Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 31
Íslandsmeistaratitill
til Grindavíkur?
Grindvíkingar leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki
A-liða karla gegn Breiðabliki föstudaginn 11. september kl. 17:00. Leik-
urinn fer fram á Grindavíkurvelli og verður einnig streymt á Youtube-
rás GrindavíkTV.
Á Facebook-síðu knattspyrnudeilda Grindavíkur segir: „Settur
verður upp sérstakur sjö manna völlur fyrir framan áhorfendastúkuna
þannig að aðstaða fyrir leikmenn og áhorfendur verði til fyrirmyndar.
Af sjálfsögðu verður frítt á leikinn en við viljum biðja fólk um að dreifa
vel úr sér í stúkunni og huga að sóttvörnum.“
Það er augljóslega góður efniviður í Grindavík en strákarnir hafa
staðið sig frábærlega í sumar og vonandi hampa þeir Íslandsmeistara-
titlinum á föstudaginn.
Leikir framundan:
Lengjudeild karla
ÍBV - Keflavík
Hásteinsvöllur lau. 12/9 kl. 14:00
Víkingur Ó. - Grindavík
Ólafsvíkurvöllur lau. 12/9 kl. 14:00
Keflavík - Fram
Nettóvöllurinn mið. 16/9 kl. 16:30
Grindavík - Leiknir R.
Grindavíkurvöllur mið. 16/9 kl. 16:30
Lengjudeild kvenna
Keflavík - Afturelding
Nettóvöllurinn lau. 12/9 kl. 13:00
2. deild karla
ÍR - Þróttur
Hertz-völlurinn mið. 9/9 kl. 17:15
Víðir - Selfoss
Nesfisk-völlurinn mið. 9/9 kl. 17:15
Njarðvík - Fjarðabyggð
Rafholtsvöllurinn mið. 9/9 kl. 17:15
Njarðvík - Kári
Rafholtsvöllurinn sun. 13/9 kl. 14:00
Þróttur - KF
Vogaídýfuvöllur sun. 13/9 kl. 16:00
2. deild kvenna
Sindri - Grindavík
Sindravellir lau. 12/9 kl. 14:00
Grindavík - HK
Grindavíkurvöllur þri. 15/9 kl. 17:00
3. deild karla
Reynir - Vængir Júpiters
BLUE-völlurinn lau. 12/9 kl. 14:00
Ægir - Reynir
Þorlákshafnarvöllur þri. 15/9 kl. 17:00
– Verandi skoskur hlýturðu að
eiga þitt eigið „tartan“ (litur og
munstur á „kilti“, skosku pilsi).
„Eiginlega ekki, fjölskyldunafn mitt á
ekki sitt eigið „tartan“ en ég á „kilt“
sem er í litum liðsins míns, ég styð
Glasgow Rangers og það á sitt eigið
„tartan“.
Annars myndi ég yfirleitt ekki
ganga í „kilti“, ég vinn með öðrum
Skota og hann spurði hvort ég ætti
„kilt“ – sem ég á en ekki hér á Íslandi.
„Af hverju ætti ég að eiga svoleiðis á
Íslandi?“ Þá sagðist hann eiga fjögur
hérna sem hann klæðist gjarnan. „Til
hvers?,“ spurði ég. „Til að labba niður
Laugarveginn?“ Hann svaraði því
játandi og ég sagði hann ruglaðan. Ég
myndi bara nota „kilt“ við hátíðleg
tilefni eða á landsleikjum. Maður
klæðist „kilti“ á landsleikjum.“
Algerir fávitar!
Talið berst að ensku landsliðsmönn-
unum Mason Greenwood og Phil
Foden sem voru staðnir að því að
brjóta sóttvarnareglur þegar þeir
hleyptu íslenskum stelpum upp á
hótelherbergi sitt. Fyrir vikið hefur
þeim verið vísað úr landsliðshópi
Englendinga og sendir heim með
skottið milli lappanna.
„Hugsa sér dómgreindarleysið,
þeir eru í sínu fyrsta landsliðsverk-
efni og haga sér svona. Algerir fá-
vitar! – en þeir eru náttúrlega enskir
svo við hverju er að búast?,“ segir
Kenneth og hlær. Skotar bera svo
sem engan hlýhug til Englendinga
og sennilega hafa fáir fagnað jafn
heitt og innilega eins og Skotar þegar
Ísland sendi Englendinga heim eftir
leik liðanna í sextán liða úrslitum
Evrópumótsins 2016.
Hefur trú á að Njarðvík
komist upp
„Ég hef fulla trú og vona að við
leikum í Lengjudeildinni á næsta
ári, við höfum leikmennina til þess
en vorum óheppnir í upphafi tíma-
bilsins með meiðsli. Núna þurfum
við bara bara að einbeita okkur
að okkar leik, það er það eina sem
við getum gert. Við erum að færast
upp töfluna og það á eftir að halda
áfram þannig, það eru þessi þrjú lið
sem verða í baráttunni [Njarðvík,
Selfoss og Kórdrengir]. Þar með er
Kenneth farinn að horfa á landsleik
Skota gegn Tékkum ásamt landa
sínum og fyrirliða Njarðvíkinga,
Marc McAusland.
... faðir minn lést
þegar ég var tíu ára
gamall. Ég er mjög
náinn mömmu
minni, hún hefur
gert mikið fyrir
okkur systkinin ...
Ítarlegri íþróttaumfjöllun er að finna í
rafrænni útgáfu Víkur frétta
og stöðugar fréttir
birtast á vefnum
vf.is
Hogg hefur verið á skotskónum í sumar og
er núna markahæstur í 2. deild karla,
hefur skorað tíu mörk að loknum
fjórtán umferðum.
Fjórða og síðasta bikarmótið Hjólreiðasambands Íslands í
götuhjólreiðum var haldið laugardaginn 5. september og
keppendur byrjuðu og luku keppni í Grindavík.
Flokkarnir hjóluðu mislangar vega-
lengdir, allt frá 46 km til 146 km. Sá
flokkur sem hjólaði lengstu vega-
lengdina, A flokkur karla, hjólaði frá
Grindavík austur Suðurstrandaveg
að Þorlákshafnarvegi, þar var snúið
við og sama leið hjóluð til baka en
beygt upp Krýsuvíkurveg og snúið
við á Vatnsskarði, þaðan aftur niður
á Suðurstrandarveg og hjólað til
Grindavíkur.
Þrír Grindvíkingar tóku þátt í
mótinu; Jóhann Dagur Bjarnason
sem keppti í Junior karla (79 km),
Sigurbjörg Vignisdóttir sem keppti
í B-flokki kvenna (57 km) og Heimi
Daði Hilmarsson sem keppti í al-
menningsflokki karla (46 km).
Nánar verður sagt frá mótinu í
rafrænni útgáfu Víkurfrétta og við
birtum fjölmargar ljósmyndir sem
Hörður Magnússon tók í mótinu.
Einnig verður rætt við Bjarna Má
Svavarsson sem situr í stjórn hjól-
reiðadeildar UMFG og er jafnframt
formaður Hjólreiðasambandins.
Samskipamótið 2020
var haldið í blíðskaparveðri
Grindvíkingurinn Jóhann Dagur Bjarnason keppti
í Junior karla. Jóhann varð Íslandsmeistari í Junior
flokki (17–18 ára) í götuhjólreiðum fyrr í sumar.
Ljósm.: Hörður Ragnarsson
Ljósm.: Hörður Ragnarsson
vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 31