Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 47

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 47
var rosalega veik, með súrefnis- slöngur í nefinu og maska. Svo var maður að reyna að tala við hana og strjúka með hanska. Hún gat lítið talað, var svo móð og þótti vont að taka maskann af. Ég var hjá henni í um einn og hálfan tíma, þá fór ég heim en Jónas og pabbi voru áfram því það átti að vera fundur með lækninum.“ Ákvörðun mömmu „Læknirinn kom seinni partinn og þá sagðist hann halda að veiran væri búin að sigra mömmu, að hann teldi að þeir gætu ekki gert neitt frekar fyrir hana. Hún vildi ekki fara í öndunarvél því þeir töldu að það myndi ekki gera neitt fyrir hana – en það var hennar ákvörðun að vilja ekki reyna það. Hún var alveg með á nótunum og tók því bara að þetta væri búið. Hún var alveg búin að sætta sig við það en einu áhyggjurnar sem hún hafði var að langömmubörnin hennar væru ekki búin að fá gjafirnar sem þau höfðu keypt á Kanarí, að þær kæmust nú örugglega til skila. Í kjölfarið fengu systkini mín að heimsækja hana en auðvitað íklædd þessari sóttvarna- múnderingu. Á þriðjudagskvöldinu vildi pabbi ekki fara frá mömmu en hann var ekki í neinu standi til vera hjá henni alla nóttina svo við fengum það í gegn að systir mín fengi að vera hjá henni. Klukkan fjögur var pabbi kominn aftur og hann var hjá henni þegar hún fór. Mamma dó í há- deginu á miðvikudeginum 1. apríl, hún missti meðvitund seinni part þriðjudags og fjaraði svo út.“ Miður sín af sorg „Ég fékk að kveðja mömmu á mið- vikudeginum eftir að hún lést, var sú eina sem fékk það, og þegar ég kom heim var ég auðvitað miður mín, ég hafði misst mömmu mína. Jónas var heima, fárveikur inni í herbergi í einangrun og daginn eftir, þegar maður kom aftur til sjálfs síns, þá áttaði ég mig á hvað hann væri orðinn veikur og hefði þurft að fara á spítalann daginn sem mamma deyr. Þá hringdi ég á sjúkrabíl fyrir Jónas og hann var eins og pabbi, það þurfti að bera hann út í bílinn. Jónas var svo veikur að hann strax var settur í súrefni. Hann var svo orkulaus að hann gat ekki talað í síma svo öll okkar samskipti voru í gegnum hjúkrunarfræðing. Jónas var inni í fimm nætur og tveir dagar voru eins og hjá mömmu – það var bara verið að bíða og sjá. Það var eiginlega eins og ég væri að fara í gegnum sama ferlið með hjá mömmu, sömu samtölin. Ég hélt að hann væri að fara líka.“ Fimmtán metrar „Þegar þarna var komið var ég líka sett í einangrun og þau vildu senda mig í sýnatöku, ég hafði þegar farið í tvær og í bæði skiptin reynst nei- kvæð. Sýnatakan reyndist enn og aftur neikvæð. Elsta stelpan mín var þá ein með öll börnin í sóttkví og að hugsa um pabba, ég var í ein- angrun og Jónas á spítala. Ég fékk svo loksins símtalið um að Jónas væri farinn að braggast og þau væru jafnvel að hugsa um að senda hann heima, hann hafði gengið fimmtán metra með stuðningi en án súr- efnis – hann hékk eiginlega á þeim en það þótti afrek að komast þessa fimmtán metra. Þær voru ótrúlega ánægðar hvað honum hefði farið fram. Svo var Jónas sendur heim í þessu ástandi því starfsfólkið á Covid-deildinni var svo hrætt um að það væri væntanleg holskefla vegna páskanna og það var verið að senda þá heim sem var hægt. Þau vissu að heima fengi hann góða þjónustu, við værum vön og réðum við þetta. Hann svaf eiginlega alla þessa viku sem hann var í einangrun, var bara í móki.“ Sex vikur í sóttkví – Þegar allt er tekið saman, hve lengi voruð þið fjöl- skyldan í sóttkví? „Við vorum samtals í sex vikur, þetta reyndi á en það voru allir indælir við okkur, fóru í búð og vildu allt fyrir okkur gera. Bjarni, sá yngsti, fékk meira að segja sendingu heim af leikskólanum. Það þótti öllum svo undarlegt að allar sýnatökur sem ég fór í reyndust neikvæðar, ég var búin að vera í miklu samneyti við þá sem höfðu veikst án þess að veikjast sjálf, svo ég var send í mótefnamælingu. Hún reyndist jákvæð og ég mældist með mótefni en veit ekkert hvenær ég hef veikst. Ég hafði verið þreytt og slöpp, með smá pirring í hálsi um tíma, en það er engin leið að sjá hvenær ég gæti hafa veikst. Þeir sögðu að mögulega hefði veiran ekki verið nógu sterk í hálsinum í sýna- stökunni til að mælast eða ég gæti jafnvel hafa veikst fyrir löngu síðan. Það væri engin leið að vita það en ég treysti því engan veginn að ég geti ekki fengið þetta aftur, veiran er að stökkbreytast og þeir eru líka að læra inn á þetta. Þannig að ég tek enga sénsa.“ Var brugðið fyrst eftir sóttkví „Mér brá þegar ég fór í fyrsta skipti út í búð eftir að hafa verið lokuð í sóttkví. Ég var með hanska, sprittuð og var að passa mig en það var enginn að virða tveggja metra regluna og fólk teygði sig jafnvel yfir hausinn á manni til að sækja vörur í hillurnar. Svo að sjá í sumar öll þessi fótboltamót, allir að hittast og skemmta sér hver ofan í öðrum. Núna er komin önnur bylgja af því að fólk er ekki að passa sig, það er ekki að gera eins og fyrir það er lagt. Fólk gerir sér engan veginn grein fyrir hve alvarlegt þetta er. Mér finnst það bara sorglegt, það létust tíu manns og fjölmargir veiktust. Það er bið eftir endurhæfingu því fólk hefur skerta starfsgetu eftir að hafa veikst í mars. Jónas minn, sem er heilsuhraustur maður, gat ekki keyrt lengra en upp í Borgarnes þá var hann sprunginn – alveg búinn á því bara við það eitt að keyra bíl. Ég held að fólk ætti að passa sig betur, það margborgar sig.“ Útför mömmu Eftir allar þær raunir sem fjölskylda Guðnýjar hafði gengið í gegnum og þau loks búin að komast yfir veik- indin var komið að því að jarðsetja móður hennar. Því átti eftir að fylgja ýmis vandkvæði sem jók aðeins á sársauka fjölskyldu í sorgarferli. „Fyrir nokkrum árum siðan höfðu bæði mamma og pabbi verið búin að útbúa áætlun í kirkjunni á Ísa- firði um hvernig þeirra óskir um útför þau sæju fyrir sér þegar kallið kæmi. Hún vildi bara vera jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju, í sínum heimabæ þar sem hún hafði alltaf búið. Hún var mjög trúuð hún mamma. Ég sótti um undanþágu til að vera viðstödd kistulagninguna en fengum það ekki þannig að ég og krakkarnir mínir sátum hérna heima og systir mín streymdi athöfninni á Facebook. Rétt áður en þau mættu í kistu- lagninguna komu þau skilaboð að kistan mætti ekki vera opin, þannig að restin af fjölskyldunni fékk í raun ekki að kveðja. Séra Skúli [Ólafsson] sá um athöfnina, við þekktumst því hann hafði verið prestur á Ísafirði. Hann gerði þetta ótrúlega vel og á hrós skilið fyrir hve falleg athöfnin var hjá honum.“ Fjölskyldan sár og reið út í Þjóðkirkjuna „Svo vorum við að reyna að fá að halda jarðarförina á Ísafirði en þá var Covid-ástandið orðið slæmt fyrir vestan og komin tilmæli frá sóttvarnalækni um að vera ekki með samkomur þar sem fleiri en fimm komu saman. Þetta voru til- mæli, ekki lög, en presturinn fyrir vestan vildi ekki taka þá ákvörðun að leyfa tuttugu manns að koma saman í kirkjunni og ráðfærði sig við biskup. Biskup neitaði að verða við þessari bón þótt fjölskyldan vildi virða þessa ósk mömmu og jarðsetja hana frá Ísafjarðarkirkju. Eins og ég segi þá voru þetta aðeins tilmæli en ákvörðun biskups var ekki haggað og því fór athöfnin fram í Neskirkju og séra Skúli jarðsöng. Ég get ekki skilið þessa ákvörðun biskups því þetta var sami hópur og hittist í Neskirkju, þessar tuttugu manneskjum, og ég get ómögulega séð hvaða munur var á því að þessi sami hópur gæti hist í Neskirkju en ekki í Ísafjarðar- kirkju – þetta voru tilmæli og engin lög yrðu brotin. Þess má geta að Ísafjarðarkirkja tekur 300 manns í sæti og tuttugu manns hefðu hæg- lega rúmast inni í henni án þessa að Þeir vissu ekkert hvert ætti að fara með hann, þetta er auðvitað í byrjun faraldursins og enginn vissi neitt ... Hér eru foreldrar Guðnýjar, Bjarni Líndal Gestsson og Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, á góðri stund á Kanarí fyrir nokkrum árum síðan. Jónas og Guðný upplifðu þær skelfilegu afleiðingar sem kórónuveiran getur haft í för með sér. Þarna vorum við hjónin, mamma og fimm börn komin í sóttkví og pabbi í einangrun. Svo veiktust mamma og Jónas á sama tíma ... vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR // 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.