Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 09.09.2020, Blaðsíða 6
Jóhann sýnir erótík í Svarta pakkhúsinu Jóhann Örn Steinsson opnaði myndlistarsýningu í Svarta pakkhúsinu í Keflavík laugar- daginn 5. september. „Sýningin er tileinkuð Corina, kær- ustu minni sem bíður mín í Vanco- uver. Þema sýningarinnar er erótík og sjálfsást svo má einnig finna ýmis verk fyrri tíma. Það eru allir velkomnir og ég vona að sem flestir sjái sér fært að mæta,“ segir Jóhann. Jóhann hefur stundað nám við Myndlistaskóla Kópavogs og Reykja- víkur í módelteikningum og málun. Árið 2018 fór hann til Vancouver í Kanada í nám í kvikmyndaskóla. „Þar fann ég ástríðu fyrir kvik- myndagerð og notaði mína kunn- áttu á samsetningu og uppstillingu til að fegra ramman í stuttmyndum og auglýsingum. Eftir námið flutti ég aftur heim til Íslands. Framhaldinu í kvikmyndanáminu var slegið á frest vegna ástandsins sem við lifum við en ég bíð eftir að komast aftur út í nám, um leið og land og mið opnast í heiminum.“ Sýningin stendur yfir til mánu- dagsins 14. september og er opin frá klukkan 14 til 17. Áhugasamir geta hringt í síma 898-0081 ef framan- greindur sýningartími hentar ekki. Jóhann Örn Steinsson við sjálfsmynd sem hann sýnir m.a. á sýningunni. VF-mynd: pket Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma okkar, JÓNÍNA INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR Ninna Bogga Kirkjubraut 8, Njarðvík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, laugardaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 18. september klukkan. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://youtu.be/1Nrxy6VUQZs Ólafur Þórður Björnsson Íris Þóra Ólafsdóttir Elvar Ágúst Ólafsson Árni Björn Ólafsson Karen Rúnarsdóttir Arngrímur Anton Ólafsson Lovísa Hilmarsdóttir Árni Björgvinsson Jenný Bergljót Sigmundsdóttir Þóra Sigríður Jónsdóttir og barnabörn. Hjartahlýi eiginmaður minn, sonur, faðir, barnabarn, bróðir og afi ÆVAR ÖRN JÓNSSON Flugumferðarstjóri Suðurgötu 20, Sandgerði verður jarðsunginn þann 11. september kl. 13.00 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur og vinir vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á Youtube: Útför, Ævar Örn Jónsson frá Njarðvíkurkirkju (https://www.youtube.com/channel/UCz_TXHez-BzwGqIn4AW_i-g/featured) Einlægar þakkir fyrir sýnda samúð, hlýhug og vináttu. Sigrún Erla Hill Valdís Tómasdóttir Ívar Aron H. Ævarsson Kristján Helgi O. Ævarsson Ellý María Hermannsdóttir Ísak John H. Ævarsson Andrea Ósk Júlíusdóttir Þórunn Hafdís H. Ævarsdóttir Thomas Þór Þorsteinsson Aron Rúnar H. Ævarsson Tómas Oddsson Ísak Leifsson Nanna Baldvinsdóttir Anton Karl Þorsteinsson Hanna Valdís Garðarsdóttir Björg Jónsdóttir og barnabörn Rokkveislan mikla verður frumsýnd 25. september – tvær sýningar laugardaginn 26. september „Við stefnum ótrauð á að frumsýna „Rokkveisluna miklu“ föstudaginn 25. september næstkomandi kl. 20 í Stapa. Rýmkun á fjöldatakmörkunum úr 100 manns í 200 gerir okkur kleift að halda ótrauð áfram,“ segir Kristján Jóhannson Blikari í samtali við Víkurfréttir. „Þá er einnig mögulegt að skipta Stapa í tvö sóttvarnarhólf ef því er að skipta og það verður nánar útfært með Tómasi Young og hans fólki í Hljómahöllinni – en við hlýtum fyrir- mælum og reglum frá landlækni í hvívetna. Aðalatriðið er að við erum á fullu og allir hrikalega spenntir. Söngvarar, hljóðfæraleikarar og allir sem koma að þessum tónleikum,“ segir Kristán ennfremur. „Ástandið hjá tónlistarfólki og tæknimönnum hefur verið vægast sagt hörmulegt síðustu mánuði. Það eru allir áður auglýstir söngv- arar með; Stefanía Svavars, Matti Matt, Stebbi Jak og Dagur Sig. Það er uppsöfnuð spenna bæði hjá lista- mönnunum og líka hjá tónleika- gestum. Þetta verður eitthvað,“ segir Kristján. „Þegar ljóst var að við gætum ekki sýnt á Ljósanótt, eins og við höfum gert undanfarin níu ár, kom smá blús í hópinn en með bjartsýni og biðlund, og nú þegar heilbrigðis- ráðherra hefur farið að tillögu sótt- varnarlæknis um rýmkun reglna, þá kýlum við á þetta.“ Rokkveislan mikla verður, eins og áður segir, frumsýnd 25. september, þá gilda miðar sem áður voru keyptir á sýninguna sem auglýst var 2. sept- ember. Seinni tvær sýningarnar verða 26. september og þá gilda miðar sem keyptir voru á sýningar sem fyrirhugaðar voru sunnudaginn 6. september. Enn eru lausir miðar en miðasala er á Tix.is og Hljómahöll.is „Það var búið að selja vel af miðum. Það er nánast uppselt á frumsýningu þannig að nú gildir að vera snöggur að tryggja sér miða á Rokkveisluna miklu. Ég lofa svaka stuði,“ segir Kristján að lokum. 6 // vÍKURFRÉTTiR á SUðURNESJUM Í 40 áR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.