Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 8
Á fjórða hundrað nýjar íbúðir verða byggðar í Grindavík á næstu árum. Hin nýja íbúðarbyggð í Grindavík verður kynnt íbúum á næstu vikum. Nýja hverfið er staðsett norðaustan við Hóps braut og er gert ráð fyrir því að fjöldi íbúðaeininga í nýja hverfinu verði á bilinu 307 til 384. Megináhersla deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina byggingarreiti fyrir íbúðabyggð og samfélagsþjónustu og setja skil- mála fyrir uppbyggingu innan fyrir- hugaðs íbúða- og þjónustusvæðis í samræmi við lög og reglur þar að lút- andi. Einnig verður lagður grunnur að vönduðum frágangi bygginga og uppbyggingar innan svæðisins. Þá er eitt markmiðið að stuðla að sjálf- bæru og umhverfisvænu skipulagi með heildstæðu yfirbragði í sátt við umhverfi og samfélag. Skilgreindar verða öruggar umferðaleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi veg- farendur. Mikil ásókn í lóðir „Mikil aðsókn hefur verið í lóðir í sveitarfélaginu síðastliðin ár og hefur uppbygging gengið vel, fáar lóðir eru eftir til úthlutunar. Það var því ákveðið fyrir um ári síðan að hefja vinnu við að deiliskipu- leggja nýtt hverfi norðaustan við Hópsbraut. Tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar í bæjar- stjórn, þar gefst íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kostur á að gera athugasemdir. Auglýsingartíminn er sex vikur, “ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfis- sviðs Grindavíkurbæjar. Íbúafundur vegna deiliskipu- lagsins fer fram 9. september næst- komandi í Gjánni klukkan 18:00. Hópskóli stækkaður Einnig hefur verið unnið að hönnun á 2. áfanga við Hópskóla undan- farna mánuði og er útboð fyrir verkið í auglýsingu þessar vikurnar og er skilafrestur tilboða til 22. sept- ember. Stækkun skólans nemur um 1.100 m2 á einni hæð auk þess sem að kjallari verður undir hluta bygg- ingarinnar. Nýja byggingin kemur til með að hýsa fjórar heimastofur ásamt fjórum öðrum fyrir textíl- mennt, myndmennt, heimilisfræði og smíði. „Grindavíkurbær er stækkandi bær og þarf því að huga að vel að þeirri þjónustu sem við þurfum að standa undir við íbúa. Undanfarin ár hefur bæjarfélagið staðið í miklum framkvæmdum við bætta aðstöðu í íþróttamannvirkum. Nú er komið að því að huga að skólamálum og er fyrsta skrefið að auka við þau rými sem við höfum til kennslu í grunnskóla bæjarins með því að fara í 2. áfanga á Hópskóla. Stefnt er að því að taka 2. áfanga í notkun í byrjun árs 2022,“ segir Atli. Stækkun Hópskóla nemur um 1.100 m2 á einni hæð auk þess sem kjallari verður undir hluta byggingarinnar. Á fjórða hundrað nýjar íbúðir í Grindavík Þá er eitt mark­ miðið að stuðla að sjálfbæru og umhverfisvænu skipulagi með heildstæðu yfirbragði í sátt við umhverfi og samfélag ... F ré tt in b ir ti st í 3 2. tb l. ra fr æ n n a V ík u rf ré tt a 20 20 . Ljósleiðari í dreifbýli í Sveitarfélaginu Vogum Framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Vatnsleysuströnd eru nú hafnar að nýju eftir nokkuð hlé. Gera má ráð fyrir að lagningu ljósleiðarans ljúki á næstu tveimur til þremur vikum og að því loknu hafa öll lögheimili og fyrirtæki á Vatnsleysuströnd og í Hvassahrauni aðgang að nútímalegri háhraða nettengingu. Íbúð til leigu Lítil íbúð til leigu í Grindavík. Upplýsingar í síma 897-1494 SMáaUGLÝSiNGaR AU G LÝS I N G A S TJ Ó R I V Í K U R F R É T T A E R ANDREA@VF.IS 8 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.