Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 18
að nýta þörunga á öruggan og sjálf- bæran hátt og á hvaða árstíma best er að nýta mismunandi tegundir. Ef tína á tegundir sem vaxa neðst í fjörunni, eins og til dæmis söl eða þara, þarf að byrja á að skoða flóða- töflu og finna hentugan dag þegar stórstreymt er og finna klukkan hvað mesta fjaran er svo þörungarnir séu ekki undir vatni. Það er passlegt að halda í fjöruna um það bil klukku- stund áður en mesta fjaran er og svo passa að festast ekki á flæði- skeri þegar fellur aftur að. Ég reyni að finna aðgengilegar fjörur sem eru tiltölulega auðveldar yfirferðar þegar ég skipulegg fjöruferðir. Það er góð regla að forðast það að stíga ofan á þangvaxna steina, það er betra að skorða fótinn vel á milli þeirra til að tryggja góða fótfestu. Ég legg einnig mikla áherslu á að gæta að sjálfbærri nýtingu. Það er mikilvægt að skera þal þörungsins af fyrir ofan festuna. Sé festan skilin eftir getur þör- ungurinn vaxið upp aftur og þá er hægt að koma aftur ár eftir ár á sama svæðið til að tína. Það er mjög auðvelt að gleyma sér og tína meira magn en maður kemst yfir og því mikilvægt að reyna að hafa stjórn á sér og sýna nægjusemi í tínslunni,“ segir Eydís. Sjávartrufflan í uppáhaldi Sjávartrufflan, eða þangskeggið, hefur notið vinsælda á mörgum virtum veitingastöðum á undan- förnum árum vegna þess hversu keimlík hún er hinni eftirsóttu trufflu, sem er tiltekin jarðsveppa- tegund og vex óvíða – til dæmis ekki hér á Íslandi. „Sjávartrufflan er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Það þarf í rauninni ekki að gera neitt sérstakt við hana til að ná fram trufflubragðinu. Mér finnst trufflukeimurinn í raun sterkastur af henni ferskri, niður í fjöru – en til að geyma hana til að nota í eld- húsinu er best að skola hana vel til að losna við ásætur og loftþurrka, annað hvort á handklæði eða við lægsta hita í blástursofni. Mikið er af ásætum á henni á haustin og því best að tína hana á vorin. Þurrkuð geymist sjávartrufflan árum saman og bragðið endist mjög vel. Það sem mér hefur reynst best, til að bragðið skili sér sem best í matinn, er að setja sjávartruffluna ekki út í matinn á meðan á eldun stendur, heldur krydda matinn með henni eftir eldun. Þá kemur trufflubragðið sterkast fram,“ segir Eydís. Lambalæri hjúpað þara „Ég held persónulega mest upp á gömlu góðu sólþurrkunina við verkun á þörungunum. Mér finnst sólþurrkuð söl til dæmis vera bragð- betri en þau sem ég þurrka inni. Ég á til að mynda ekki þurrkofn en ég veit að Hinrik notar þá mikið. Ég þurrka eingöngu innandyra þegar rakt er í veðri. Einu mistökin í þurrkun sem ég hef gert er að prófa að þurrka á gólfhita. Bæði söl og þari soðna ef þau eru lögð til þurrkunar á gólf- hita. Þurrktíminn fer eftir þykkt þörungsins og loftraka. Sjávar- trufflan er til dæmis þunn og þráð- laga og þornar á eldhúsborðinu yfir nótt. Hrossaþari og beltisþari, sem báðir eru stórgerðir og tiltölu- lega þykkir, geta tekið nokkra daga. Þegar ég sólþurrka söl og veðrið er ákjósanlegast, tekur það yfirleitt um tvo daga en ég tek sölina inn fyrir kvöldið svo dögg falli ekki á hana og legg hana aftur út seinni daginn,“ segir Eydís en í lok spjalls spurðum við Silju þingkonu hvort hún væri dugleg að nota þörunga í eldhúsinu heima. „Þó ég sé búin með þessum hópi að skila af mér heilli bók um þörunga verð ég að viðurkenna að ég hef ekki verið dugleg við það, eitthvað þó, en ég hugsa að það hafi kveikt í mér að smakka hjá Hinriki þarahjúpað lambalæri. Hann notaði ekkert annað krydd nema beltis- þara og það var rosalega gott, djúpt og gott bragð sem kom af þaranum,“ sagði Silja. ... en ég hugsa að það hafi kveikt í mér að smakka hjá Hinriki þara­ hjúpað lambalæri. Hann notaði ekkert annað krydd nema beltisþara og það var rosalega gott, djúpt og gott bragð sem kom af þaranum ... Ef tína á tegundir sem vaxa neðst í fjörunni, eins og til dæmis söl eða þara, þarf að byrja á að skoða flóðatöflu og finna hentugan dag þegar stórstreymt er og finna klukkan hvað mesta fjaran er svo þörungarnir séu ekki undir vatni ... Ljósmynd: Karl Petersson Ljósmynd: Karl Petersson Ráðgjafaþjónustu á Suðurnesjum Ráðgjafaþjónusta Krabbameinsfélagsins býður upp á ráðgjöf og stuðning í Reykjanesbæ fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur. Þjónusta býðst einnig þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini. Boðið er upp á viðtöl eða einstaklingsslökun Hægt er að panta tíma á radgjof@krabb.is eða í síma 800-4040 Stuðningshópur kvenna sem greinst hafa með krabbamein byrjar miðvikudaginn 16. september kl. 13–15 á Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Allar konur eru velkomnar. Jafningjastuðningur er eitt helsta verkfæri fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og hvetjum við konur að koma og hitta aðrar sem gengið hafa í gegnum það sama. Þjónustuskrifstofan er opin á mánudögum og miðvikudögum frá 12 til 16. Krabbameinsfélag Suðurnesja Smiðjuvöllum 8, 230 Reykjanesbæ – Sími: 421-6363 – sudurnes@krabb.is 18 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.