Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 40
Á fjórða hundrað nýjar íbúðir verða byggðar í Grindavík á
næstu árum. Hin nýja íbúðarbyggð í Grindavík verður kynnt
íbúum á næstu vikum.
Nýja hverfið er staðsett norðaustan við Hóps braut og er
gert ráð fyrir því að fjöldi íbúðaeininga í nýja hverfinu verði á
bilinu 307 til 384.
Megináhersla deiliskipulagsins
er að afmarka lóðir og skilgreina
byggingarreiti fyrir íbúðabyggð og
samfélagsþjónustu og setja skil-
mála fyrir uppbyggingu innan fyrir-
hugaðs íbúða- og þjónustusvæðis í
samræmi við lög og reglur þar að lút-
andi. Einnig verður lagður grunnur
að vönduðum frágangi bygginga og
uppbyggingar innan svæðisins. Þá
er eitt markmiðið að stuðla að sjálf-
bæru og umhverfisvænu skipulagi
með heildstæðu yfirbragði í sátt við
umhverfi og samfélag. Skilgreindar
verða öruggar umferðaleiðir fyrir
akandi, hjólandi og gangandi veg-
farendur.
Mikil ásókn í lóðir
„Mikil aðsókn hefur verið í lóðir
í sveitarfélaginu síðastliðin ár og
hefur uppbygging gengið vel, fáar
lóðir eru eftir til úthlutunar. Það
var því ákveðið fyrir um ári síðan
að hefja vinnu við að deiliskipu-
leggja nýtt hverfi norðaustan við
Hópsbraut. Tillagan hefur verið
samþykkt til auglýsingar í bæjar-
stjórn, þar gefst íbúum og öðrum
hagsmunaaðilum kostur á að gera
athugasemdir. Auglýsingartíminn er
sex vikur, “ segir Atli Geir Júlíusson,
sviðsstjóri skipulags- og umhverfis-
sviðs Grindavíkurbæjar.
Íbúafundur vegna deiliskipu-
lagsins fer fram 9. september næst-
komandi í Gjánni klukkan 18:00.
Hópskóli stækkaður
Einnig hefur verið unnið að hönnun
á 2. áfanga við Hópskóla undan-
farna mánuði og er útboð fyrir
verkið í auglýsingu þessar vikurnar
og er skilafrestur tilboða til 22. sept-
ember. Stækkun skólans nemur um
1.100 m2 á einni hæð auk þess sem
að kjallari verður undir hluta bygg-
ingarinnar. Nýja byggingin kemur
til með að hýsa fjórar heimastofur
ásamt fjórum öðrum fyrir textíl-
mennt, myndmennt, heimilisfræði
og smíði.
„Grindavíkurbær er stækkandi
bær og þarf því að huga að vel að
þeirri þjónustu sem við þurfum að
standa undir við íbúa. Undanfarin ár
hefur bæjarfélagið staðið í miklum
framkvæmdum við bætta aðstöðu
í íþróttamannvirkum. Nú er komið
að því að huga að skólamálum og er
fyrsta skrefið að auka við þau rými
sem við höfum til kennslu í grunnskóla
bæjarins með því að fara í 2. áfanga á
Hópskóla. Stefnt er að því að taka 2.
áfanga í notkun í byrjun árs 2022,“
segir Atli.
Stækkun Hópskóla nemur um 1.100 m2
á einni hæð auk þess sem kjallari verður
undir hluta byggingarinnar.
Á fjórða hundrað nýjar íbúðir í Grindavík
Þá er eitt mark
miðið að stuðla
að sjálfbæru og
umhverfisvænu
skipulagi með
heildstæðu
yfirbragði í sátt
við umhverfi og
samfélag ...
F
ré
tt
in
b
ir
ti
st
í
3
2.
tb
l.
ra
fr
æ
n
n
a
V
ík
u
rf
ré
tt
a
20
20
.
Ljósleiðari í dreifbýli í Sveitarfélaginu Vogum
Framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Vatnsleysuströnd eru nú hafnar að nýju eftir nokkuð hlé.
Gera má ráð fyrir að lagningu ljósleiðarans ljúki á næstu tveimur til þremur vikum og að því loknu hafa öll
lögheimili og fyrirtæki á Vatnsleysuströnd og í Hvassahrauni aðgang að nútímalegri háhraða nettengingu.
Íbúð til leigu
Lítil íbúð til leigu í Grindavík.
Upplýsingar í síma 897-1494
SMáaUGLÝSiNGaR
AU G LÝS I N G A S TJ Ó R I
V Í K U R F R É T T A E R
ANDREA@VF.IS
8 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR