Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 77
hvað að gera, aðallega til að koma í veg fyrir leiða.
Fyrst var ég ekkert á því að vinna en núna nýt
ég þess, það heldur mér uppteknum – sérstaklega
yfir veturinn.“
– Ferðu ekkert heim yfir vetrartímann?
„Fyrstu tvö árin fór ég heim milli október og
febrúar. Síðasta ár var ég hérna allan veturinn
að undanskilinni einni viku, svo heimsótti
fjölskylda mín mig í viku. Núna í ár verð ég
hérna í allan vetur fyrir utan jólin, þá fer ég til
Skotlands. Það er aðallega út af vinnunni, þeir
þurfa á mér að halda þar. Námið
nýtist mér í vinnunni að hluta
til en það er margt sem maður
lærir ekki í skóla og þarf að til-
einka sér á vinnumarkaðnum
– eins og í hverju öðru starfi.“
Kemur frá „litlum“
bæ í Skotlandi
„Ég kem frá Irvine, sem er á suð-
vesturströnd Skotlands. Það er lítill bær
á skoskan mælikvarða en væri stór á Ís-
landi, þar búa um þrjátíu þúsund manns.
Foreldrar mínir voru frá Glasgow en
við fluttum þangað vegna vinnu pabba
míns, hann var einnig verkfræðingur
og vann hjá fyrirtækinu sem skipu-
lagði bæinn. Mamma var kennari svo
hún gat unnið hvar sem var og því flutti
fjölskyldan þangað, þar ólst ég upp. Ég
á yngri systur og tvo eldri bræður, svo
auðvitað mömmu en faðir minn lést
þegar ég var tíu ára gamall. Ég er mjög
náinn mömmu minni, hún hefur gert
mikið fyrir okkur systkinin.“
– Verandi skoskur hlýturðu að
eiga þitt eigið „tartan“ (litur og
munstur á „kilti“, skosku pilsi).
„Eiginlega ekki, fjölskyldunafn mitt á
ekki sitt eigið „tartan“ en ég á „kilt“ sem
er í litum liðsins míns, ég styð Glasgow
Rangers og það á sitt eigið „tartan“.
Annars myndi ég yfirleitt ekki ganga
í „kilti“, ég vinn með öðrum Skota og
hann spurði hvort ég ætti „kilt“ – sem
ég á en ekki hér á Íslandi. „Af hverju
ætti ég að eiga svoleiðis á Íslandi?“ Þá
sagðist hann eiga fjögur hérna sem hann
klæðist gjarnan. „Til hvers?,“ spurði ég.
„Til að labba niður Laugarveginn?“
Hann svaraði því játandi og ég sagði
hann ruglaðan. Ég myndi bara nota „kilt“
við hátíðleg tilefni eða á landsleikjum.
Maður klæðist „kilti“ á landsleikjum.“
Hefur trú á að Njarðvík
komist upp
„Ég hef fulla trú og vona að við
leikum í Lengjudeildinni á næsta
ári, við höfum leikmennina til þess
en vorum óheppnir í upphafi tíma-
bilsins með meiðsli. Núna þurfum
við bara bara að einbeita okkur að
okkar leik, það er það eina sem við
getum gert. Við erum að færast upp
töfluna og það á eftir að halda áfram
þannig, það eru þessi þrjú lið sem
verða í baráttunni [Njarðvík, Selfoss
og Kórdrengir]. Þar með er Kenneth
farinn að horfa á landsleik Skota gegn
Tékkum ásamt landa sínum og fyrir-
liða Njarðvíkinga, Marc McAusland.
... faðir minn lést þegar
ég var tíu ára gamall.
Ég er mjög náinn
mömmu minni, hún
hefur gert mikið fyrir
okkur systkinin ...
Hogg hefur verið á skotskónum í sumar og
er núna markahæstur í 2. deild karla,
hefur skorað tíu mörk að loknum
fjórtán umferðum.
Algerir fávitar!
Talið berst að ensku landsliðsmönnunum Mason
Greenwood og Phil Foden sem voru staðnir að því að
brjóta sóttvarnareglur þegar þeir hleyptu íslenskum
stelpum upp á hótelherbergi sitt. Fyrir vikið hefur þeim
verið vísað úr landsliðshópi Englendinga og sendir heim
með skottið milli lappanna.
„Hugsa sér dómgreindarleysið, þeir eru í sínu fyrsta
landsliðsverkefni og haga sér svona. Algerir fávitar! – en
þeir eru náttúrlega enskir svo við hverju er að búast?,“
segir Kenneth og hlær. Skotar bera svo sem engan
hlýhug til Englendinga og sennilega hafa fáir fagnað
jafn heitt og innilega eins og Skotar þegar Ísland sendi
Englendinga heim eftir leik liðanna í sextán liða úrslitum
Evrópumótsins 2016.
vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 45
Kenneth
með
hundinn
sinn
Storm.