Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2020, Blaðsíða 2
Köstum 2020 á áramótabrennuna SVART HÖFÐI Aðalnúmer: 550 5060 Auglýsingar: 550 5070 Ritstjórn: 550 5070 FRÉTTA SKOT 550 5070 abending@dv.is Að bera á og hlúa að Þ að er hefð fyrir því að líta yfir árið rétt áður en því er sópað í næsta ruslapoka með partýleifum gærdagsins – ef partý skyldi kalla. Fólk hefur miklar skoð- anir á því ári sem er að líða og kveðja margir árið með lítilli hlýju. En það var ekki alslæmt, er það? Að vissu leyti neyddist fólk til að kjarna sig og setja sitt allra nánasta fólk í brennidepil. Vernda sjálft sig til þess að geta verndað aðra. Verða hluti af heild. Axla ábyrgð á eigin hegðun. Vissulega var hræðsla og streita stór hluti af árinu. Kvíðablandinn ótti við að kveikja á útvarpinu alla daga klukkan 11 en um leið að finna að það er gott fólk í brúnni. Flestir eru að gera sitt besta. Íslendingar eru í grunninn góðir í sprettum, það var þetta langhlaup sem reyndi hvað mest á. Stans- laust samviskubit. Samviskubit yfir því að hitta ekki fólkið sitt, sinna því illa. Samviskubit yfir að hitta það. Samviskubit yfir því að gera of lítið – eða of mikið. Samviskubit yfir því að setja börnin fyrir framan sjón- varpið til þess að ná að skila ein- hverju vinnuframlagi á meðan allir voru heima sökum smithættu. Um tíma var sem örmögnun væri víða veruleiki. Fólk brast í grát við minnsta tilefni. Einmanaleikinn er harður húsbóndi. Nú horfir til betri tíðar með bólusetningu og blóm í haga. Faðmlögum og frjósemi. Það skal þó haft í huga að þó höftum og bönnum sé aflétt þá er ekki allt eins og það var. Fyrirtæki hafa gefið upp öndina, ástvinir fallið frá og fólk misst vinnuna. Það tekur tíma, þrautseigju og kærleik að byggja upp samfélagið og þá einstaklinga sem eiga við ömurleg eftirköst veirunnar að stríða. Sálfræðihlutinn hjá mörgu fólki sem veiktist af veirunni er í molum. Fólk í góðu formi sem hljóp hálfmaraþon fyrir ári er nú í endurhæfingu á Reykjalundi. Óútskýranleg eftirköst hjá fólki á besta aldri. Hræðsla við að verða „ekki ég sjálf aftur“. Það þurfum við að takast á við sem samfélag. Það er verið að stífla gatið en svo þarf að gera við, bera á og hlúa að. Gleðilegt nýtt ár, kæru lesendur, og óska ég ykkur öllum mikillar farsældar og gleði á komandi ári. Jafnvel nokkurra gargandi hláturskasta. Því lífið er jú of stutt til að njóta þess ekki. n UPPÁHALDS ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000. Skál fyrir ykkur, kæru lesendur. MYND/GETTY MYND/PJETUR Þó að áramótabrennum hafi verið aflýst í ár brenna þær glatt í hugum margra á þessum tímamótum. Eftir- væntingin fyrir 2020 var gríðarleg á einmitt þessum tíma í fyrra en árið hefur reynst vera ár hörmunga á afar fjölbreytilegan hátt. 1 Sóttvarnagrímur Jú, auðvitað ætlum við ekki í alvöru að brenna þær fyrr en hjarðónæmi næst vegna COVID. Það verður samt svo ótrúlega gott að losna við þær. 2 COVID-rótin Aldrei hefur jafn stór hluti fólks sem litar alla jafna á sér hárið verið með rót og á þessu ári sem er að líða undir lok. Fólk hefur þó getað huggað sig við að vera ekki eitt með músarlita rót í annars biksvörtu hárinu. 3 Meðvirkni Við losum okkur við alla meðvirkni. Meirihluti lands- manna hefur fært miklar fórnir á árinu í þágu sótt- varna og við nennum ekki fólki sem getur ekki borið virðingu fyrir öðrum. 4 Zoom-fundir Á hefðbundnum fundum hlaupa engin börn inn í mynd og tilkynna fundargestum að pabbi sé að kúka eða þú kemur með sérlega góða at- hugasemd, aðeins til að heyra að þú sért á Mute. 5 Ketilbjöllur Eftir árið eru eflaust flest hreystimennin og -konurnar komin með algjört ógeð á að æfa heima með ketilbjöllum og munu fagna dátt þegar líkamsræktarstöðvarnar fá að opna á ný. Á ÁRAMÓTA- BRENNUNA MYND/ANTON S kilaboð Svarthöfða til ársins sem er að líða eru eftirfarandi: Farðu fjandans til og aldrei láta þér detta til hugar að koma til baka. Þetta er nú búið að vera meira bölvaða árið. Svart- höfði, sem er svartsýnn að eðlisfari og almennt neikvæð- ur, gat ekki í sínum villtustu draumum látið sér detta við- líka í hug og árið 2020 hefur verið. Venjulega nýtir Svarthöfði vettvang sinn í þessu ára- mótablaði til að líta til baka yfir farinn veg á árinu í við- leitni til að gera einhvers kon- ar uppgjör. Hann hefur hins vegar engan áhuga á því í ár. Þessu ári er best að gleyma. Ekki reyna að gera það upp, ekki reyna að draga einhvern lærdóm af því og í guðs bæn- um hættu að tala um það. Ímyndum okkur bara að þetta hafi aldrei átt sér stað. Við fórum bara galvösk frá 2019 inn í 2021. Það hljómar ágætlega. Eigum við samt að minnast á þá sjúklega súru staðreynd að auðvitað varð þetta bölvaða ár að vera hlaupár svo við þurftum að þjást í heilan aukadag. Nei, burt með 2020. Setjum það beint í baksýnisspegilinn og sendum því puttann og svo áfram veginn. 2021 þarf lítið að gerast svo árið standi undir væntingum og nú þegar erum við búin að setja upp ágætis sóknarfæri. Daði og Gagnamagnið keppa í Eurovision og ætla að sjálf- sögðu að vinna. Kosið verður til Alþingis og þar með er færi til að losna við teflon-mann- inn Bjarna Benediktsson sem ekkert bítur á, launahækk- anir taka gildi um áramótin og svo er líka að fara að koma sprenging af nýfæddum börn- in sem getin voru í einangrun og sóttkví þegar ekkert annað var hægt að hafa fyrir stafni en að eðla sig. Svo er ekki enn búið að banna flugelda svo Svarthöfði getur sprengt sig inn í nýtt ár líkt og enginn sé morgundag- urinn. En hver áramót gætu nú verið síðustu sprengjuára- mótin ef pólitískt rétthugs- andi hippar sem vilja ekki að nokkur maður geti haft gaman fá að ráða. Meira að segja svartsýni Svarthöfði er bjartsýnn til til- breytingar. Best væri ef allir myndu hringja inn áramótin með því að snúa sér ítrekað í hringi, eða berja sig í haus- inn með pönnu þar til ekkert stendur eftir af 2020 nema kúla á hausnum sem verður farin eftir þrjá daga. Látum 2021 verða árið þar sem við lærum að meta ein- staklingsfrelsið okkar, ferða- frelsið okkar og frelsið til að komast í ræktina þegar við nennum. Tökum fagnandi á móti nýju ári, vitandi að það er ekki séns í helvíti að árið verði verra en þetta ógeð sem við erum að nú að kveðja. Rétt væri reyndar að kveðja það ekki heldur skella hurðinni beint í smettið á því og hlæja. Og opna svo hurðina bara til að skella henni aftur. Bregðum blysum á loft, bleika lýsum grund, glottir tungl og hrín við hrönn og fokkaðu þér 2020, árið sem ekki nokkur sála á jörðinni, í heiminum, í geimnum eða á Súðavík mun sakna. Ekki einu sinni agnar pínku oggupons. n 2 EYJAN 30. DESEMBER 2020 DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.