þeir vissu ekkert hvert ætti að fara með hann, þetta er auðvitað í byrjun farald- ursins og enginn vissi neitt en það endaði á því að það var farið með hann á Landspítalann og hann lagður inn á A7, Covid-deildina. Svo kom í ljós daginn eftir að hann var með Covid.“ – Þá var hann búinn að vera veikur í tvær vikur eða hvað? „Já eða lengur. Hann var búinn að vera slappur í einhvern tíma og sennilega veikur í meira en tvær vikur.“ Öll fjölskyldan í sóttkví „Ég var auðvitað búin að vera í sóttkví en nú var öll fjölskyldan sett í sóttkví og pabbi var auðvitað á spítalanum. Við máttum ekkert hitta hann, sýkingin var alltaf á upp- leið hjá honum en svo fyrir eitthvað kraftaverk fór honum að batna. Þær voru mjög hissa á því á spítalanum hvað hann hefði náð sér fljótt en hann var þar í fjórar nætur og var þá sendur heim. Pabbi var ennþá veikur en sýkingin var á niðurleið og hann var að taka lyf, gera öndunaræfingar og svo vorum við í sambandi við hjúkrunarfræðing á hverjum degi.“ – Var hann heilsu- hraustur fyrir þetta? „Já, hann er auðvitað fullorðinn en fyrir utan að hafa fengið krabba- mein fyrir nokkrum árum sem var skorið í burtu þá var hann nokkuð heill heilsu. Í dag er hann líkamlega heilsuhraustur en andlega hliðin kannski ekkert upp á það besta. Þarna vorum við hjónin, mamma og fimm börn komin í sóttkví og pabbi í einangrun. Svo veiktust mamma og Jónas á sama tíma, þau fóru saman í sýnatöku sem sýndi jákvætt og þá voru þau komin í ein- angrun.“ Sjálfskipaðir hjúkrunarfræðinginn standa vaktir „Ég og elsta dóttir mín urðum eiginlega sjálfskipaðir hjúkrunar- fræðingar við þetta og tókum vaktir til að fylgjast með þeim, hún tók næturvaktir og ég dagvaktir. Ég hafði keypt súrefnismettunarmæli og við þurftum að fylgjast með súr- efni og hita, svo þurfti að elda og fá þau til að borða og allt þetta. Þar sem við vorum í sóttkví og enginn mátti koma inn á heimilið var litla aðstoð að fá og við gerðum það sem við gátum. Þau veiktust bæði alvarlega en mamma var með undirliggjandi sjúkdóma og við þurftum að fylgjast mjög vel með henni, skráðum allt niður; hitann, mettunina og ég talaði við hjúkrunarfræðing á hverjum degi. Svo fór mettunin að hrapa niður og ég vildi láta líta á hana en mamma bar sig vel, sagðist bara vera svolítið þreytt. Það var úr að sjúkra- bíll var sendur eftir henni bara til að láta líta á hana. Hún vildi engar börur og ég studdi hana út í sjúkra- bílinn sem fór með hana á spítalann. Skömmu eftir komuna á spítalann hrakaði henni mjög og strax daginn eftir var hún komin í tólf lítra af súr- efni.“ – Hvað þýðir það? „Fimmtán er hámark, næst skref eftir það er bara öndunarvél.“ Biðin „Fljótlega var mamma komin í fimmtán lítra af súrefni og ég var í stöðugu sambandi við lækni og hjúkrunarfræðinga, átti í fínum sam- skiptum við þau. Það var bara verið að bíða og sjá og alltaf að vonast eftir því að hún færi að taka við sér. Á mánudeginum fékk ég að fara í heimsókn til mömmu, við höfðum ekkert fengið að hitta hana nema maðurinn minn og pabbi því þeir voru sýktir. Jónas hafði verið svo veikur daginn áður að hann hafði farið á göngudeildina og fengið vökva í æð svo hann var hressari þennan dag. Ég fór inn um sérinn- gang og var klædd í þessa mún- deringu til að hitta mömmu. Það var svolítið áfall að sjá hvað hún COVID-19 er dauðans alvara Fólk á erfitt með að ímynda sér þau skelfilegu áhrif sem veiran getur valdið Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Fæst í flestum apótekum Reykjanesbæjar V ið ta li ð bi rt is t í 30 . t bl . r af ræ n n a V ík u rf ré tt a 20 20 . 12 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.