Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 29
Júdódeild Njarðvíkur hefur verið með athyglisvert tilraunaverkefni í gangi síðasta hálfa árið. Deildin hefur boðið upp á sérstakar júdóæfingar fyrir börn af pólskum uppruna og pólskur þjálfari sér um æfingarnar. Guðmundur Stefán Gunnarsson, yfirþjálfari júdódeildarinnar, og Eydís Mary Jónsdóttir, formaður hennar sögðu frá verkefninu. – Hvernig varð þessi hugmynd til, að vera með sér pólskan hóp? „Það er mjög stór hópur af pólskum börnum hér í samfélaginu sem er ekki að stunda neinar æfingar og við vorum búin að vera að ræða það hvernig við ættum að ná til þeirra. Reykjanesbær hefur m.a. verið að benda á að krakkar af erlendu bergi eru ekki að nýta frístundastyrkinn sinn,“ segir Eydís. „Nú tækifærið datt eiginlega upp í hendurnar á okkur þegar Aleks- andra hafði sambandi við deildina, þá var hún búin að búa hér í eitt ár og falaðist eftir vinnu við að þjálfa júdó enda er hún með svart belti í íþróttinni. Við ákváðum að nýta okkur þetta tækifæri enda erum við með mörg börn frá öðrum löndum og úr varð þetta tilraunaverkefni sem hefur gengið afskaplega vel.“ „Þetta er í raun eitt af grunn- gildum deildarinnar,“ segir Guð- mundur, „Því þegar ég stofnaði júdódeildina þá var markmiðið að allir gætu æft burtséð frá fjárhag og nú eru að verða liðin tíu ár síðan við hófum reglulegar æfingar.“ Íþróttir fyrir alla Eydís segir að þetta sé í raun út- víkkað frá upphaflegu hugmyndinni, að bjóða upp á sérstaka tíma fyrir börn af pólskum uppruna. „Þetta er jaðarsettasti hópurinn, erlendu krakkarnir okkar, og það þarf eitt- hvað íþróttafélag að stíga fram og koma til móts við þau. Það er ekki ásættanlegt að jafn fjölmennur hópur í bænum okkar sé ekki að stunda neinar æfingar, við þurfum að koma til móts við þessa krakka og ef íslenskir þjálfarar ná ekki til þeirra þá þurfum við að reyna aðrar leiðir.“ „Við sjáum svo fyrir okkur, þegar fram líða stundir, að þessi hópur blandist svo inn í aðra æfingahópa félagsins,“ bætir Guðmundur við. „Það verður ábyggilega erfitt í fyrstu en til lengri tíma litið verður það gott fyrir alla.“ Styrkir samfélagið Guðmundur starfar við málefni inn- flytjenda hjá Reykjanesbæ. Hann lítur á þetta verkefni sem skref í áttina að því að auðvelda krökk- unum að aðlagast íslensku samfélagi. „Það getur verið erfitt fyrir fólk af öðrum uppruna að fóta sig í sam- félaginu, ég held að svona verkefni sé eitt skref í áttina að því að gefa fólki tækifæri til að kynnast hvert öðru, nýbúum og íslendingum.“ „Það er öðruvísi umgjörð í kringum þessar æfingar,“ segir Eydís. „For- eldrarnir vilja mæta með börnunum á æfingar, fylgjast með og hitta aðra foreldra. Þetta fólk er auðvitað nýtt í nýju landi og það þarf að byggja tengslanet í kringum sig. Það þarf þó að stíga varlega til jarðar því á sama tíma verðum við að gæta að því að þau kynnist fleira fólki, einangrist ekki frá öðrum í klúbbnum og úr verði lokaður hópur Pólverja. Næsta vetur ætlum við að prófa að vera með tvær pólskar æfingar á viku og eina sameiginlega æfingu sem allir eiga að mæta á. Við þurfum á einhvern hátt að blanda börnunum saman og einnig foreldrunum.“ Mikil samheldni „Pólsku foreldrarnir eru ótrúlega drífandi og viljugir að taka þátt í starfinu með börnunum sínum,“ segir Eydís. „Við höfum haldið nokkurs konar uppskeruhátíð í lok hvers námskeiðs og þá hefur sal- urinn verið fullur af foreldrum – og báðir foreldrar mæta. Þetta hefur verið svona Pálínuboð, þ.e. hver og einn kemur með einhverjar kræs- ingar með sér og setur á borðið og úr hefur orðið hin fínasta veisla. Það hefur myndast ótrúlega góður andi í salnum og skemmtileg stemmning.“ Við þetta bætir Guðmundur: „Þetta er ekki aukaálag á stjórnina því pólsku foreldrarnir taka frum- kvæðið, þeir redda því sem redda þarf og sjá um að þetta gerist. Þau leituðu til fyrirtækja sem lögðu til verðlaun handa börnunum. Þetta er harðduglegt fólk og þvílíkur mann- auður fyrir félag sem þetta.“ Þetta er lífsstíll „Að æfa júdó, brasilískt Jiu-Jitsu og glímu er lífsstíll,“ bendir Eydís á. „Við leggjum áherslu á að þetta snúist ekki eingöngu um íþróttina heldur er júdódeildin félagsskapur, samfélag. Hér á fólk að geta notið þess að vera saman og næsta vetur verða reglu- lega haldnar sameiginlegar æfingar þar sem við verðum með pizzaveislu eftir æfingu. Þetta verður liður í því að fólk kynnist fyrir utan það að bara glíma hvert við annað.“ „Við stefnum á að vera með föstu- dagsæfingu einn dag í mánuði þar sem öllum félögum á Suðurnesjum er boðið til að vera með. Þá er hug- myndin að reyna að fá Yoshiko Yura, sem er áttunda dan [8. gráða af svarta beltinu], til að sjá um æf- inguna, halda nokkurs konar æfinga- búðir fyrir þjálfara. Við erum alltaf reyna að bæta okkur,“ segir Guð- mundur. „Yura er kennari og upp- eldisfræðingur að mennt, meistara- ritgerðin hans var um hvernig eigi að kenna júdó rétt. Yura er einn hæst gráðaði júdómaður í heiminum í dag, hann býr á Íslandi og það er einstakt að hafa aðgang að slíkri uppsprettu þekkingar og hæfni.“ „Við erum líka að vinna í því að þjappa ungu krökkunum í klúbbnum saman og gefa þeim tækifæri til að styrkja tengslin sín á milli, utan vallar sem innan,“ segir Eydís. „Við eigum marga frábæra iðkendur sem hafa einnig verið að þjálfa og við viljum breikka þann hóp og styrkja, gera það eftirsóknarvert að kenna. Við höfum verið að hvetja þau til að gera eitthvað saman fyrir utan æfingar, eiga góða stund saman og styðja við bakið hvert á öðru.“ – Hvað eru margir iðk- endur hjá ykkur? „Við erum nýbúin að taka nýtt skráningarkerfi í notkun,“ segir Guðmundur. „Núna erum við með um áttatíu virka iðkendur, það er fyrir utan pólska hópinn sem telur í kringum fjörutíu krakka. Þetta eru um 120 iðkendur í það heila og það hefur orðið mikil aukning í iðkendafjöld sem eru tuttugu ára og eldri. Svo hefur komið til tals að vera með æfingar fyrir eldri júdó- kappa, þeir eru fjölmargir hérna í bænum sem æfðu í gamla daga og vilja koma til að taka rólegar æfingar einu sinni í viku – án þess að slasa hvern annan,“ segir Guðmundur og hlær. „Það getur hver sem er komið á æfingar hjá okkur, aldur og líkam- legt ásigkomulag skiptir ekki máli. Hér er lögð áhersla á að allir geti æft miðað við sína getu. Þeir sem eru lengra komnir eru ekki að taka á ný- liðum, þeir leyfa þeim að kasta sér og læra af þeim. Um það snýst júdó, brasilískt Jiu-Jitsu og glíma, að allir geti verið með.“ „Ég held að það að taka brasilískt Jiu-Jitsu inn í deildina hafi haft þessi áhrif, júdókappar eiga það til að vera vera uppfullir af egói. Núna er egóið skilið eftir fyrir utan salinn,“ segir Eydís. „Það er önnur menning inn á vellinum hjá okkur en hjá flestum öðrum júdófélögum. Menningin í íslensku glímunni hefur einnig breytt anda deildar- innar en þar er, eins og í brasilísku Jiu-Jitsu, meiri áhersla lögð á að búa til jákvæða upplifun, gefa iðk- endum það rými sem þeir þurfa til að þrífast, bæta sig og njóta þess að að vera – og síðast en ekki síst að kynnast og njóta samveru við glímu- menn hvaðanæva að úr heiminum.“ „Það hefur áhrif á gráðanir hjá iðkendunum mínum, ég gráða þá ekki upp fyrr en þeir eru farnir að geta ráðið við egóið sitt,“ segir Guð- mundur. „Egó og keppnisskap er af hinu góða en þú verður að geta stjórnað því.“ Þeir sem vilja kynnast júdó betur geta sent fyrirspurnir á judo@umfn. is eða mætt á æfingu. Júdó er lífsstíll Aleksandra Kołtunowska sér um æfingarnar fyrir pólsku krakkana hjá júdódeild Njarðvíkur. Hún hefur æft júdó í sautján ár, síðan hún var fimm ára gömul en þá fór pabbi hennar með hana á sína fyrstu æfingu. Í dag er hún með annað dan [2. gráða af svarta beltinu] og hefur talsverða reynslu af keppni og þjálfun. „Ég hef keppt mikið og hef m.a. lent í fimmta sæti í Evrópukeppni,“ segir Aleksandra. – Hvernig stendur á því að þú ert að þjálfa hér á Íslandi? „Kærastinn minn fór að vinna hérna og ég kom í kjölfarið. Ég hafði þjálfað börn og fullorðna í Póllandi í þrjú ár auk þess að vinna á leikskóla. Ég hef ekki getað fengið vinnu á Íslandi vegna þess að ég tala ekki tungumálið og þar sem ég hafði enga vinnu þá sóttist ég eftir að taka að mér æfingar hér. “ – Hvernig finnst þér þetta hafa gengið? „Þetta hefur gengið mjög vel, það fjölgar í hópnum og þau eru farin að nálgast fjörutíu iðkendur. Við byrjuðum að æfa í febrúar, þá voru þau bara fimm.“ Þær fyrstu í hópnum Þær Lena Andrejenko, Gabriela Chojnacka og Gabriela Sobczak aðstoðuðu okkur í viðtalinu og túlkuðu það sem fram fór. Þær voru með fyrstu iðkendunum sem fóru að æfa í pólska hópnum. Stelpurnar sögðu júdó vera mjög skemmtilegt og eftir að þær byrjuðu að æfa fóru fleiri að bætast í hópinn. „Við byrjuðum og svo komu vinir okkar og allt í einu vildu allir æfa saman,“ segja þær stöllur og brosa út að eyrum. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Lena Andrejenko, Gabriela Chojnacka, Aleksandra Kołtunowska, þjálfari, og Gabriela Sobczak ánægðar eftir góða æfingu. Pólsk afreks- íþróttakona Pólskur krakkahópur í júdó gefur góða raun Eydís Mary Jónsdóttir. Guðmundur Stefán Gunnarsson. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Áður birt í 31. tbl. 2020 rafrænna Víkurfrétta. vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.