Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 70

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 70
Gerum meira en minna Hlutdeildarlán hitta í mark Afkastamikill þingstubbur var haldinn í síðustu viku og voru þau mál kláruð sem gert hafði verið ráð fyrir á stubbnum og reyndar rúmlega það. Þing- starfið er óhefðbundið í þeim kringumstæðum sem við erum að glíma við sem þjóð og við höfum verið að afgreiða mál í þinginu sem taka mið af breyttum aðstæðum. Þær breytast frá degi til dags en það er gengið vask- lega fram og viðbrögðin og aðgerðirnar flestar mælst vel fyrir og virkað vel. Eðlilega ekki allar aðgerðirnar en ríkisstjórnin hefur fylgt því að gera frekar meira en minna og almennt er mikil ánægja með það. Umræður og skoð- anaskipti í þinginu hafa nær alltaf verið eðlileg en það skortir á skilning á atvinnulífinu sem er meira en hagtölur á Excel-skjali eða kannski þá helst að margir þingmenn hafa þar engin tengsl þrátt fyrir margar ræður um atvinnulífið. Hlutdeildarlán Frumvarp félags- og barnamálaráð- herra til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál nr. 44/1998 (hlut- deildarlán) er enn eitt dæmið um sókn fyrir fyrstu kaupendur á hús- næðismarkaði. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar árið 2017 var ákvæði að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði. Í að- draganda kjarasamningsviðræðna veturinn 2018–2019 skipaði félags- og barnamálaráðherra átakshóp sem var ætlað að skoða leiðir til að auka framboð á íbúðum og aðrar að- gerðir til að bæta stöðu á húsnæðis- markaði. Frumvarpið var því liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði með lífs- kjarasamningum. Það er staðreynd að mikill hluti þess íbúðarhúsnæðis sem hefur verið byggt á undanförnum árum er ekki hagkvæmt fyrir fyrstu kaup- endur og tekjulága. Húsnæðið er dýrt, það er of stórt eða stendur á dýrum byggingasvæðum. Þá standa hagstæðustu vextirnir á lánum til íbúðakaupa í þeim tilfellum ein- vörðungu fyrir þá kaupendur sem hafa yfir ríflegu eigið fé að ráða. Þeir sem hafa lítið eigið fé eða jafnvel ekkert eru þar af leiðandi álitnir áhættumeiri lánahópur og greiða því gjarnan hærri vexti af lánum sem þeir taka. Allt þetta gerir það að verkum að unga fólkið okkar og tekjulágir, sem eru að taka sín fyrstu skref á fasteignamarkaði eiga oft erfitt með að útvega það fjármagn sem upp á vantar í útborgun. Hlut- deildarlánin mæta því tekjulágum afar vel og hjálpa þeim yfir erfiðasta hjallann í fjármögnun íbúðarkaupa með aðeins 5% eigið fé. Nýr hópur – mikill áhugi á hlutdeildarláni Séreignarstefna Sjálfstæðisflokksins er að allir geti eignast sitt eigið hús- næði og Sjálfstæðisflokkurinn vill fjölbreytt og hagkvæmt húsnæðisúr- ræði fyrir alla. Því skiptir miklu máli að aðgerðir hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga á sviði húsnæðismála stuðli að auknu og jöfnu framboði húsnæðis. Lækkun byggingarkostn- aðar næst með lægra lóðaverði og byggingargjöldum sem er markmiðið sem unnið er að. Með hlutdeildarlánum gefst nú nýjum hópi á fasteignarmarkaði tækifæri til að eignast sína eigin íbúð og fellur því frumvarpið vel að stefnu Sjálfstæðisflokksins í hús- næðimálum að sem flestir eignist sitt eigið húsnæði. Hlutdeildarlán geta numið 20% af kaupverði íbúðar og eigið fé 5% en tekjumörk einstaklings eru 7.560.000 og hjón 10.560.000 á ári og við það bætist 1.560.000 fyrir hvert barn undir tuttugu ára. Fyrir þá sem hafa enn lægri tekjur eða einstaklingur með 5.018.000 eða sambýlisfólk með 7.020.000 og barn innan tuttugu ára 1.560.000 er möguleiki á 30% hlutdeildarláni. Lánið er til tíu ára en hægt að fram- lengja það þrisvar sinnum í fimm ár eða alls 25 ár. Með þessum tekju- mörkum er alveg nýjum hópi fyrstu kaupenda gefið tækifæri til að eignast sína eigin íbúð. Á næstu tíu árum verða lagðir 40 ma.kr. í hlutdeildarlán, eða fjórir ma.kr. á ári og allt að 400 íbúðir byggðar og 20% af þeim á lands- byggðinni. Hlutdeildarlán er hægt að endur- greiða eftir tíu ár og eftir það veitir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kaupendum ráðgjöf um stöðu þeirra og endurgreiðslumöguleika á fimm ára fresti í þrjú skipti. Möguleikinn er því að vera í kerfinu í 25 ár en reynslan erlendis er að flestir kaupa sig út úr kerfinu eftir fimm til tíu ár vegna bættrar eignar- og fjár- hagsstöðu. Hlutdeildarlánin hitta því strax í mark og daginn eftir samþykkt laganna á Alþingi rigndi fyrirspurnum yfir þingmenn og Hús- næðis- og mannvirkjastofnun sem veitir lánin. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður. Verðum öll betri – saman! Allir með! er dæmi um gott sam- starf. Ég hef alltaf haft trú á að sam- starf muni skila margfeldisáhrifum, miklum meiri en ef hver væri í sínu horni með sín flottu en stöku verk- efni. Allir með er dæmi um mjög gott verkefni sem endurspeglar gildi UMFÍ (Ungmennafélags Íslands) um samstarf sem skilar betri einstakl- ingum, sterkari félögum og bættu samfélagi fyrir alla. Gildin um þátt- töku á breiðum grundvelli og að allir taki þátt á eigin forsendum eiga svo sannarlega eftir að koma í ljós í þessu verkefni. Árangurinn verður fólginn í jákvæðum áhrifum á líf fólksins, ein- staklinganna og samfélagsins í heild. Allir með! er samfélaginu til góða – og það er ungmennafélagsandinn í hnotskurn. Reykjanesbær til fyrirmyndar Í verkefninu er einblínt á alla en horft líka sérstaklega til þeirra sem reynist það meiri áskorun að taka þátt en öðrum. Lögð er sérstök áhersla á börn af erlendum upp- runa og börn sem ekki eru nú þegar í skipulögðu íþrótta- og tómstunda- starfi. Verkefnið er liður í verkefni Reykjanesbæjar að verða fjölskyldu- vænn bær. Þar er hugað sérstak- lega að vellíðan barna, jákvæðum samskiptum þeirra og sterkri fé- lagsfærni. Reykjanesbær er í þessu verkefni kyndilberi, fyrirmynd ann- arra sveitarfélaga þar sem áhersla er á þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Niðurstöður rann- sókna benda einmitt til þess að þátttaka sé lykillinn að samfélags- legri virkni og leiðinni að betra lífi, jákvæðari samskiptum, sterkari fé- lagsfærni og betra samfélagi. Í verkefninu munu 6.000 einstakl- ingar, eða hátt í 30% íbúa Reykja- nesbæjar, fá fræðslu, þjálfun og menntun í gegnum verkefnið frá um 60 mismunandi starfsstöðum sem koma að barnastarfi í sveitarfélaginu, sama hvort um sé að ræða dans- kennara, skátaforingja, barnavernd- arstarfsmann eða stuðningsfulltrúa og allt þar á milli. Fáir eru betur til þess fallin að stýra þjálfuninni en ráðgjafafyrirtækið KVAN í samstarfi við ungmenna- og íþróttafélögin í Keflavík og Njarðvík. Fjöldi gríðar- lega sterkra þjálfara með frábæran, fjölbreyttan bakgrunn stendur að baki KVAN og er ég fullviss um að KVAN og ungmennafélögin muni starfa frábærlega saman. Það mun skila betra samfélagi – fyrir okkur öll. Stefnum saman að sama markmiði Það sem er sérstaklega ánægjulegt við samfélagsverkefnið Allir með! er að sjá frumkvæði starfsmanna vaxa, verkefni sem byrjaði á einum fyrir- lestri verða að því stóra verkefni sem nú er að fara af stað. Það gerist nefnilega oft að boltum er kastað á loft sem fáir grípa. Í Reykjanesbæ var frábærri hugmynd kastað út – en margar hendur á lofti sem gripu hana. Hér eru allir í sama liðinu sem vilja gera gott samfélag enn betra. Ég hlakka til að taka þátt í verkefninu og sjá árangurinn. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hjördís Baldursdóttir, íþróttastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, og Hámundur Örn Helgason, íþróttastjóri UMFN. Auður Inga Þorsteinsdóttir ásamt hópnum sem standa að samfélagsverkefninu Allir með. ... og þú færð þær inn um lúguna Víkurfréttir í áskrift! Fyrir 3.500 kr. á mánuði færðu Víkurfréttir bornar heim til þín og losnar við fyrirhöfnina að sækja blaðið Áskriftargjaldið verður innheimt mánaðarlega. Pantaðu áskrift með tölvupósti á vf@vf.is Þú sendir nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer – Við höfum samband, staðfestum áskrift og færð reikning í heimabanka 38 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.