Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 26
Stöndum með íslenskri framleiðslu Áskorun á dómsmálaráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnarfólk. Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum. Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heima- byggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. Brugghúsin fram- leiða vandaðar og eftirsóttar ís- lenskar vörur, draga til sín fjölda íslenskra og erlendra gesta og eru mikil lyftistöng fyrir lítil samfélög í nærumhverfi sínu, sem nokkur teljast til brothættra byggða. Breytingar fyrir umhverfið, neytendur og frumkvöðla- fyrirtæki Rekstrarumhverfi handverks- brugghúsa á Íslandi er erfitt vegna fámennis, verulega hárra opinberra gjalda og íþyngjandi lög- gjafar. Íslensk handverksbrugghús mega samkvæmt gildandi lögum hvorki selja gestum sínum vörur til að taka út af framleiðslustað né í öðrum verslunum en áfengis- verslunum ríkisins. Starfsemi ÁTVR hentar þörfum lítilla brugg- húsa um margt illa, enda gætu þau sjálf sinnt hluta sölunnar betur og komið vörunni ferskari á markað. Þannig fengist hún nær framleiðslu með minnkuðu fótspori og á hag- kvæmari hátt, með tilheyrandi já- kvæðum áhrifum fyrir neytendur, umhverfið og afkomu brugghús- anna. Erlendir aðilar mega nú selja ís- lenskum neytendum áfengi heim að dyrum í netverslun án takmarkana. Ef íslenskir framleiðendur vilja gera slíkt hið sama þurfa þeir að flytja vörur sínar til útlanda, til þess eins að þær verði fluttar heim aftur af erlendri netverslun með tilheyrandi kolefnisspori. Ljóst er að um óeðli- lega mismunun er að ræða. Covid-19-faraldurinn hefur haft mikil áhrif á rekstur íslenskra brugghúsa og mun hafa enn meiri áhrif í haust, samhliða hruni í ferða- þjónustu. Lagalegt jafnræði á sviði netverslunar og auknir möguleikar handverksbrugghúsa til beinnar sölu gætu því beinlínis orðið til þess að bjarga fjölmörgum frumkvöðla- fyrirtækjum og þar með tryggja fjölda starfa um land allt og fram- tíðarskatttekjur. Aukin áhersla á forvarnir Breytingar þessar fela ekki í sér aukið aðgengi fólks undir lögaldri að áfengi, enda yrði það einungis selt á stöðum þar sem fólk á lög- legum áfengiskaupaaldri má koma saman. Þá styðja samtökin strangar kröfur um eftirlit með aldri kaup- enda. Í síðasta frumvarpi ráðherra var gert ráð fyrir leyfissviptingu og refsiábyrgð vegna ófullnægjandi aldurseftirlits. Samtökin fagna slíkum kröfum en benda á að engin slík ákvæði gilda um erlendar net- verslanir. Loks telja samtökin mikilvægt að halda áfram öflugu forvarnarstarfi, sem sinna má enn betur ef tekjur af sölu áfengis í netverslun renna í vasa íslenskra skattgreiðenda, frekar en erlendra fyrirtækja. Samtökin skora því á ráðherra, al- þingismenn og sveitarstjórnarfólk að standa með íslenskum hand- verksbrugghúsum og standa þannig vörð um störf um land allt, vandaða íslenska framleiðslu og íslenskar skatttekjur. Stjórn samtaka íslenskra hand- verksbrugghúsa. „Trendport er fatamarkaður þar sem fólk kaupir og selur notuð föt og fylgi- hluti, svo sem veski, skó og ýmislegt skart. Við erum bæði með barna- og fullorðinsbása, þannig að hvort heldur sem þú ert að leita að fötum á þig eða börnin þá eru allar líkur á því að þú getir gert góð kaup,“ segir Þórlaug Jónatansdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Trendport ehf., sem nýverið opnaði við Hafnargötu 60 í Keflavík. — Hvernig kom þetta til? Hugmyndin kviknaði þegar ég var að fara í gegnum skápana síðastliðið haust og fannst ég þurfa að losa mig við eitthvað af þeim fötum sem ég var ekki mikið að nota. Ég hafði auð- vitað oft gefið í rauða krossinn en ég var með föt sem voru kannski ekki kominn á þann stað að gefa þau. Þá fór ég að skoða þessa fatamarkaði. Þá þurfti að fara til Reykjavíkur og einnig var löng bið eftir að fá leigðan bás auk þess sem það er vesen að þurfa að keyra 80 km fram og til baka til að sjá um básinn. Þannig komst ég að þeirri niðurstöðu að það hlyti að vera markaður fyrir þessa þjónustu á Suðurnesjunum. Nú geta Suðurnesjamenn stokkið til og verslað þegar þeir sjá eitthvað til sölu inni á Trendport – til sölu gúpp- unni á Facebook sem þau langar í. Því það er stór hluti af svona markaði að það eru sífellt að koma „nýjar“ vörur í básana og því þarf oft að vera snöggur til að ná henni. — Hvernig voru viðtökurnar? Þetta fór alveg langt fram úr okkar björtustu vonum og kom okkur skemmtilega á óvart. Við vissum ekki alveg við hverju mætti búast með því að opna fatamarkað í miðjum júlí í miðjum Covid faraldri, þegar útsölur eru í hámarki og allir í ferðalögum. En það var bæði mikill áhugi á því að leigja bása og svo hefur verið stans- laus sala frá því að opnuðum. Það sýnir sig líka að flottar vörur, sérstak- lega merkjavara stoppar ekki lengi og selst á góðu verði, bæðir fyrir selj- endur og kaupendur. — En hvernig virkar þetta? Trendport er eins einfalt og hugsast getur fyrir bæði viðskiptavini og þá sem vilja selja notaðar flíkur. Þú leigir hjá okkur bás, skráir fötin sem þú vilt selja inn á innri vefinn okkar ásamt því að ákveða verðin þín sjálfur. Eftir það færðu afhent strika- merki sem þú festir við hverja flík og hengir upp á básinn, en innifalið í básaleigunni eru herðatré, stærðar- merkingar og þjófavarnir. Svo getur þú farið heim og fylgst með sölunni heima á innra kerfinu hjá okkur. Við stöndum í raun vaktina fyrir þig og seljum vörurnar fyrir þig. — Er þetta umhverfisvænt? Það sem heillaði mig líka var hug- myndin um að endurnýta. Það er nóg til af fatabúðum með ný föt. Og með aukinni verslun landans við netverslanir erlendis, þar sem fólk kaupir föt sem það getur ekki mátað og þarf í raun að giska á stærðirnar, þá stuðlar það að enn frekari fatasóun en hefur verið undanfarið. Með því að kaupa og selja notuð föt og fylgihluti eignast þau annað líf. Það dregur úr mengun og bætir þar af leiðandi umhverfið og stuðlar að betri heimi. Svo er ekki verra að geta fengið smá pening fyrir í leiðinni. Hér er hægt að selja af sér það sem maður notar ekki en týmir ekki að henda eða gefa.“ Ég held við gerum okkur ekki grein fyrir því að textílframleiðsla stendur fyrir um 10% af kolefnis- losun á heimsvísu. Það er meira en frá farþegaflugi sem þó hefur verið mikið í umræðunni. Íslendingar eru orðnir mun með- vitaðri um umhverfismálin, sóun og endurnýtingu. Við þurfum að tileinka okkur ný viðhorf, og með því að nýta fötin betur þá drögum við úr þessum áhrifum á umhverfið. Þannig finnum við það hjá við- skiptavinunum, bæði söluaðilum sem og kaupendum að þessu fylgir ákveðin vellíðan sem er gaman að vera hluti af. Annað líf fyrir föt og fylgihluti Í samtökunum eru eftirfarandi rekstraraðilar: Austri brugghús – Egilsstöðum Álfur brugghús – Kópavogi Belgingur, Hið austfirzka bruggfjelag – Breiðdalsvík Bjórsetur Íslands, brugghús – Hólum í Hjaltadal The Brothers Brewery – Vest- mannaeyjum Brugghús Steðja – Borgarbyggð Bruggsmiðjan Kaldi – Árskógs- strönd Dokkan brugghús – Ísafirði Flóki, Eimverk – Garðabæ Gæðingur öl – Kópavogi Húsavík öl – Húsavík Jón ríki – Höfn í Hornafirði Litla brugghúsið – Garði Malbygg – Reykjavík Og Natura - Hafnarfirði RVK Brewing Co. – Reykjavík Segull 67 – Siglufirði Smiðjan brugghús – Vík í Mýrdal Ægir brugghús – Reykjavík Ölverk – Hveragerði Ölvisholt – Flóahreppi Öldur – Mosfellsbæ 26 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.