Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 48
brjóta tveggja metra regluna, þar
að auki voru engar aðrar athafnir í
kirkjunni á þessum tíma.
Mamma var búin að velja lög og
sálma sem organistinn lék og séra
Skúli gerði eins vel og hægt var að
gera úr aðstæðum, þetta var mjög
falleg útför en þarna fannst mér
Þjóðkirkjan skella hurðum á okkur
aðstandendur þegar við þurftum
hvað mest á henni að halda.
Við leigðum bílaleigubíl sem við
bárum kistuna í að athöfn lokinni,
svo ókum við fjölskyldan öll saman
vestur með mömmu þar sem hún
var greftruð og þá voru engin vand-
kvæði að vera öll saman í kirkjugarð-
inum, þar vorum við meira að segja
fleiri en tuttugu því systur hennar
voru viðstaddar greftrunina – en af
því að þetta var haldið úti var það
í lagi.“
Minningarathöfn
í Ísafjarðarkirkju
„Ég var rosalega reið, er ennþá reið,
út í Þjóðkirkjuna því mér fannst
þetta bara ljótt. Hún á að vera til
staðar fyrir fólk á svona tímum. Við
ákváðum svo að halda minningarat-
höfn fyrir vestan og hún var haldin
í júní. Þá gátum við meira uppfyllt
óskir mömmu en samt ekki alveg.
Mamma og pabbi höfðu valið lög
eftir Elvis Presley sem voru leikin
á panflautu, þessi lög vildu þau láta
leika sem forspil fyrir athöfn í kirkj-
unni. Svona tónlist hefur margoft
verið leikin í jarðarförum, líka í Ísa-
fjarðarkirkju áður. Þá mátti ekki spila
af disk, organistinn vildi ekki leyfa
það og sagði að það ætti að nota tón-
listarfólk af svæðinu. Það endaði á
því að organistinn lék lög af disknum
en við könnuðumst ekki við nema
tvö þeirra sem hún spilaði fyrir at-
höfn. Þarna vorum við að reyna að
uppfylla óskir mömmu en aftur var
skellt á okkur. Þetta gerði mig ennþá
reiðari, því það þekkist alveg að lög
séu leikin af diskum við svona at-
hafnir, enda er ég núna búin að segja
mig úr Þjóðkirkjunni.“
Heilbrigðisstarfsfólki
þakkað
„Seinna þurfti Jónas að fara í vinnu-
ferð til Grænlands og hann fór því að
verða sér út um vottorð o.þ.h. Hann
notaði tækifærið og þakkaði starfs-
fólk Covid-deildarinnar fyrir þá
þjónustu sem það veitti enda stóðu
þau sig vel á erfiðum tímum eins og
allir vita. Talið barst í framkvæmd
kistulagningar og útfararinnar og
þá hváði starfsfólkið, það skildi
ekki hvers vegna okkur hafði ekki
verið leyft að vera viðstödd kistu-
lagninguna. Þau töluðu um að fólk
hefði jafnvel fengið að koma erlendis
frá beint í jarðarför og svo í sóttkví
en af hverju við fengum ekki að vera
viðstödd vitum við ekki.“
Lífið heldur áfram
„Það hafa engir fleiri úr fjölskyldunni
veikst eftir þetta, enda kannski enn
varkárari eftir þá lífsreynslu sem
við höfum gengið í gegnum. Þetta
hefur líka orðið til þess að annað fólk
okkur tengt, vinir og kunningjar, hafa
líka verið mjög passasöm og gætt vel
að sér. Það sá að þetta er ekki bara
pest. Þessi veira er ekki eins léttvæg
og margir halda fram, það fólk gerir
sér enga grein fyrir því hvað þetta
er rosalegt og gerist hratt. Þótt þú
veikist ekki mikið þá geturðu verið
lengi að glíma við eftirköstin, hve
lengi veit enginn í raun og veru –
eða hvort fólk nái sér að fullu yfir-
leitt. Vill fólk í alvöru taka áhættuna
á því? Ég óttast mjög að verið sé að
slaka of mikið á reglunum.
Nú erum við bara að reyna að
halda áfram með lífið. Þetta reyndi
á og framundan er mikil vinna. Jónas
er ekki með fulla starfsgetu og þarf
á endurhæfingu að halda. Þetta
liggur á sálinni á fjölskyldunni, sjálfs-
ásakanir sækja að fólki og það þarf
tíma til að vinna úr sorginni – en lífið
heldur áfram.“
Ég fékk
að kveðja
mömmu á
miðvikudeginum
eftir að hún lést,
var sú eina sem
fékk það ...
Foreldrar Guðnýjar, Ágústa og Bjarni,
höfðu verið par í yfir sextíu ár.
Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir
fæddist 28. nóvember 1941, hún lést af
völdum COVID-19 þann 1. apríl 2020.
... einu áhyggj
urnar sem hún
hafði var að
langömmubörnin
hennar væru
ekki búin að fá
gjafirnar sem
þau höfðu keypt
á Kanarí ...
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Velferðarsvið – Félagsráðgjafi í barnavernd
Velferðarsvið – Ráðgjafi
Velferðarsvið – Starfsmaður á heimili
Fræðslusvið – Starfsmaður í íþróttamannvirki
Vinnumarkaðsúrræði - Spennandi störf
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn
á sama stað. Þeim er komið til stofnana
sem eru í leit að starfsfólki. Almennar
umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Byggðasafnið: Fullt hús af brúðum
Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur opnað
sýningu á merku leikfangasafni Helgu Ingólfsdóttur.
Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og
í framhaldinu margskonar leikföngum öðrum sem
flestir þekkja úr æsku.
Listasafnið: Áfallalandslag
Sýningin Áfallalandslag er ætlað að tengja
áhorfandann við atburðarás áfalla sem tengjast
náttúruhamförum. Sýningin er innblásin af grein
sem skrifuð er af Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni og
Arnari Árnasyni, Landscapes of Trauma:
a Reflection on Wonder.
16 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR
Guðný með mömmu sinni í minigolfi á Kana
rí.